Fréttablaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 86
13. apríl 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 46TÍMAMÓT Okkar ástkæra RUT SIGURÐARDÓTTIR, síðast til heimilis í Brákarhlíð hjúkrunar- og dvalarheimili, Borgarnesi, andaðist 18. mars síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram. Starfsfólki heimilisins eru færðar hjartans þakkir fyrir hlýju þeirra og umhyggju. Þeir sem vilja minnast hennar láti Brákarhlíð njóta þess. Fyrir hönd ástvina, Stefán Gautur Daníelsson. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN TÓMASDÓTTIR Grafarbakka 2, Hrunamannahreppi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum á Selfossi mánudaginn 8. apríl, verður jarðsungin frá Hrunakirkju fimmtudaginn 18. apríl kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á að láta Hjartavernd, Krabbameinsfélagið eða Styrktarsjóð HSU njóta þess. Sigurður Tómas Magnússon Huld Konráðsdóttir barnabörn og langömmubarn. Elsku demanturinn okkar, LOVÍSA HRUND SVAVARSDÓTTIR Einigrund 14, Akranesi, sem lést 6. apríl, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 16. apríl kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Umhyggju, félag til styrktar langveikum börnum. Rnr. 0101-15-371020 kt. 581201-2140. Svavar S. Guðmundsson Hrönn Ásgeirsdóttir Ásgeir Sævarsson Karen Lind Ólafsdóttir Heiður Sævarsdóttir Ryan J. Karazija Engilbert Svavarsson Ólafur Ingi, Almar Kári, Úlfur Esra, Eva Hrönn og aðrir aðstandendur. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SESSELJA SIGNÝ SVEINSDÓTTIR (SISSA) Vallargerði 37, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut 5. apríl sl. Útför fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 17. apríl kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið. Sveinn Baldursson Baldur Sveinsson Anna María Halwe Valgeir Sveinsson Sigurður Sveinsson Sveinn Þorsteinsson Guðrún Stefánsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORVARÐAR G. HARALDSSONAR dúklagninga- og veggfóðrarameistara, Grenilundi 4, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landsspítalans og hjúkrunar- og ráðgjafaþjónustu Karitas fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Einnig fær samstarfsfólk Svönu í Íslandsbanka þakkir fyrir góðan stuðning. Svanhildur Árnadóttir Arnar Smári Þorvarðarson Kristín H. Thorarensen Sævar Freyr Þorvarðarson Guðríður Ingunn Kristjánsdóttir Elínbjörg Katrín Þorvarðardóttir Hinrik R. Haraldsson H. Árni Þorvarðarson Harpa Dögg Vífilsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, BO AKESSON Drapaveg 6, Lundi, Svíþjóð, andaðist á heimili sínu 8. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Freyja Thoroddsen Akesson Henrik Akesson Björn Akesson og Max Akesson 80 ára afmæli Edda Kristinsdóttir er áttræð í dag. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA BJÖRNS Skálanesgötu 5, Vopnafirði, lést þriðjudaginn 9. apríl og verður jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju þriðjudaginn 16. apríl kl. 14.00. Sigurbjörn Björnsson Unnur Margrét Sigurbjörnsdóttir Þorsteinn Sigurðsson Björn Heiðar Sigurbjörnsson Margrét Gunnarsdóttir Eygló Sigurbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS ÓLAFSSONAR Fagurgerði 5, Selfossi. Ólöf E. Árnadóttir Steingerður Jónsdóttir Örlygur Karlsson Ólafur Jónsson Skafti Jónsson Bente Nielsen barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför GUÐMUNDAR TÓMASAR MAGNÚSSONAR læknis, Strikinu 2, Garðabæ. Alfa Eyrún Ragnarsdóttir Jón Tómas Guðmundsson Linghao Yi Magnús Ragnar Guðmundsson Kristjana Kristinsdóttir Halldór Elías Guðmundsson Jenný Brynjarsdóttir Guðrún Laufey Guðmundsdóttir Þórir Benediktsson Eva Magnúsdóttir Tinna Magnúsdóttir Guðmundur Tómas Magnússon Jón Baldvin Magnússon Anna Laufey Halldórsdóttir Tómas Ingi Halldórsson Benedikt Þórisson Bjartur Þórisson Okkar hjartkæra, SIGRÍÐUR ÓSK GEIRSDÓTTIR Hátúni 12, Reykjavík, andaðist á Landspítala við Hringbraut miðvikudaginn 10. