Fréttablaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 4
13. apríl 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4
UMHVERFISMÁL „Á síðasta áratug
hafa breytingar í umhverfinu og
í lífríki vatnsins vakið ugg hjá
okkur og hefur sú þróun stigmagn-
ast á síðustu árum, með vaxandi
ánauð vegna umgengni í garðinum
og við vatnið,“ segir Guttormur P.
Einarsson, einn helsti sérfræðing-
ur landsins í stangveiði við Þing-
vallavatn.
Guttormur lýsir viðhorfum
sínum í hvatningarbréfi til Ólafs
Arnar Haraldssonar þjóðgarðs-
varðar fyrr í vikunni.
Guttormur segir langt síðan
bera fór á auknum svifgróðri
þörunga sem skyggðu vatnið, sam-
fara ört vaxandi og botn lægum
slýþörungum sem spilli veiði-
stöðum á grunnslóð.
„Fiskurinn hefur því flutt sig á
aðra staði þar sem botnlægt æti
hefur enn griðland,“ segir Gutt-
ormur. Í mörg horn sé að líta eigi
að bregðast við. „Það er fortaks-
laus nauðsyn að halda úti strangri
vakt á svæðinu og gæta þannig að
tilhlýðilegri umgengni í garðinum
og við vatnið.“
Þá segir Guttormur veiðar með
spæni og maðki barnaglingur.
„En hvers konar feitmeti í agni
beinist alfarið gegn urriðan-
um, konungi vatnsins sem á erf-
itt uppdráttar og því ódrengilegt
grimmdarverk fávísra og van-
þroska einstaklinga. Eftirlit gegn
því er vandaverk, því gjarnan er
pukrast með þá tilburði, svo sem
af ákafamönnum af erlendum
uppruna, sem staðnir hafa verið
að veiðum með fjölmörgum beitu-
stöngum, földum á bakkanum í
grasi og kjarri, en látast samtím-
is ástunda fluguveiðar sem yfir-
varp,“ fullyrðir Guttormur.
„Eins er það ósæmandi af til-
teknum fluguveiðimönnum sem
herjað hafa á síðustu árum á
urriðann snemma vors, þegar
hann hopar úr Öxará eða frá
öðrum hrygningarstöðum, og ligg-
ur á leirunum úti fyrir árósnum
til að jafna sig eftir vetrardvöl
í straumvatninu,“ heldur Gutt-
ormur áfram. „Með því að vaða
út leirurnar komast þessir menn í
námunda við legustaðinn og ginna
soltna og aflvana fiskana með
girnilegum straumflugum.“
Bréf Guttorms til Þingvalla-
nefndar má lesa í heild sinni á
Veiðivísi á visir.is. gar@frettabladid.is
Fluguveiði yfirvarp
fávísra einstaklinga
Guttormur Einarsson, sem veitt hefur í Þingvallavatni í hálfa öld, segir breytingar
á lífríki vatnsins vekja ugg. Fólk „af erlendum uppruna“ veiði á fjölda stanga með
beitu en þykist á fluguveiðum. Menn herji á urriða sem gangi aflvana úr Öxará.
FISKURINN FLYTUR
SIG TIL Fiskurinn í Þing-
vallavatni hefur flutt sig
undan botnlægum slý-
þörungum sem lagt hafa
undir sig fyrri veiðistaði
á grunnslóð, segir Gutt-
ormur P. Einarsson.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Tveir verjendur
sakborninga í
Al-Thani-mál-
inu hættu að-
komu að mál-
inu í vikunni.
Gjarnan er pukrast
með þá tilburði, svo sem af
ákafamönnum af erlendum
uppruna, sem staðnir hafa
verið að veiðum með fjöl-
mörgum beitustöngum,
földum á bakkanum í grasi
og kjarri.
Guttormur P. Einarsson, fluguveiðimaður
og Þingvallavatnssérfræðingur
06.04.2013 ➜ 12.04.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
90
80
70
60
50
40
30
20
10
0
-10
-20
90°c
er hitastigið á heitu
vatni sem lak úr
leiðslum OR í
Skorradal.
þeirra sem kusu Sjálfstæðisfl okkinn í
síðustu kosningum ætla að kjósa Fram-
sóknarfl okkinn samkvæmt könnun Frétta-
blaðsins og Stöðvar 2.
1/10
KJÓSENDA ÞARF AÐ
SKRIFA NAFN SITT
Á STUÐNINGS LISTA
FYRIR ÞÁ FJÓRTÁN
LISTA SEM BOÐAÐ
HAFA FRAMBOÐ Í
KOMANDI
KOSNINGUM.
