Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 2
26. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Elsa, þarftu stundum að bera blak af strákunum? „Já, ef það er búið að blaka hressi- lega við þeim.“ Elsa Sæný Valgeirsdóttir varð tvöfaldur bikarmeistari í blaki um helgina. Hún er leik- maður í kvennaliði HK og þjálfari karlaliðs HK en bæði lið unnu í bikarúrslitum á sunnudag. ALÞINGI Bundið verður í lög að dýr séu skyni gæddar verur og eigi að vera laus við vanlíðan, hungur, þorsta, ótta, þjáningu, sársauka, meiðsl og sjúkdóma. Frum- varp um velferð dýra var samþykkt til þriðju umræðu á Alþingi. Nokkur umræða fór fram á milli Ólínu Þorvarðar- dóttur, varaformanns atvinnuvega- nefndar, og Einars K. Guðfinnsson- ar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um geldingar grísa. Meiri- hluti nefndarinnar hafði gert þá breytingartillögu við frumvarp ráðherra að fella út heimild til að gelda grísi, yngri en vikugamla, án deyfingar. Einar og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa hins vegar lagt það til að sú heimild verði veitt og því leyft að gelda grísina án deyfingar, fyrstu viku lífs þeirra. Ólína sagði að ekki ætti að leyfast að gelda nokkur dýr án deyfingar og minnti á að lögin lytu að velferð dýra, ekki búfjárháttum. „Hefur háttvirtur þingmaður einhvern tíma heyrt hljóðin í stungnum grís?“ Einar sagði hins vegar rök fyrir því að leyfa deyfingarlausa geldingu svo ungra grísa, en svínabændur hafa lagt það til, og þvertók fyrir að unnið væri gegn velferð dýra. „Háttvirtur þingmaður á ekkert að vera að gera mér upp þá skoð- un að ég sé að tala fyrir einhverju dýraplageríi.“ - kóp Heitar umræður sköpuðust þegar frumvarp um dýravelferð var samþykkt til þriðju umræðu í gær: Grísir skulu vera deyfðir við geldingar EINAR K. GUÐFINNSSON Hefur háttvirtur þingmaður einhvern tíma heyrt hljóðin í stungnum grís? Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. SLYS Banaslys varð á Skeiðavegi til móts við Brautarholt í Árnes- sýslu eftir hádegi í gærdag. Karlmaður á fimmtugsaldri lést þegar jeppi sem hann ók skall á dráttarvél með skóflu. Báðir ökumennirnir voru einir í farartækjum sínum. Öku- maður dráttarvélarinnar slapp tiltölulega ómeiddur frá slysinu. Lögreglan í Árnessýslu fer með rannsókn málsins. Enn sem komið er er ekkert sagt liggja fyrir um tildrög slyssins. Nokkr- ar tafir urðu á umferð vegna starfa lögreglu á slysstað. - sv Banaslys á Skeiðavegi: Jeppi og traktor skullu saman LÖGREGLUMÁL Fimm mánaða stúlka, sem lést á voveiflegan hátt fyrir rúmri viku, verður lögð til hinstu hvílu í dag. Faðir stúlkunnar situr enn í gæsluvarð- haldi, grunaður um að hafa orðið valdur að dauða hennar, og ekki er útlit fyrir að hann verði viðstaddur athöfnina. Útförin fer fram í kyrrþey. Stúlkan var úrskurðuð látin á spítala aðfaranótt mánudagsins fyrir viku. Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar benti til að banameinið væri heilablæðing. Það var talið geta hafa verið af völdum svo- kallaðs „shaken baby syndrome“, sem hlýst af því þegar ungbarn er hrist af afli. Maðurinn, sem er tæplega þrítugur, var handtekinn á heimili sínu morguninn eftir. Hann hafði verið einn með dóttur sína á heimili þeirra fyrr um kvöldið, en bank- aði síðan upp á hjá nágranna sínum og bað um hjálp. Nágranninn hringdi eftir sjúkrabíl. Móðir stúlkunnar, sem er 25 ára, var þá í vinnunni. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í níu daga gæsluvarðhald, sem rennur út á morgun, og Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns hefur ekki verið ákveðið hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir honum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins neitaði maðurinn staðfastlega sök í yfir- heyrslum á mánudaginn í síðustu viku og kvaðst ekki hafa hugmynd um hvað hefði komið fyrir dóttur hans. Hann hefur verið í einangrun síðan og ekki rætt við neinn nema lögmann sinn. Lögregla hefur ekki tekið af honum skýrslu síðan á mánudag þegar hann var handtekinn. Friðrik Smári segir það ekki óeðlilegt. „Ég get fullvissað fólk um að við sitjum ekki auðum höndum. Rannsóknin snýst um ýmislegt annað en bara að yfirheyra sakborninginn.