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Signý Þ. Óskarsdóttir Þorkell G. Geirsson Egill Þorkelsson Agnes Þorkelsdóttir Jón Eiríksson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÖRUNDUR JÓNSSON frá Smyrlabjörgum, lést á Hrafnistu 10. apríl. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 19. apríl klukkan 13.00. Anna Jónsdóttir Lucia Guðný Jörundsdóttir Sigurjón Valsson Steinunn Marta Friðriksdóttir Hrafnhildur Vala Friðriksdóttir Anna Kolbrá Friðriksdóttir „Ég ætla að halda upp á afmælið með góðri hjálp. Systur mínar, mamma og vinafólk mitt eru búin að gera plan um hver gerir hvað,“ segir Ágústa Dröfn um viðbúnað vegna fimmtugs afmælis. „Stelpan mín, tólf ára, hefur gaman af að baka og það kemur sér vel. Hún er listræn í sér og reyndar börnin mín bæði. Þau hafa það frá pabba sínum. Ég get ekki einu sinni teiknað Óla prik,“ bætir hún við glaðlega. Ágústa býr með börnunum sínum, tvítugum syni og tólf ára dóttur -já, og hundinum Fargó. Hún ólst upp í Vest- mannaeyjum og átti þar góða æsku þar til örlagaríkt kvöld haustið 1979 er hún lenti í mótorhjólaslysi. „Ég og kærast- inn vorum úti að hjóla með vinum okkar, hann missti vald á hjólinu og ég slengd- ist utan í kyrrstæðan bíl. Það uppgötv- aðist ekki fyrr en daginn eftir að ég væri hálsbrotin og mænan hefði skadd- ast. Ég lá meðvitundarlaus í mánuð og var á sjúkrahúsi í rúmt ár.“ Eftir slysið var allt breytt. „Það var ekki nóg með að fótunum væri kippt undan mér sextán ára, allt í einu átti ég enga vini utan fjölskyldunnar og þurfti að takast á við algerlega nýtt líf.“ Samband Ágústu og kærastans varði í tvö ár eftir slysið og hann fylgdi henni til Reykjavíkur þegar henni fannst orðið óbærilegt í Eyjum. „Við fengum bæði vinnu hjá Þýsk-íslenska þar sem ég var í fullu starfi í ellefu ár, eða þar til sonur minn fæddist 1992.“ Þarna var Ágústa komin með annan mann og eignaðist með honum tvö börn. „Hann fór líka. Þeir fara allir þessir karlar,“ segir hún og hlær. „Ég held þeir telji svo mikið mál að stunda kynlíf með hjólastólsbundinni konu.“ Ágústa er í hálfu starfi hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. En telur hún viðhorf samfélagsins gagn- vart fötluðum hafa breyst á þeim 34 árum sem liðin eru frá slysinu? „Þau hafa lagast en samt ekki nóg. Miðað við hvað þjóðfélagið er fámennt og allir þekkja alla finnst mér skrítið hvað fólk hefur mikla fordóma, stundum er eins og það þori varla að líta á mig. Líkam- lega fatlaðir hafa sömu þarfir og aðrir og margir sem nú eru fatlaðir voru það ekki í byrjun. Ég borga meira að segja skatta eins og fullgildur þegn þótt ég geti ekki notfært mér nærri allt sem þjóðfélagið býður upp á.“ gun@frettabladid.is Tókst á við nýtt líf Ágústa Dröfn Guðmundsdóttir skrifstofustúlka á fi mmtugsafmæli á morgun og fagnar því með ættingjum og vinum sem hafa staðið með henni í lífi nu. ÁGÚSTA DRÖFN „Allt í einu átti ég enga vini utan fjölskyldunnar,“ rifjar hún upp. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.