Fréttablaðið - 13.04.2013, Side 43

Fréttablaðið - 13.04.2013, Side 43
 | FÓLK | 3HEIMILI Það er staðreynd að litaval og klæðnaður getur skipt miklu máli þegar fólk kemur fram í sjón- varpi. Arnar Gauti Sverrisson, tískuráð- gjafi og stílisti, hefur langa reynslu úr tískuheiminum. Hann var spurður hvað honum fyndist um klæðaburð frambjóð- enda til alþingiskosninganna sem komu fram í umræðuþætti RÚV í vikunni. „Það er greinilegt að formenn flokkanna eru að spila þetta mjög öruggt, hvað varðar fatavalið,“ svarar Arnar. „Það er kannski ekkert skrítið þar sem þetta er form- legur þáttur og frambjóðendur greini- lega ekki fyrir að taka mikla áhættu. Mér fannst þó einn herramaður áberandi vel til hafður en það var Bjarni Benedikts- son. Þótt hann sé í svörtum fötum og hvítri skyrtu með svart bindi, og hinir herramennirnir allir líka dökkklæddir, þá er það oft þannig að það er sniðið á fötunum og fasið sem lætur menn bera fötin vel,“ segir Arnar enn fremur. DÖKKIR LITIR „Upp til hópa eru allir formennirnir allt- of dökkt klæddir að mínu mati, en sumir eru frjálslegri með fráhneppta skyrtu. Það hefði verið gaman að sjá kvenkyns frambjóðendurna fara í liti í staðinn fyrir svart en með því hefðu þær frekar getað látið ljós sitt skína, þær hefðu alla vega fengið meiri athygli sjónvarpsáhorf- enda,“ segir Arnar og bætir við: „Yfir heildina litið er eins og formennirnir séu að fara í jarðarför.“ Arnar segir að stjórnmálamenn ættu að hugsa um þessa hluti og leita sér aðstoðar við fataval. „Þetta er stór hluti af ímyndinni bæði fyrir frambjóðendur og flokka. Þegar fólk er allt í einu komið í sviðsljósið er þetta hluti af því að koma fram. Ekki skiptir máli hvort herr- arnir séu með bindi, slaufu eða bindis- lausir heldur er það persónuleikinn sem ræður.“ Þegar Arnar var spurður hvort bindið ætti að vera í stíl við þann lit sem flokkurinn notar, svarar hann: „Það er nú pínu klént. Menn þurfa að hugsa út í heildarútlitið, hárið, jafnt sem annað.“ Enginn frambjóðandi hefur enn leitað til Arnars með ósk um aðstoð. MÁTTUR LITANNA Þegar forsetakosningar stóðu yfir í Bandaríkjunum í haust var mikið rætt um klæðaburð og liti frambjóðenda. Tískulöggur sögðu álit sitt í blöðum og á það var bent að ákveðnir litir hefðu sál- fræðilegt gildi og áhrif á hugsun manna. Það sé þess vegna engin tilviljun að mörg veitingahús noti liti í umhverfinu og íþróttafélög velta fyrir sér boðskap litanna í kappleikjum. Oft er talað um „græna herbergið“ um íverustað þeirra sem bíða eftir að komast inn í sjón- varpssal. Herbergið nefnist svo vegna þess að græni liturinn hefur róandi áhrif. Blár litur þykir þó vinsæll í ýmiss konar markaðsherferðir þar sem hann táknar völd. Þegar frambjóðendur birt- ast í ljósbláum skyrtum með ermarnar brettar upp eru þeir að skírskota til hins almenna borgara. Dökkur grár litur er merki um íhaldssemi en ljósari grár litur er tákn um félagsleg tengsl viðkomandi. Rautt er hins vegar litur þess sem vill vera árásargjarn eða reiður. Brúnn litur getur þýtt að viðkomandi sé jarðbund- inn. Fjólublár er hins vegar tengdur trúarbrögðum, kóngafólki og lúxus og þykir þess vegna ekki heppilegur. ■ elin@365.is KOSNINGAFUNDUR EINS OG JARÐARFÖR ENGIN LITAGLEÐI Frambjóðendur til alþingiskosninga eru að selja ímynd sína og þess vegna þarf að vanda vel framsetningu orðs en ekki síður framkomu, látbragð og klæðaburð. JARÐARFÖR? Frá vinstri: Þórður Björn Sig- urðsson frá Dögun, Jón Þór Ólafsson frá Pírötum, Guðmundur Steingríms- son frá Bjartri framtíð, Bjarni Benediktsson frá Sjálfstæðisflokki, Sigurjón Haraldsson frá Hægri grænum, Sigurbjörn Svavarsson frá Flokki heimilanna, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson frá Framsóknarflokki, Jón Bjarnason frá Regnboga- flokki, Katrín Jakobs- dóttir frá Vinstri grænum, Katrín Júlíusdóttir frá Samfylkingu og Örn Bárður Jónsson frá Lýðræðisflokki auk frétta- manna RÚV. SKIPTIR MÁLI Arnar Gauti segir að það skipti miklu máli hvernig klæðaburður frambjóðend- anna er í sjónvarpssal. EUROBANDIÐ LAUGARDAGURINN 13. APRÍL Á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.