Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 29
KYNNING − AUGLÝSING Ferðahýsi26. MARS 2013 ÞRIÐJUDAGUR 5 Á ferðalögum er jafn mikil- vægt að vera góður granni og að gleyma ekki góða skapinu. Til- litssemi ætti að vera í hávegum höfð og best að kynna sér um- gengnisreglur tjaldsvæða við komu. Hafið eftirfarandi í huga til að eiga farsælt sambýli við aðra gesti tjaldsvæðisins: ■ Komið ykkur fyrir á réttum stöðum innan tjaldsvæðisins. ■ Hafið hávaða og skark í lág- marki. ■ Losið ykkur við vatnsúrgang á þar til gerðum stöðum, fjarri náttúrulegum vatnsuppsprett- um. ■ Notið lífræna sápu, þvotta- efni og uppþvottalög sem brotnar auðveldar í náttúrunni. ■ Sýnið náttúrunni virðingu og gætið þess að valda ekki skemmdum á nærliggjandi gróðri. ■ Haldið ykkur á merktum gönguleiðum við náttúruskoð- un. Það raskar ekki jarðvegi og verndar gróður. ■ Gætið þess að allt rusl og úr- gangur fari í ruslagám við brott- för. ■ Hafið hundinn í ól. Eigend- ur eru ábyrgir fyrir gæludýrum sínum á tjaldsvæðum. Hundgá og óhirtur hundaskítur er óþolandi fyrir aðra gesti tjaldsvæða. ■ Færið ekki nestisborð tjald- svæða í leyfisleysi. ■ Hófsemi og tryggur nætursvefn er lykill að góðu sambýli á tjald- svæðum. ■ Hreinsið eldstæði og útigrill tjaldsvæða við brottför. Vertu góður nágranni Tillitsemi ætti að vera í hávegum höfð á tjaldsvæðum enda fólk í miklu nábýli. Við f lytjum inn ný Hobby- hjólhýsi frá Þýskalandi. Húsin eru v iðurkennd gæðavara og vel búin og eru að sjálfsögðu seld með ábyrgð fyrir framleiðslugöllum eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Magnús Óskars son annar eigandi Bíláss, bílasölu Akraness. Bílás á 30 ára starfsafmæli í ár en fyrirtækið er í eigu bræðranna Magnúsar og Ólafs Óskarssona. Það hefur starfað frá árinu 1983, að mestu við sölu bíla en sala á notuðum ferðavögnum hefur þó verið stór hluti af rekstrinum. „Reynslan af þeim viðskiptum er orðin ágæt,“ segir Magnús. „Af hjólhýsunum tókum við í fyrstu inn hús eftir pöntunum en það fór hins vegar mikill tími í til- boðsgerð í kringum það og pant- anir voru færri en við reiknuðum með. Við ákváðum því að taka inn nokkur hús á síðasta ári og þau seldust öll. Við slógum því til og höfum haldið innflutningi á ferðahýsum áfram. Þá höfum við einnig verið að prófa okkur áfram með aukahluti eins og markísur og sólarsellur. Verðið hjá okkur er gott þar sem við erum með litla yfirbyggingu á starfseminni,“ útskýrir Magnús. Bílás fer einnig með umboð á nýjum bílum fyrir Öskju, BL og Heklu. Magnús segir líklega óvíða eins mikið úrval ökutækja á einum stað. „Það er upplagt fyrir höfuðborgarbúa að kíkja hingað á Skagann, og ég segi nú stundum í gamni að Reykjavík sé í úthverfi Akraness. Hér er líka sérhæfð ísbúð ásamt góðum verslunum og einnig tjaldaðstaða með góðri þjónustu. Markaðssvæði okkar er öll landsbyggðin. Við erum fullir bjartsýni á framhaldið þrátt fyrir nokkra óvissu í þjóðmálunum.“ Nánari upplýsingar á w w w. bilas.is. Eitt mesta úrval ökutækja á einum stað Bílás, bílasala Akraness, fagnar þrjátíu ára starfsafmæli í ár. Þar fást ekki bara bílar heldur flytur fyrirtækið inn hágæða ferðahýsi á góðu verði. Magnús Óskarsson segir eitt mesta úrval ökutækja lands- ins að finna á einum stað hjá Bílás. MYND/ÚR EINKASAFNI Heimili að heiman Fellihýsi, húsbílar og hjólhýsi bjóða upp á heimililega stemningu þegar heimilislífið er fært úr stað. Það er notalegur griðastaður í villtri náttúrunni og hægt að gera hann enn vistlegri með hlýlegum snúningi. Ávextir í skál eru sannkölluð eldhúsprýði og hvetja ferðafólk til að fá sér hollan bita á milli mála. Kaffi er aldrei eins gott í plastmálum. Ljúf uppáhelling í ekta krúsum gefur himneskt andrúmsloft í ferðahýsið. Gítar er ómissandi ferðafélagi enda skapar huggulegt gítarspil einstök notalegheit á ferðalögum. Á morgnana er náðugt að geta kveikt á útvarpinu og hlustað á veðurspána og ljúfa tóna. Mun heimilislegra er að bera sælgæti fram í fallegri skál en umbúð- unum þegar gesti ber að garði. Gamaldags spilastokkur þjappar fólki saman og eykur enn á yndi og gleði samverustundanna. Rómantískir púðar gera ferðahýsi að sann- kölluðu heimili í náttúrunni. Fersk blóm í vasa skapa heimilislegan blæ og gleðja bæði augu og anda ferðalanga. Mjúkt og hlýtt teppi ætti að vera staðalbúnaður í öllum ferða- hýsum og ávallt til taks fyrir kósí samverustundir undir heiðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.