Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 18
26. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 18 Opið frá kl. 11–20 alla daga Engihjalla og Granda 4 þykkir 115 g, stórir hamborgarar með brauði aðeins 999 kr. 999kr. pk 4 x 115 g ham borgar ar og b rauð /Ú FÆ R[ M EIRA FYRIR PENI NGIN N Í ICEL AND Á EINSTÖKU VER[I BORGARAR NAGGAR HAKK Á m eð an b irg ði r e nd as t 1.389kr. kg Kjarnafæ ði nautgr ipahakk verð áður 1.578 100% nautgrip ahakk 998kr. pk Iceland kjúkling anaggar verð áðu r 1.149 Þær hafa verið í meira lagi skáldlegar fyrirsagn- irnar og yfirlýsingar fólks í fjölmiðlum undanfarna daga eftir að það virtist verða því ljóst að Lagar- fljót hefði breyst við það að Jökulsá á Dal var veitt þangað. Undirrituð hefur búið á bökkum Lagar- fljóts í á fjórða áratug og veit því fullvel hvaða áhrif vatnaflutningarnir höfðu á þetta fagra vatn. Fljótið er á sínum stað en ásýnd þess hefur breyst og lífríki sömuleiðis þó að það sé fjarri því „dautt“ eins og sumir halda fram. Hvað gengur mönnum til með þessum yfirlýsingum? Koma upp- lýsingar um ástand lífríkis Lag- arfljóts stórkostlega á óvart? Það er harla ólíklegt nema kannski fólki sem býr utan svæðisins og á sjaldan – eða aldrei leið um Fljóts- dalshérað. Væri ekki nær að fólk kynnti sér raunveruleikann og reyndi að horfa á málið frá sjón- arhorni íbúa á svæðinu? Ákvörðunin um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og fram- kvæmdir í framhaldinu voru hugsaðar til að styrkja atvinnu- líf og búsetu á Austurlandi. Fram- kvæmdirnar ollu gríðarlegum deilum, bæði innan fjórðungs og utan og enn er umræðuefn- ið eldfimt í sumum fjölskyldum. En horfum á stöðuna árið 2013. Finnst þeim sem gráta Lagar- fljót skipta einhverju að atvinnu- tækifærin sem framkvæmdirn- ar sköpuðu gerðu fjölda fólks kleift að snúa aftur til sinna heimahaga og nýta margvíslega mennt- un sína? Finnst þeim ein- hverju skipta að um 800 manns á Austurlandi hafa atvinnu í álverinu eða við afleidd störf. Finnst þeim einhverju skipta að nú eru að verða mögulegar almenningssamgöng- ur á Austurlandi vegna stærðar atvinnusvæðis- ins? Skiptir einhverju að atvinnuleysi á Austurlandi er aðeins um 3%? Er það til hins verra fyrir lífríki landsins að Jökulsá á Dal stefnir í að verða góð laxveiðiá? Rangar fullyrðingar Í umræðunni undanfarna daga hafa menn dregið ýmislegt fram máli sínu til stuðnings um að á Fljótsdalshéraði sé allt á fallandi fæti; svo mjög að þar standi fjöldi auðra bygginga – með myglu- sveppi. Það er dapurlegt að menn skuli ekki einu sinni hafa fyrir að afla sér upplýsinga þannig að farið sé með rétt mál. Hér eru íbúðir, líkt og á höfuðborgarsvæð- inu, sem ekki er búið í. Hér, eins og annars staðar, ætluðu menn sér um of og byggðu umfram þörf. Fullyrðingar um að húsnæði sé allt undirlagt af myglusveppi eru beinlínis rangar. Oft er talað um umræðuhefð á Íslandi og notkun gífuryrða. Fullyrðingar um að Lagarfljót sé „dautt“ eru dæmi um slíkan málflutning og engum til fram- dráttar. Rannsóknir voru gerðar og ályktanir dregnar um umhverf- isáhrif sem margar hafa gengið eftir. Segja má að ýmislegt hefði mátt rannsaka betur sem hugsan- lega hefði leitt til ákvörðunar um frekari mótvægisaðgerðir. Það er þó ekki hægt að segja nú hvort frekari upplýsingar hefðu breytt einhverju um lokaákvörðunina. Margt hefði þurft að undirbúa betur í framkvæmdaferlinu, t.d. að styrkja heilbrigðisstofnanir, vinnueftirlit og heilbrigðis eftirlit til að takast á við stóraukin verk- efni. Starfsfólk margra stofnana vann þrekvirki meðan á fram- kvæmdunum stóð en stofnanirnar sitja að nokkru leyti enn uppi með fjárhagshalla sem erfitt hefur reynst að fá leiðréttan. Staðreyndin er sú að á bökkum Lagarfljóts lifir fólk ágætu lífi. Að tala eins og sumir undan farið er fjarstæða. Hér er fádæma náttúrufegurð og gott mannlíf sem við njótum og bjóðum öðrum að njóta með okkur við fljótsins dreymnu ró. Um tilfi nningar og staðreyndir Öryggi og gæði í heilbrigðisþjón- ustunni hafa verið mjög í brennidepli fjölmiðla undan- fa r n a r v i k u r. Landlæknir fagn- ar slíkri umræðu. Í samræmi við hlut- verk embættisins er starf þess fjöl- breytt og umfangs- mikið á þessu sviði eins og sjá á má í nýlegri samantekt sem er að finna á heimasíðu embættisins landla- eknir.is. Það hefur kynt undir þessa umræðu að Íslendingar hafa nokk- ur undanfarin ár gengið í gegnum mikinn niðurskurð í opinberum rekstri, m.a. í heilbrigðiskerfinu. Þá þarf að huga sérstaklega að því að öryggi sjúklinga sé ekki ógnað og að gæði