Fréttablaðið - 18.04.2013, Side 10

Fréttablaðið - 18.04.2013, Side 10
Söngvarinn góðkunni Vilhjálmur Vilhjálmsson varar litla drenginn, í samnefndu lagi, við því að færast ekki í fang svo mikið að festu hans brotni tré. Segja má að Samfylking og Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð hefðu mátt hafa þau varnaðar- orð í huga þegar flokkarnir settust í ríkisstjórn árið 2009. Metnaðar- fullar hugmyndir voru uppi um að gjörbreyta samfélaginu og hreinn meirihluti vinstriflokkanna var talinn marka vatnaskil í íslenskum stjórn málum. Þeirra sér ekki stað nú. Tímamót boðuð „Tímamótin sem Ísland er að fara í gegnum eru margvísleg: pólitísk, söguleg, efnahagsleg og auðvitað ekki síst, hugmyndafræðileg.“ Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon á landsfundi Vinstri grænna í mars 2009. Flokkurinn sat þá í minni- hlutastjórn með Samfylking unni og stuðningi Framsóknar flokksins og skoðanakannanir sýndu að ástæða var til bjartsýni fyrir flokkinn. Jóhanna Sigurðardóttir var kjör- in formaður Samfylkingarinnar í mars 2009 og sagði við það tæki- færi að upp væru að renna nýir tímar, nýrra tækifæra, jafnaðar og réttlætis. Það var heldur ekki tjaldað til einnar nætur í samstarfs- yfirlýsingu nýrrar ríkis stjórnar. Þar segir að meirihluti kjósenda hafi veitt jafnaðarmönnum og félagshyggjufólki skýrt umboð til að leiða til öndvegis „ný gildi jafn- aðar, félagslegs réttlætis, sam- hjálpar, sjálfbærrar þróunar, kven- frelsis, siðbótar og lýðræðis.“ Rúmlega fangfylli Kosningabaráttan 2009 bar það reyndar með sér að flokkarnir lögðu fyrst og fremst áherslu á efnahagsmál og hvernig ætti að vinna á gríðarlegum halla ríkis- sjóðs sem hrunið hafði skapað. Stefnuyfirlýsingin bar það hins vegar með sér að sem flestum steinum ætti að velta við. Taka átti á efnahagsvandanum, í bráð og lengd, skuldavanda heimila og fyrirtækja, skapa atvinnu, tryggja velferð til framtíðar, auka menntun, sækja fram í öllum lands hlutum, gjörbreyta fiskveiðistjórnunar- kerfinu, efla náttúruvernd, auka lýðræði og mannréttindi, breyta stjórn kerfinu og sækja um aðild að Evrópu sambandinu. Gagnrýnendum fannst ríkis- stjórnin færast of mikið í fang, talað var um að hún festi sig í smærri málum en gleymdi þeim stóru. Hvað sem í því er hæft er það í það minnsta skilningur margra stuðningsmanna stjórnarflokkanna, bæði fyrrverandi og núverandi. Samanlagt fylgi stjórnarflokk- anna, sem var yfir fimmtíu prósent- um í síðustu könnunum, er nú komið niður fyrir tuttugu prósent. Kvarnast í sundur Gunnar Helgi Kristinsson stjórn- málafræðingur segir ljóst að gríðar leg vinstrisveifla hafi orðið í kjölfar hrunsins. Flokkarnir tveir, sem hafi frekar haft væntingar um samanlagt fylgi upp á 35 til 40 prósent, hafi fengið meirihluta atkvæða og þingsæta. „Þessi sveifla er að verulegu leyti gengin til baka, en þó með nokkuð sérkennilegum hætti. Vissulega hefur verið straumur frá Vinstri grænum og Samfylkingu til Framsóknarflokksins. Eigin- lega eru stjórnarflokkarnir frekar að kvarnast í sundur. Þeir eru að missa fylgi til Pírata og Bjartrar framtíðar og almennt séð til litlu flokkanna. Þótt það sé ekki mikið til hvers og eins skiptir það máli.“ Gunnar Helgi segir þetta ekki eiga við um Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokk. Það sé ekki síður liður í gæfuleysi stjórnarflokkanna að það sé upplausn í þeirra liði. „Þá má segja að stjórnin hefði átt að fókusa betur og færast minna í fang. Það er ekki endilega tíminn til að gjörbreyta samfélaginu þegar þú þarft að vera að skera verulega mikið niður.