“ - sh Óvíst hvort farið verður fram á lengra varðhald yfir föður látinnar stúlku: Ættingjar kveðja stúlkuna í dag Ég get fullvissað fólk um að við sitjum ekki auðum höndum. Friðrik Smári Björgvins son yfirlögregluþjónn í Reykjavík ALÞINGI Reynt var að semja um afdrif stjórnarskrármálsins í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var sú hugmynd rædd að greidd yrðu atkvæði um að breyta breytingarákvæði stjórnarskrár. Ekki er komin nið- urstaða í málið. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins lögðu fram dagskrártil- lögu í gær að málefni Bakka yrðu fremst á dagskrá næsta þing- fundar. Í kjölfar hennar var fundi frestað og síðan ítrekað fram á kvöld. Þing hafði ekki enn komið saman á ný þegar Fréttablaðið fór í prentun. - kóp Þingfundi frestað ítrekað: Breytingar- ákvæðið undir SPURNING DAGSINS NÁTTÚRA Allstór sinubruni varð í Vatnsmýrinni á sunnudag og sina brennur víða um land. Þann- ig börðust í gær 30 slökkviliðs- menn og þyrla við sinueld í Lund- areykjadal í Borgarfirði, en tök náðust ekki á honum fyrr en undir kvöld. Fuglafræðingur segir að áhrif á fugla séu lítil sem engin á þessum tíma, enda margar tegundir ekki komnar til landsins og varp ekki hafið. Sinubrunar geta hins vegar haft áhrif á sumar tegundir fugla sem sækja á sama varpsvæðið ár eftir ár. „Algengustu mófuglarnir eru ekki komnir til landsins svo skaði af sinueldum er ekki telj- andi. Hins vegar eru mófuglar, eins og lóur og spóar, tryggir átt- högum sínum; sömu varppörin koma á sömu svæðin ár eftir ár. Ef sinubrunar eru umfangsmikl- ir þá geta þeir rýrt möguleika fuglanna á hentugum hreiður- stað. En í lok mars er ekki hægt að skilgreina sinubruna sem stórt vandamál fyrir fuglana,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands. Slökkviliðið á höfuðborgar- svæðinu var kallað út í fyrrinótt vegna mikils sinubruna í grennd við Öskju og Norræna húsið í Vatnsmýrinni. Töluverðan tíma tók að ráða niðurlögum eldsins og brann nokkur hundruð fermetra svæði. Fréttir eru einnig af sinu- brunum víða á Suðurlandi undan- farna daga; undir Eyjafjöllum og víðar. Gunnar segir að frá byrjun maí sé annað upp á teningnum því þá fara fyrstu fuglarnir að gera sig líklega til varps; um miðjan mánuðinn fari svo fyrstu eggin að detta. Hvað stað eins og Vatnsmýrina varðar, en þar halda fuglar sig lengi á afmörkuðum stað, segir Gunnar að þar geti áhrifin verið meiri, til dæmis rýri sinubruni möguleika fuglanna til að hyljast. „En þegar brennur þá getur það verið til bóta fyrir ýmsar tegund- ir, tímabundið alla vega. Ástæð- an er að undir sinunni er græna grasið og fuglar, eins og gæsin, sækja í nýgræðinginn sem þá er aðgengilegri,“ segir Gunnar. Gunnar tekur dæmi af stóra sinubrunanum á Mýrum árið 2006. „Fyrst eftir brunann var meira af fugli inni á brunna svæðinu en í kring, sennilega vegna meira fæðuframboðs og á það líka við um smádýralíf.“ svavar@frettabladid.is Áhrif sinubruna ekki teljandi snemma árs Víða brennur sina í þurrkum undanfarinna daga. Fuglafræðingur segir áhrif á fuglalíf ekki teljandi, enda margar tegundir ókomnar. Tímabundið geta sinu- brunar auðveldað fugli fæðuöflun. Í byrjun maí eru sinubrunar vandamál. SINUBRUNI Fuglar eiga það til að sækja í brennd svæði því auðveldara er fyrir þá að ná sér í grastuggu þegar sinan er brunnin burt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ef sinubrunar eru umfangsmiklir þá geta þeir rýrt möguleika fuglanna á hentugum hreiðurstað. En í lok mars er ekki hægt að skilgreina sinubruna sem stórt vandamál fyrir fuglana Gunnar Þór Hallgrímsson fuglafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands RÚSSLAND, AP Saksóknarar og skattayfirvöld í Moskvu gerðu í gær húsleit á skrifstofum Amnesty International og fleiri mannréttindasamtaka. Samtökin segjast hafa fundið fyrir vaxandi þrýstingi og telja hann lið í herferð Vladimírs Pútín forseta gegn gagnrýnisröddum. Sergei Nikitin, formaður Amnesty í Rússlandi, segir að við leitina hafi samtökin verið krafin um skjöl, sem eiga að vera í fórum hins opinbera hvort eð er. - gb Pútín sagður í herferð gegn gagnrýnisröddum: Gerðu húsleit hjá Amnesty TALAR VIÐ FJÖLMIÐLA Sergei Nikítín, yfirmaður Amnesty International í Rúss- landi, ræðir við fjölmiðla eftir leit saksóknara og skattayfirvalda á skrifstofum sam- takanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.