Ísland er í 3. sæti á lista yfi r lönd
sem tryggja best velferð barna.
www.me
rkismen
n.is
88.000 KRÓNUR
er hámarksverðmæti vara sem farþegar
mega koma með tollfrjálst til landsins.
41,6%myndu kjósa Sjálfstæðisfl okkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir leiddi hann en 21,2% ef Bjarni Benediktsson verður
áfram formaður samkvæmt könnun sem
MMR gerði fyrir Viðskiptablaðið.
123.000 KRÓNUR
er munurinn á meðallaunum karla og kvenna
samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands.
7.000
HITAEININGUM
mun Gunnar Páll
Viktors son brenna á
dag þegar hann rær
hringinn í kringum
landið í sumar.
ENN SPENNA John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Suður-Kóreu
í gær. Þar ítrekaði hann yfirlýsingar um að Bandaríkin myndu verja sig og banda-
menn sína yrði á þá ráðist. NORDICPHOTOS/AFP
KÓREA, AP Sennilegt þykir að Norður-Kórea hafi yfir að ráða kjarna-
oddum sem hægt er að skjóta með eldflaugum. Þetta er niðurstaða
skýrslu sem var unnin fyrir bandarísk stjórnvöld og gengur þvert á
það sem áður var haldið, að kjarnavopn Norður-Kóreu séu of stór til
að hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum.
Skýrslan hefur enn ekki verið birt opinberlega, og ekkert hefur
enn komið í ljós um hversu langt flaugarnar gætu dregið, en þær eru
sennilega ekki mjög nákvæmar, ef þær eru tilbúnar á annað borð. - þj
Rætt um nýja skýrslu um kjarnorkuvopnaeign Norður-Kóreu:
Koma kjarnorkusprengju í flaug
HALDIÐ TIL HAGA
Í frétt um gjaldeyrishöft í Fréttablaðinu
í gær mátti skilja texta þannig að inn-
lendar eignir erlendra aðila næmu um
2.700 milljörðum króna. Hið rétta er
að 2.700 milljarðar eru heildareignir
þrotabúa bankanna.
KÍNA
Tísta gegn fuglaflensu
Stjórnvöld í Kína hafa gripið til nýstár-
legra aðferða til að hefta útbreiðslu
fuglaflensu í landinu, að tísta. Yfirvöld
hafa útbúið síðu í anda Twitter þar sem
upplýsingum um ný smit og leiðir til
að verjast smiti er deilt til almennings.
Nýi vírusinn sem gengur undir nafninu
H7N9 greindist fyrst í lok mars og er
sagður afar skæður.
REYKJAVÍK Rafrænni íbúakosn-
ingu um framkvæmdaverkefni
í hverfum Reykjavíkur er lokið.
Niðurstöðurnar lágu fyrir í gær
en alls kusu 6.076 Reykvíkingar
og voru þar af 5.732 atkvæði gild.
Þetta jafngildir 6,3% kjörsókn.
Alls verður ráðist í 111 verk-
efni á grundvelli atkvæðagreiðsl-
unnar. Meðal verkefna sem ráð-
ist verður í má nefna lagningu
göngu- og hjólastígs meðfram
Gufuneskirkjugarði við Borgar-
veg, lagfæringu á göngustígum í
Efra-Breiðholti og endurbætur á
leiksvæði á Klambratúni. - mþl
Ráðist verður í 111 verkefni:
Íbúakosningu í
Reykjavík lokið
Veðurspá
Mánudagur
10-18 m/s.
HVESSIR Á MORGUN Heldur óspennandi veður um helgina. Verst verður veðrið
á Vestfjörðum í dag en það bætir síðan heldur í vind á morgun með éljum um allt
norðan og austanvert landið. Hlánar víða við ströndina.
0°
8
m/s
-2°
7
m/s
-2°
2
m/s
0°
7
m/s
Á morgun
12-20 m/s.
Gildistími korta er um hádegi
5°
0°
6°
2°
0°
Alicante
Basel
Berlín
22°
14°
13°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
8°
16°
16°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
8°
8°
22°
London
Mallorca
New York
13°
22°
13°
Orlando
Ósló
París
27°
2°
14°
San Francisco
Stokkhólmur
18°
2°
-2°
3
m/s
1°
8
m/s
-2°
3
m/s
-1°
2
m/s
-3°
3
m/s
-1°
8
m/s
-6°
3
m/s
4°
0°
5°
0°
0°
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður