Fréttablaðið - 26.03.2013, Síða 29

Fréttablaðið - 26.03.2013, Síða 29
KYNNING − AUGLÝSING Ferðahýsi26. MARS 2013 ÞRIÐJUDAGUR 5 Á ferðalögum er jafn mikil- vægt að vera góður granni og að gleyma ekki góða skapinu. Til- litssemi ætti að vera í hávegum höfð og best að kynna sér um- gengnisreglur tjaldsvæða við komu. Hafið eftirfarandi í huga til að eiga farsælt sambýli við aðra gesti tjaldsvæðisins: ■ Komið ykkur fyrir á réttum stöðum innan tjaldsvæðisins. ■ Hafið hávaða og skark í lág- marki. ■ Losið ykkur við vatnsúrgang á þar til gerðum stöðum, fjarri náttúrulegum vatnsuppsprett- um. ■ Notið lífræna sápu, þvotta- efni og uppþvottalög sem brotnar auðveldar í náttúrunni. ■ Sýnið náttúrunni virðingu og gætið þess að valda ekki skemmdum á nærliggjandi gróðri. ■ Haldið ykkur á merktum gönguleiðum við náttúruskoð- un. Það raskar ekki jarðvegi og verndar gróður. ■ Gætið þess að allt rusl og úr- gangur fari í ruslagám við brott- för. ■ Hafið hundinn í ól. Eigend- ur eru ábyrgir fyrir gæludýrum sínum á tjaldsvæðum. Hundgá og óhirtur hundaskítur er óþolandi fyrir aðra gesti tjaldsvæða. ■ Færið ekki nestisborð tjald- svæða í leyfisleysi. ■ Hófsemi og tryggur nætursvefn er lykill að góðu sambýli á tjald- svæðum. ■ Hreinsið eldstæði og útigrill tjaldsvæða við brottför. Vertu góður nágranni Tillitsemi ætti að vera í hávegum höfð á tjaldsvæðum enda fólk í miklu nábýli. Við f lytjum inn ný Hobby- hjólhýsi frá Þýskalandi. Húsin eru v iðurkennd gæðavara og vel búin og eru að sjálfsögðu seld með ábyrgð fyrir framleiðslugöllum eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Magnús Óskars son annar eigandi Bíláss, bílasölu Akraness. Bílás á 30 ára starfsafmæli í ár en fyrirtækið er í eigu bræðranna Magnúsar og Ólafs Óskarssona. Það hefur starfað frá árinu 1983, að mestu við sölu bíla en sala á notuðum ferðavögnum hefur þó verið stór hluti af rekstrinum. „Reynslan af þeim viðskiptum er orðin ágæt,“ segir Magnús. „Af hjólhýsunum tókum við í fyrstu inn hús eftir pöntunum en það fór hins vegar mikill tími í til- boðsgerð í kringum það og pant- anir voru færri en við reiknuðum með. Við ákváðum því að taka inn nokkur hús á síðasta ári og þau seldust öll. Við slógum því til og höfum haldið innflutningi á ferðahýsum áfram. Þá höfum við einnig verið að prófa okkur áfram með aukahluti eins og markísur og sólarsellur. Verðið hjá okkur er gott þar sem við erum með litla yfirbyggingu á starfseminni,“ útskýrir Magnús. Bílás fer einnig með umboð á nýjum bílum fyrir Öskju, BL og Heklu. Magnús segir líklega óvíða eins mikið úrval ökutækja á einum stað. „Það er upplagt fyrir höfuðborgarbúa að kíkja hingað á Skagann, og ég segi nú stundum í gamni að Reykjavík sé í úthverfi Akraness. Hér er líka sérhæfð ísbúð ásamt góðum verslunum og einnig tjaldaðstaða með góðri þjónustu. Markaðssvæði okkar er öll landsbyggðin. Við erum fullir bjartsýni á framhaldið þrátt fyrir nokkra óvissu í þjóðmálunum.“ Nánari upplýsingar á w w w. bilas.is. Eitt mesta úrval ökutækja á einum stað Bílás, bílasala Akraness, fagnar þrjátíu ára starfsafmæli í ár. Þar fást ekki bara bílar heldur flytur fyrirtækið inn hágæða ferðahýsi á góðu verði. Magnús Óskarsson segir eitt mesta úrval ökutækja lands- ins að finna á einum stað hjá Bílás. MYND/ÚR EINKASAFNI Heimili að heiman Fellihýsi, húsbílar og hjólhýsi bjóða upp á heimililega stemningu þegar heimilislífið er fært úr stað. Það er notalegur griðastaður í villtri náttúrunni og hægt að gera hann enn vistlegri með hlýlegum snúningi. Ávextir í skál eru sannkölluð eldhúsprýði og hvetja ferðafólk til að fá sér hollan bita á milli mála. Kaffi er aldrei eins gott í plastmálum. Ljúf uppáhelling í ekta krúsum gefur himneskt andrúmsloft í ferðahýsið. Gítar er ómissandi ferðafélagi enda skapar huggulegt gítarspil einstök notalegheit á ferðalögum. Á morgnana er náðugt að geta kveikt á útvarpinu og hlustað á veðurspána og ljúfa tóna. Mun heimilislegra er að bera sælgæti fram í fallegri skál en umbúð- unum þegar gesti ber að garði. Gamaldags spilastokkur þjappar fólki saman og eykur enn á yndi og gleði samverustundanna. Rómantískir púðar gera ferðahýsi að sann- kölluðu heimili í náttúrunni. Fersk blóm í vasa skapa heimilislegan blæ og gleðja bæði augu og anda ferðalanga. Mjúkt og hlýtt teppi ætti að vera staðalbúnaður í öllum ferða- hýsum og ávallt til taks fyrir kósí samverustundir undir heiðum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.