Fréttablaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 18. apríl 2013 | FRÉTTIR | 11 landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Fundur um hlutabréf verður haldinn á Reykjavík Natura Hotel, í dag, 18. apríl kl. 17.15 – 19.00. Farið verður yfir stöðuna á hlutabréfamarkaðnum og forstjóri TM kynnir fyrirtækið sem fjárfestingakost. Innlend hlutabréf hafa hækkað töluvert á síðustu mánuðum. Skráðum félögum ölgar og Lands- bankinn finnur fyrir auknum áhuga viðskiptavina á hlutabréfum. En hvað felst í því að árfesta í hluta- bréfum? Við tökum stöðuna á hlutabréfamarkaðnum á ármálakvöldi á fimmtudegi. Dagskrá:  Hlutabréf í sögulegu samhengi – Sigurður B. Stefánsson, sjóðstjóri hjá Eignastýringu Landsbankans og formaður árfestingaráðs  Uppbygging íslenska hlutabréfamarkaðarins og kostir sjóða – Sigþór Jónsson, framkvæmda- stjóri Landsbréfa  TM sem árfestingakostur – Sigurður Viðarsson, forstjóri TM Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans, stýrir fundinum. Fundurinn er öllum opinn, boðið verður upp á léttar veitingar. Skráning og nánari upplýsingar á landsbankinn.is og í síma 410 4000. Fimmtudagskvöld eru ármálakvöld Eru innlend hlutabréf áhugaverður kostur? HAFNARFJÖRÐUR Bæjarstjóri Hafnarfjarðar heimsótti í dag 27 þúsundasta Hafnfirðinginn, stúlkubarn sem fæddist þann 20. mars. Foreldrar barnsins eru þau Vala Magnúsdóttir og Eiríkur Haraldsson. Guðrún Ágústa Guðmunds- dóttir bæjarstjóri færði foreldr- unum og barninu gjafir í tilefni áfangans. Að sögn viðstaddra var litla stúlkan hin rólegasta yfir umstanginu. „Þar sem hún hefur ekki enn fengið nafn stakk ég auðvitað að þeim nokkrum nöfnum sem tengjast sögu bæjarins en það á allt eftir að koma í ljós hvaða nafn þessi fallega stelpa fær,“ sagði Guðrún Ágústa. - mlþ Hafnfirðingar 27 þúsund: Bæjarstjóri færði barni gjöf TÍMAMÓT Dóttir þeirra Eiríks Haralds- sonar og Völu Magnúsdóttur var 27 þúsundasti Hafnfirðingurinn. FASTEIGNAMARKAÐUR Vísitala húsaleigu á höfuðborgar svæðinu hækkaði um 0,7% frá febrúar til mars, að því er fram kemur í tölum Þjóðskrár Íslands. Þar segir jafnframt að vísi- talan hafi hækkað um 3,7% síðustu þrjá mánuði og 9,1% síðustu tólf mánuði. Vísitalan hefur hækkað um 22,5% frá upp- hafi, í janúar 2011. Vísitalan sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs og eru tölurnar unnar upp úr leigusamningum sem var þing- lýst í mars. - þj Húsaleigumarkaðurinn: Leiga hækkaði um 0,7% í mars FÓLK Landsmönnum fjölgaði um 1.040 á fyrsta ársfjórðungi, samkvæmt nýjustu tölum Hag- stofunnar. Alls fluttu 1.500 manns til landsins á ársfjórðungnum og 980 fluttust af landi brott. Flestir íslenskir ríkisborgarar fluttu til Noregs, þangað fluttu 220 manns af 580 alls. Aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu flestir frá Danmörku, eða 240 manns. Erlendir ríkisborgarar sem fluttust frá landinu voru 400 og fóru flestir til Póllands eða 80 manns. Pólland er einnig uppruna land flestra erlendra ríkis borgara sem hingað komu, 300 manns af öllum 890 erlendu innflytjendunum. - mlþ Íslendingum fjölgar enn: 300 Pólverjar fluttu hingað Hjónabönd sam- kynhneigðra leyfð 1NÝJA-SJÁLAND, AP Samkyn-hneigðir munu á næstunni geta gengið í hjónaband í Nýja-Sjálandi. Lög þess efnis voru samþykkt í gær. Mikill meirihluti var fyrir breytingunum, 77 þingmenn voru þeim fylgjandi en 44 á móti. Bæði forsætisráðherrann og leiðtogi stjórnarandstöðunnar voru fylgjandi lagabreytingunum. Skoðanakannanir hafa sýnt að um 70 prósent íbúa landsins séu fylgjandi því að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband. Réttað vegna PIP- púða 2 FRAKKLAND Réttarhöld eru hafin í máli gegn fimm stjórn- endum fyrirtækisins sem framleiddi PIP-silíkonbrjóstapúða. Jean-Claude Mas, fyrrverandi for- stjóri, og samstarfsmenn hans eru ákærðir fyrir svik. Fyrirtækið notaði sem kunnugt er iðnaðarsilíkon og margir púðar sprungu eða rifnuðu. Ef stjórnendurnir verða sakfelldir gæti beðið þeirra allt að fimm ára fangelsisvist. Málið er talið eitt stærsta dómsmál í Frakklandi, enda eru yfir fimm þúsund konur skráðar sem stefnendur. 3 INDLAND Sextán manns særðust í öflugri sprengingu í Bangalore í Indlandi í gær. Sprengjan sprakk nálægt skrifstofum helsta stjórnar- andstöðuflokksins. HEIMURINN 1 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.