Fréttablaðið - 13.04.2013, Síða 92
13. apríl 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 52MENNING
„Það var ótrúlega auðvelt að finna
fuglaverk eftir íslenska lista-
menn. Það eru 39 listamenn sem
eiga verk á þessari sýningu, ég
hefði hæglega getað haft þá tvö-
falt fleiri,“ segir Þórunn Elísabet
Sveinsdóttir, sýningarstjóri sýn-
ingarinnar Fuglar – listin að vera
fleygur sem verður opnuð í Gerðu-
bergi í dag. Sýningin leggur undir
sig öll fjögur sýningarrými Gerðu-
bergs og á henni má sjá fugla í
öllum birtingarmyndum „eins og
maður inn sér þá,“ segir Þórunn.
„Þeir eru fiðraðir, tálgaðir, teikn-
aðir, glerjaðir, málaðir, myndaðir,
mótaðir og talaðir á flug. Fuglar á
ljósmynd og fuglar í lifandi mynd.“
Þórunn segir að henni hafi strax
dottið einhverjir listamenn í hug
og svo hafi eitt leitt af öðru. „Ég
fékk ábendingar, áhugaverð verk
fóru að rifjast upp fyrir fólki
þegar það heyrði af sýningunni.“
Þess má geta að boðið verður
upp á leiðsögn um sýninguna og
smiðju í gerð fuglahúsa fyrir börn
og fjölskyldur þeirra á Barna-
menningarhátíð í Reykjavík
sunnudaginn 28. apríl. Á sýning-
artímabilinu verða auk þess ýmsir
viðburðir sem tengjast efninu.
Sýningin stendur til 21. júní og
er opið virka daga frá kl. 10-17 og
um helgar frá 13-16.
sigridur@frettabladid.is
Fuglar í öllum myndum
Sýningin Fuglar– listin að vera fl eygur verður opnuð í Gerðubergi í dag. Þórunn
Elísabet Sveinsdóttir sýningarstjóri segir fugla íslenskum listamönnum hugleik-
FUGL Finnbogi Pétursson er höfundur þessara verks.
RJÚPA OG FÁLKI Verkið eftir Söru Riel er að finna á sýningunni í Gerðubergi sem verður opnuð í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Fjölbreyttur hópur listamanna á verk á sýningunni Fuglar: Aðalheiður
Eysteinsdóttir, Benedikt Gröndal, Birgir Andrésson, Bjarni Massi, Björn
Björnsson, Björn Ingvarsson, Bragi Ásgeirsson, Brynhildur Þorgeirsdóttir,
Brynja Davíðsdóttir, Finnbogi Pétursson, Frosti Friðriksson, Guðmundur
frá Miðdal, Guðmundur Páll Ólafsson, Hafþór Ragnar Þórhallsson, Helgi
Þorgils Friðjónsson, Helgi Þórsson, Hulda Hákon, Ilmur Stefánsdóttir,
Ísleifur Jónsson, Jarþrúður Karlsdóttir, Jón Baldur Hlíðberg, Jón Karlsson,
Jón Óskar, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Magnús Kjartansson, Magnús
Pálsson, Ómar Óskarsson, Páll Steingrímsson, Pétur Magnússon, Sara
Gunnarsdóttir, Sara Riel, Signý Kolbeinsdóttir, Steingrímur Eyfjörð,
Svana Lovísa Kristjánsdóttir, Svava Björnsdóttir, Tumi Magnússon, Vera
Sölvadóttir, Þórarinn Eldjárn og Þórdís Alda Sigurðardóttir eru nöfn þeirra
í stafrófsröð.
26 karlar og 13 konur fást við fugla
Skyrtur frá 3.990 kr.
Kjólar frá 4.990 kr.
Leggings frá 1.990 kr.
gallbuxur frá 5.990 kr.
sundbolir frá 3.990 kr.
Lukkuleikur með flottum vinningum og léttar veitingar í boði.