þjónustunnar haldist þrátt fyrir breytt skipulag. Rann- sóknir hafa sýnt að þættir eins og álag á starfsfólk, óánægja í starfi og óánægja með starfsumhverfið geta haft neikvæð áhrif á gæði og öryggi þjónustunnar. Heilbrigðisstarfsfólk hefur á liðnum misserum lýst áhyggjum sínum af því að heilbrigðiskerfið sé nú komið að þolmörkum sökum niðurskurðar. Starfsfólki hefur fækkað og álag þar með aukist. Úrræði til að veita þjónustu hafa einnig breyst en þróun þekkingar og tækniframfarir hafa haft í för með sér að sjúklingar liggja skem- ur á sjúkrahúsum og glíma við erf- iðari og flóknari vanda en áður. Einstaklingum sem bíða vistunar á hjúkrunarheimilum hefur einn- ig fjölgað. Nokkrir tugir þeirra bíða nú á Landspítalanum og ein birtingarmynd þess eru ganga- innlagnir. Slíkt hefur í för með sér álag á starfsfólk og þá sem njóta þjónustunnar. Einnig hafa kjör versnað, ekki síst í saman- burði við nágrannalöndin. Því hafa margir leitað út fyrir landstein- ana til skemmri eða lengri tíma sem hefur áhrif á þjónustuna hér á landi. Framtíðarskipulag Land- spítala er einnig í óvissu en niður- staða í því máli snertir óneitanlega gæði þjónustunnar og öryggi sjúk- linga þegar til lengri tíma er litið. Góður árangur Í umræðu um núverandi vanda heilbrigðisþjónustunnar er auðvelt að gleyma því að hún er þrátt fyrir allt góð. Nýjustu tölur frá Hag- stofu Íslands staðfesta að enn einu sinni er ungbarnadauði lægstur á Íslandi í samanburði við önnur lönd í Evrópu. Íslenskir karlmenn lifa karla lengst í álfunni og með- alaldur kvenna er í fremstu röð. Einnig má minna á að þjónustan hér á landi var metin sú þriðja besta í Evrópu árið 2012. Slík- ur árangur kemur ekki af sjálfu sér enda niðurstaða þrotlausrar vinnu margra á liðnum árum, líka á tímum efnahagslegrar niður- sveiflu. Öryggisbragur Öryggisbragur í heilbrigðisþjón- ustu er flókið hugtak, en felur í sér sameiginleg gildi og viðhorf sem ásamt skipulagi og stjórnun stofn- unar leiða til ákveðins vinnulags og hegðunarmynsturs um öryggi þjónustunnar. Góður öryggisbrag- ur er fyrir hendi þar sem öryggi sjúklinga er sett í öndvegi og áhættustjórnun er samofin öllu því sem gert er. Slíkur öryggisbragur einkennist af opnum samskiptum og gagnkvæmu trausti milli starfs- manna og sjúklinga. Þar sem öryggisbragur er þró- aður eru atvik í þjónustunni skoð- uð ofan í kjölinn, reynt að læra af þeim og beita markvissum aðgerðum til að koma í veg fyrir að þau gerist aftur. Aftur á móti ef öryggis bragur er vanþróaður er atvikum sópað undir teppið eða áhersla lögð á að finna sökudólg í stað þess að leita lausna. Fjölmarg- ar rannsóknir hafa sýnt að orsakir atvika eru í flestum tilfellum margþættar og tengjast í mörgum tilvikum ágöllum í skipulagi. Því er mikilvægara að spyrja: Hvað gerðist, í stað þess að leita söku- dólgs með spurningunni: Hverjum er það að kenna? Að lokum Heilbrigðisstarfsfólki ber lagaleg, fagleg og siðfræðileg skylda til að veita góða heilbrigðisþjónustu og bera hag notenda þjónustunnar fyrir brjósti. Stjórnendum heil- brigðisstofnana ber síðan skylda til að fylgjast með mælikvörðum varðandi gæði þjónustu, öryggi sjúklinga og öryggi starfsfólks, m.a. varðandi álag og bregðast við með viðeigandi hætti til að tryggja gæði og öryggi þjónust- unnar. Gæði og öryggi heilbrigðisþjón- ustu koma ekki af sjálfu sér og því þurfa Embætti landlæknis, heil- brigðisstarfsfólk, heilbrigðisstofn- anir, notendur þjónustunnar og allur almenningur að taka hönd- um saman við að stuðla að góðri heilbrigðisþjónustu. Landlækn- ir hvetur starfsfólk og notendur þjónustunnar til að koma ábend- ingum um það sem betur má fara hvað varðar gæði og öryggi til stjórnenda heilbrigðisstofnana og ef þeir eru ekki sáttir við viðbrögð þeirra geta þeir leitað til Embætt- is landlæknis með áhyggjur sínar. Öryggi og gæði heilbrigðisþjónustu NÁTTÚRU- VERND Sigrún Blöndal bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði ➜ Oft er talað um umræðu- hefð á Íslandi og notkun gífuryrða. Fullyrðingar um að Lagarfl jót sé „dautt“ eru dæmi um slíkan málfl utning og engum til framdráttar. HEILBRIGÐISMÁL Geir Gunnlaugsson landlæknir Anna Björg Aradóttir sviðsstjóri Eft irlits og gæða Laura Sch. Thorsteinsson hjúkrunarfræðingur ➜ Góður öryggisbragur er fyrir hendi þar sem öryggi sjúklinga er sett í öndvegi og áhættustjórnun er samofi n öllu því sem gert er. Slíkur öryggisbragur einkennist af opnum samskiptum og gagnkvæmu trausti milli starfsmanna og sjúklinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.