Fréttablaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 18
13. apríl 2013 LAUGARDAGUR EITTHVAÐ FYRIR ALLA Á Hönnunarsafninu í Garða- bæ stendur yfir sýning um sögu leirbrennslunnar Glits en gripir þeirra prýddu velflestar íslensk- ar stofur um árabil. Eftir að hafa dottið allrækilega út af tískurad- arnum hefur áhuginn á leirgripum Glits vaknað á ný undanfarin ár. Á sýningu Hönnunarsafnsins má sjá valda gripi úr sögu leirbrennslunn- ar sem stofnað var til af miklum listrænum metnaði. Sýningin ber heitið Innlit í Glit og þar má sjá muni frá árunum 1958 til 1973 úr sögu Leirbrennsl- unnar Glits. Glit var um margt langt á undan sinni samtíð og markar djúp spor í íslenskri leir- listarsögu, á tíma þegar íslensk- ur listiðnaður var í frumbernsku. Margir af okkar þekktustu lista- mönnum á 20. öld unnu hjá Gliti. Breytingar á áherslum og vilji til að auka framleiðslugetu og tæknivæða hana leiddi til þess að fyrirtækið breytti um gír og iðn- væddist og tók framleiðslan nýja stefnu úr lista- og hönnunarsögu Íslands inn í sjálfa iðnaðarsögu Íslands. Á morgun klukkan tvö mun Þóra Sigurbjörnsdóttir vera með almenna leiðsögn um sýninguna og um leið fjalla um hina sýninguna á Hönnunarsafninu, Nordic Design Today. Nordic Design Today kynn- ir úrval nýrrar norrænnar hönn- unar á tímum sem einkennast af leit að nýjum einkennum og leið- um. Hönnuðirnir eru Front, Harri Koskinen, Henrik Vibskov, Sigurd Bronger, Sigurður Gústafsson og Steinunn Sigurðardóttir. Alexandra Baldursdóttir gítarleikari Hundaklapp og fl eira Hundurinn minn kemur úr pössun um helgina og ég ætla að leika við hann daginn út og inn. Þá mun ég æfa með hljómsveitinni minni og spila svo á tónleikum á Ellefunni í kvöld. Sunnudagurinn fer svo í meira hundakúr, innlit í raunveruleikann og kaffidrykkju áður en ég strunsa inn í vikunna. „Ég er að fjalla um heillandi við- fangsefni, ástina og dauðann og það er, held ég, meiri fegurð í þessu verki en þeim sem ég hef gert áður,“ segir Sigtryggur Magna- son leikskáld um nýjasta verk sitt, Nú er himneska sumarið komið. Umfjöllunarefnið er ást langömmu hans og langafa sem náði út yfir gröf og dauða. Hún lést úr berkl- um 28 ára að aldri en nokkru eftir andlát hennar byrjaði hönd hans að hreyfast og skrifa, þar sem hann sat við borð og fyrstu orðin voru ástarorð til hans að handan. „Þetta er svo stór saga í eðli sínu að ég vissi ekki hvernig ég ætti að finna henni farveg. Sumir mundu segja: Þetta er kvikmynd. Aðrir: Þetta er skáldsaga – en flestar mínar hugmyndir leita í leikhús. Það tók mig hins vegar talsverðan tíma að fjarlægja mig sögunni og búa til listaverk úr henni,“ segir Sig tryggur. Hann ólst upp í húsi langafa síns og langömmu í Reykja- hverfi í Suður-Þingeyjarsýslu og því er hann ánægður með að fá að sýna leikritið í Dillonshúsi sem til- heyri gömlum tíma. „Það er ein- hver eilífð á þessum stað sem pass- ar akkúrat verkinu. Í því er ung kona sem flýr erfiðleikana í sínu ástalífi í þá kyrrstöðu sem ríkir hjá afa hennar. Hann hefur einangrað sig og hún ekki hitt hann í tuttugu og tvö ár.“ Þetta er fimmta leikverk Sig- tryggs og hann hefur áður sýnt á óhefðbundnum stöðum, til dæmis heima hjá sér og á strippklúbbi. „Það sem er gaman við að sýna á skrítnum stöðum er að þá fær maður svo hugrakka áhorfendur,“ segir hann. „Það er jú visst öryggi í því að setjast í sitt númeraða sæti í leikhúsi en þegar fólk er í svona mikilli nálægð við leikarana er það ekki bara að taka inn verkið sjálft heldur miklu meira og mörk leiks og veruleika verða óljós.“ Hann reiknar með að um þrjátíu áhorf- endur rúmist í stofunni í Dillons- húsi og hlær þegar því er slegið fram að þá standi sýningar í nokk- ur ár. „Það fer eftir hvernig geng- ur. Við stefnum á sex sýningar núna á einni viku.