Fréttablaðið - 13.04.2013, Side 6

Fréttablaðið - 13.04.2013, Side 6
13. apríl 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 ÞARFT ÞÚ AÐSTOÐ VEGNA SKULDAVANDA? Leitaðu til sérfræðinga. Sævar Þór Jónsson, hdl sérhæfir sig í að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum í skuldavanda, hafðu samband. www.logsund.is • Heitir bakstrar • Djúpnudd • Teygjur fyrir mjóbaksverki og vöðvabólgu Sími 691 0381 • Geymið auglýsinguna Er bakið að fara með þig! Loppa er brúndoppótt bengallæða með græn augu, stór eyru og langt skott og líkist tígrisdýri. Hún hvarf úr Grænumýri á Seltjarnarnesi aðfaranótt 4. apríl. Hún var með rauða ól og er örmerkt, ekki eyrnamerkt. Gæti hafa týnt ólinni. Biðjum fólk að athuga í geymslum, bílskúrum og ruslageymslum. Sími 659-9910, 692-1607, 551-1761. Góð fundarlaun. Týnd kisa – fundarlaun! SÆVAR CIECIELSKI segir sögu sína in byggir á fangelsis-Bók pappírum Sævars Ciecielskis. Æska og unglingsár Sævars. A ragandi Guðmundarðd - og Geirfinnsmála. Gæsluvarðhaldið. Dramatísk frásögn af einu frægasta sakamáli Íslandssögunnar. SKRUDDA LÖGREGLUMÁL Ríkissaksóknari rannsakar enn hvort rétt sé, og þá hvers vegna, sérstakur saksóknari hafi ekki eytt upptökum af sam- tölum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, við verjanda sinn. Verjandinn, Hörður Felix Harðar son, kærði málið til ríkis- saksóknara 11. mars síðastliðinn. Gestur Jónsson og Ragnar Hall, verjendur tveggja annarra sak- borninga í Al Thani-málinu svo- kallaða, Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar, vöktu athygli á kærunni á blaðamannafundi sínum á mánudaginn var og létu fréttamönnum í té afrit af henni. Á fundinum sögðu tvímenning- arnir, sem nú hafa sagt sig frá Al Thani-málinu þrátt fyrir synjun dómarans þar um, að ekkert hefði heyrst frá Ríkissaksóknara í kjöl- far kærunnar. Sigríður Friðjóns- dóttir ríkissaksóknari segir hins vegar í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að málið sé enn til rannsóknar. Ólafur Þór Hauksson, sér stakur saksóknari, hefur ekki viljað tjá sig um málið við Frétta blaðið, og bent á að Al Thani-málið sé enn fyrir dómi og að á því stigi sé ekki rétt að ræða þessi mál í fjöl- miðlum. Sagt var frá því í febrúarlok að verjendur óttuðust margir að sím- töl þeirra við skjólstæðinga sína væru hleruð. Sá ótti byggði á svari innanríkisráðherra við fyrir spurn á Alþingi um símhleranir. Ráð- herrann leitaði upplýsinga hjá Ríkis saksóknara, sem hefur eftirlit með símhlerunum. Hann sagði að í sakamálalögum væri kveðið á um að „eyða skuli þegar í stað gögn- um sem hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakbornings við verjanda sinn“. stigur@frettabladid.is Símhleranir sérstaks enn til rannsóknar Sérstakur saksóknari eyddi ekki upptökum af símtölum Hreiðars Más Sigurðssonar og verjanda hans. Þetta fullyrðir verjandinn í kæru til Ríkissaksóknara, sem rann- sakar málið. Lög segja að eyða skuli upptökum af slíkum samtölum þegar í stað. Fram kom á blaðamannafundi verjendanna á mánudag að sérstakur saksóknari hefði fyrir mistök hlerað síma vörubílstjóra á Akureyri mánuðum saman þegar ætl- unin var að hlera Ólaf Ólafsson, fyrrverandi aðaleiganda Kaupþings. Maðurinn tengdist málinu ekki neitt og heitir ekki einu sinni Ólafur. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær. Þar kom fram að um mistök símafyrirtækis hefði verið að ræða, en þau sjá um tæknilega framkvæmd símhlerana. Símtölin séu ekki meðal málsgagna og hafi engin áhrif haft á málið. Kolrangur maður hleraður ÓSÁTTIR Hreiðar Már Sigurðsson og lögmaður hans, Hörður Felix Harðarson, eru ekki ánægðir með að símtöl þeirra á milli hafi verið að finna á meðal upptekinna símtala sem þeir fengu að hlýða á í húsakynnum saksóknara. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ellefu listar bjóða fram til Al- þingis í öllum kjördæmum í kom- andi þingkosningum. Alls verða fimmtán listar í boði, en listi Sturlu Jónssonar, Landsbyggðar- flokkurinn og Alþýðufylkingin bjóða allir fram í einu kjördæmi og Húmanista flokkurinn í tveimur. Frestur til að skila inn fram- boðslistum rann út á hádegi í gær. Framboðin sem bjóða fram á landsvísu þurftu að skila inn yfir tvö þúsund meðmælendum fyrir framboðslista sína. Farið verður yfir nöfnin og þau keyrð saman við Þjóðskrá Íslands. Einnig verða nöfn meðmælenda samkeyrð milli framboðslista, þar sem ekki er leyfilegt að skrifa undir hjá fleiri en einu framboði. Endanlegur úrskurður um lög- mæti framboðanna verður tekinn af landskjörstjórn, sem fundar á morgun. Nokkrir einstaklingar hyggjast bjóða fram sjálfstætt í einstaka kjördæmum. Afstaða til þeirra framboða verður einnig tekin af landskjörstjórn. - mlþ Frestur til að skila framboðum runninn út og ellefu listar í öllum kjördæmum: 15 listar í framboði til Alþingis Nokkrum yfirkjörstjórnanna bárust allt að fimm beiðnir um einstaklingsframboð, framboð utan flokka. Afstaða til þeirra framboða verður tekin fyrir hjá Landskjörstjórn í dag. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins ber kosningalögum ekki saman við stjórnarskrá. Athygli vekur að listi Sturlu Jónssonar býður fram í einu kjör- dæmi á meðan Sturla Jónsson hyggst bjóða fram í öðrum kjördæmum sem einstaklingur. Sjaldgæft er að einstaklingar fari fram á að fá að bjóða fram utan flokka. ➜ Einstaklingar bjóða sjaldan fram UTANKJÖRFUNDUR Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla fer fram í Laugardals- höll frá og með 15. apríl og fram að kosningadegi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 2013 STJÓRNMÁL H a n na Bi r na Kristjáns dóttir, vara formaður Sjálfstæðisf lokksins, segir það alfarið ákvörðun Bjarna Benedikts sonar hvort hann haldi áfram sem formaður flokksins. Bjarni sagðist í viðtali á RÚV í fyrrakvöld vera að íhuga stöðu sína sem formaður vegna vondrar stöðu flokksins í könnunum. Bjarni fundaði með Hönnu Birnu í gær og hún segir það hafa verið venjubundinn fund þar sem kosningabaráttan og staða flokks- ins hafi verið til umræðu. En hvatti hún hann til að halda áfram? „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé alfarið hans ákvörð- un. Hann verður að fá rými til að ákveða þetta með sjálfum sér. Ég tel hins vegar ekki mjög farsælt að skipta um formann á svona við- kvæmum tímapunkti rétt fyrir kosningar nema þá aðeins að um það væri mjög víðtæk sátt innan flokksins.“ Bjarni lýsti því í viðtalinu hvernig „ákveðin öfl“ innan Sjálf- stæðisflokksins ynnu gegn honum og nefndi sérstaklega stuðnings- fólk Hönnu Birnu og könnun Við- skiptablaðsins um stuðning við Sjálfstæðsiflokkinn ef Hanna Birna mundi leiða hann. „Ég hef hvergi nálægt þessu komið og veit ekki hvaða öfl menn eru að tala um og vísa til,“ segir Hanna Birna. „Þróunin á fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar verið með þeim hætti að það ekkert óeðlilegt að fjölmiðlar, hverjir sem þeir eru, spyrji spurn- inga um hver ástæðan er fyrir því.“ - sh Hanna Birna Kristjánsdóttir vill ekki skipta um formann án víðtækrar sáttar: Alfarið ákvörðun Bjarna sjálfs BJARNI BENEDIKTSSON HANNA BIRNA KRISTJÁNS- DÓTTIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.