“ Evrópsk þróun Silja Bára Ómarsdóttir stjórn- málafræðingur segir vandamál stjórnar flokkanna að hluta til ímyndartengd, illa takist að auglýsa verkin. Hins vegar hafi það gerst víða í Evrópu í kjölfar efnahags- kreppunnar að stjórnarandstaðan hafi fengið völdin í kjölfar kosn- inga. „Þetta var ekki endilega uppgjör við hugmyndafræði, frekar það að sitjandi ríkisstjórnum var refsað og andstöðunni fengin völdin. Það var eðlilegt að fylgið flyttist til vinstri í kjöl- far hrunsins og verkefni stjórnar flokkanna var að halda því. Þeim hefur ekki tekist að halda trúverðug- leikanum og trausti fólks- ins.“ Uppþornuð vatnaskil Fyrsta hreina vinstristjórnin var álitin marka mikil tímamót í íslenskri stjórn- málasögu. Forystumenn hennar ætluðu sér að gjörbreyta samfélaginu en færðust kannski full mikið í fang. Efnahagsmálin urðu aðalatriðið í kjölfar hrunsins. 2013 Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is % Eigin- lega eru stjórnarflokk- arnir frekar að kvarnast í sundur. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur Þetta var ekki endilega uppgjör við hugmynda- fræði, frekar það að sitjandi ríkisstjórnum var refsað og andstöðunni fengin völdin. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur NISSAN QASHQAI+2 SE 7manna Nýskr. 06/11, ekinn 34 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.590 þús. Rnr.151561. LAND ROVER FREELANDER 2S Nýskr. 07/08, ekinn 88 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.980 þús. Rnr.190738, Frábært úrval af notuðum bílum á frábæru verði Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is BMW 525Xi (4wd-xDrive) Nýskr. 03/08, ekinn 76 þús. km. bensín, sjálfskiptur. Rnr.270243 NISSAN PATROL LE Nýskr. 07/08, ekinn 83 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 5.290 þús. Rnr.151683. SUBARU FORESTER VISION Nýskr. 04/11, ekinn 48 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.290 þús. Rnr.280506. TOYOTA PRIUS HYBRID EXE Nýskr. 05/08, ekinn 43 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.890 þús. Rnr.270225. VW POLO TRENDLINE Nýskr. 02/13, ekinn 1 þús. km. dísil, beinskiptur. Verð kr. 2.990 VERÐ kr. 2.690 þús. Rnr.190853. BMW glæsibifreið kr. 5.890 þús. Gerðu frábær kauphjá Bílalandi BL Gott úrval af 4x4 bílum Tökum notaðan uppí notaðan! Erum í samningsstuði! | FRÉTTASKÝRING | 18. apríl 2013 FIMMTUDAGUR10 Kosningar 25. apríl 2009 35 30 25 20 15 10 5 0 2009 2010 2011 2012 2013 19,2% 7,3% Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins og Stöðvar 2 33,0% 29,8% 21,7% Gunnar Helgi segir að sé fylgi stjórnmálaflokka skoðað yfir langan tíma sjáist miklar breytingar. „Það eru nokkrir hlutir sem eru í gangi. Eitt er langtímaþróun fylgis. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru til lengri tíma að tapa fylgi. Ef maður leggur saman fylgi þeirra, þá er tilhneigingin mjög sláandi, ef þú tekur tímabilið frá 1931. Það er eitt ferlið sem er í gangi. Þetta á sér rætur í þjóð- félagsbreytingum,“ segir Gunnar Helgi, og vísar þar meðal annars til breyttrar stöðu kvenna og flutninga úr dreifbýli í þéttbýli. Ekki er óvarlegt að ætla að bið verði á því að tveir vinstriflokkar nái aftur hreinum meirihluta hér á landi, ef það verður nokkurn tíma. Fylgistölur Sam- fylkingarinnar gefa flokksmönnum tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu flokksins sem annars af tveimur stóru flokkunum. Mikið þarf að breytast til að hún haldist. Fylgi Vinstri grænna hefur sveiflast meira í gegnum tíðina og ólíklegt er að sá flokkur fari aftur yfir 20 prósentin. Það getur hins vegar ekki verið ásættanlegur árangur að þurfa að senda út herkvaðningu til stuðnings manna, tæpum tveimur vikum fyrir kosningar, þar sem hætta sé á að flokkurinn þurrkist af þingi. Hvað sem langtímaþróun líður bíður nýju formannanna Árna Páls og Katrínar ærið verkefni og þau bera sem formenn ábyrgð á úrslitum kosninganna. Langtímabreytingar á fylginu 21,7%

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.