“ Leikstjóri verksins er Una Þor- leifsdóttir og með hlutverkin fara Hjalti Rögnvaldsson og Svan- dís Dóra Einarsdóttir, sambýlis- kona Sigtryggs. Búningar eru eftir Agnieszku Baranowsku og höfundur inn ber lof á allt þetta fólk. Nú er himneska sumarið komið tekur um það bil eina og hálfa klukkustund í sýningu. Miðapant- anir eru á himneska@gmail.com og upplýsingar eru á facebook.com/ himneska. Fjallar um ást og dauða Nú er himneska sumarið komið, nýtt leikrit eftir Sigtrygg Magnason, verður frumsýnt í Dillonshúsi í Árbæjarsafni í kvöld klukkan 20. Verkið er byggt á ástarsögu langafa og langömmu höfundarins. VIÐ DILLONSHÚS „Það er einhver eilífð á þessum stað sem passar akkúrat verkinu,“ segir Sigtryggur, sem hér er ásamt sambýliskonu sinni og aðalleikkonu verksins, Svandísi Dóru. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Halla Margrét Jóhannes- dóttir leikkona Skrifa ljóð í bústað Um helgina ætla ég í sumar- bústað og kannski kemur einhver skrifsystir með mér. Ég er allavega að fara í bústað til þess að skrifa, því ég er að leggja lokahönd á handrit að ljóðabók sem kemur út á sumarsólstöðum. Elías Karl Guðmundsson laganemi Fastur í bókunum Það styttist í hið árlega „showdown“ sem kallast vorpróf svo ég verð líklega fastur í bókunum. Kannski tek ég samt smá hlé og spila NBA 2k13 eða bý mig undir nýju Arrested Development- seríuna. Allt opið samt. Áslaug Arna Sigurbjörnsd., formaður Heimdallar Kíkir á Kvennatöltið Um helgina ætla ég að reyna lesa lögfræðibækurnar, sem hafa setið á hakanum í baráttunni en ég er í fram- boði fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Þá ætla ég að kíkja á Kvennatöltið og fá mér sushi og hvítvín með vinkonum. KUNNUGLEGIR GRIPIR Vasarnir frá Glit eru til á mörgum íslenskum heimilum. Menning Þeir sem eiga gamla silfur- gripi í fórum sínum geta mætt með þá í Þjóðminjasafnið milli klukkan 14 og 16 á morgun og fengið þá greinda af sérfræðingum safnsins. Greiningin er ókeypis en fólk er beðið að taka númer í afgreiðslu safnsins. Eigendur taka að sjálfsögðu gripina með sér aftur að greiningu og myndatöku lokinni en greiningin snýst um aldur, efni og uppruna gripanna en ekki verðgildi þeirra. Greiningardagur í Þjóðminjasafni Silfrið á safn Fjölskylda Sjósundskeppni, vita- smiðja, rannsóknarsetur sjávardýra, lifandi tónlist, svipmyndir frá fyrsta vitaverði Gróttu, vöfflukaffi, vitaskoð- un og fleira spennandi verður í boði á árlegum Fjölskyldudegi í Gróttu í dag. Gróttudagurinn hefur unnið sér fastan sess í lífi Seltirninga, en á síðasta ári var metaðsókn í eyjuna. Dagskráin hefst klukkan 13 og opið verður fyrir fótgangandi út í Gróttu frá klukkan 12.10-16.10. Björgunarsveitin Ársæll verður á staðnum til að ferja þá sem ekki treysta sér til að ganga yfir eiðið. Fjölskyldudagur í Gróttu Vöffl ukaffi og vitaskoðun Tónlist Elektra Ensemble fær þau Katie Buckley hörpuleikara og Frank Aarnink slagverksleikara í Duo Harpverk í heimsókn á síðustu tónleikum vetrarins á Kjarvalsstöðum annað kvöld klukkan 20. Saman flytja þau nýlega og spennandi tónlist m.a. eftir nígeríska tónskáldið Ayo Oluranti, Japanann Toru Takemitsu og Grammy- verðlaunahafann Jennifer Higdon. Þau flytja jafnframt verk sem samin hafa verið sérstaklega fyrir þessa tónleika eftir Oliver Kentish, Ásbjörgu Jóns- dóttur, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur og Gísla Magnússon. Tónleikar á Kjarvalsstöðum Nígerísk tónlist á tónleikum Leirbrennsla með listrænan metnað Munir frá leirbrennslunni Glit prýddu stofur landans um árabil og nú eru þeir komnir á hönnunarsafn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.