Fréttablaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 20
18. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 20 LUTABRÉFASJÓÐURINN** HEFUR TEKIÐ ÞÁTT Í TBOÐUM NÝRRA FÉLAGA Í KAUPHÖLL ÍSLANDS Síðasta ár var gjöfult á hlutabréfamarkaði. Fyrirhugaðar nýskráningar fyrirtækja í Kauphöll Íslands gefa fyrirheit um áframhaldandi endurreisn íslenska hlutabréfamarkaðarins. Fjárfesting í Hlutabréfasjóðnum er áhrifarík leið til þátttöku í hlutafjárútboðum og virkrar eignastýringu í íslenskum hlutabréfum. Nú getur þú tekið þátt í þeirri uppbyggingu í gegnum Hlutabréfasjóðinn sem hefur skilað hæstu ávöxtun allra íslenskra hlutabréfasjóða síðastliðin 1, 2 og 3 ár.* Nánari upplýsingar á www.vib.is Pantaðu viðtal við ráðgjafa í 440 4900 * Skv. sjodir.is 27. mars 2013 **Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Hafa ber í huga að eign í fjárfestingarsjóði getur bæði hækkað eða lækkað, allt eftir þróun á markaðsverði þeirra. Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Íslandssjóða, www.islandssjodir.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. E N N E M M / S ÍA / N M 5 7 4 7 5 Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is H ÚFRÁBÆR ÁVÖXTUN 32,1% hækkun síðustu 12 mánuði* Árleg ávöxtun sjóðsins 1 ár 32,1% 2 ár 22,1% 3 ár 22,1% 4 ár 28,0% 5 ár -23,0% Skv. sjodir.is 27. mars 2013 Meðal félaga sem sjóðurinn hefur fjárfest í eru: Icelandair, TM, Hagar, Eimskip, N1, EIK fasteignafélag, Reginn, Fjarskipti hf., Marel og Össur. Ávöxtun hjá Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins (LSR) var með besta móti í fyrra. Nafnávöxtun var 14,2 prósent. Að teknu tilliti til verðbólgu var ávöxtunin 9,1 prósent sem er umtalsvert yfir 3,5 prósenta ávöxtunarkröfu sjóðsins. Alls voru tekjur LSR af fjár- festingum 54,4 milljarðar króna í fyrra. Heildareignir sjóðsins voru því í lok ársins 436,6 milljarðar króna. „Undanfarin þrjú ár hafa eignir LSR aukist um 108,2 millj- arða króna. Það má að stærstum hluta rekja til ávöxtunar sjóðsins,“ segir á vef LSR. Um síðustu áramót voru 58,7 prósent eigna lífeyrissjóðsins í inn- lendum skuldabréfum, 4,9 prósent í innlendum hlutabréfum, 29,8 pró- sent í erlendum verðbréfum, 5,7 prósent í innlánum og 0,9 prósent í öðrum fjárfestingum. - mþl Góð ávöxtun í fyrra: LSR með 9,1% raunávöxtun Vísitala leiguverðs á höfuð- borgar svæðinu hækkaði um 0,7 prósent milli mánaða í mars. Vísitalan hefur hækkað ört síðustu misseri. Svo virtist sem hægst hefði á hækkunum í lok síðasta árs en nú hefur vísitalan tekið við sér á ný og hækkað um 3,7 prósent á þremur mánuðum. Það er Þjóðskrá sem birtir vísitöluna sem hefur verið tekin saman frá upphafi árs 2011. Síðan þá hefur hún hækkað um samtals 22,5 prósent. - mþl Leiguverð aftur að hækka: Enn hækkaði leiguverð í mars Er raunhæft að losa gjaldeyris- höftin innan tiltölulega skamms tíma eða er haftalaust samfélag hér á landi einungis fjarlægur draum- ur? Greiningardeild Arion banka gerði tilraun til þess að svara þess- ari spurningu á fundi í höfuðstöðv- um bankans í gær en í stuttu máli var svarið eins og oft við flóknum spurningum: það veltur á ýmsu. Á fundinum flutti Hafsteinn Hauksson, hagfræðingur í grein- ingardeildinni, erindi þar sem hann velti upp fyrrgreindri spurningu. Undir lok erindis síns sagði Haf- steinn: „Það er hægt að teikna upp aðstæður þar sem afnám- ið getur gerst hratt en það er líka hægt að teikna upp aðstæður þar sem af námið getur tafist um ókomna tíð.“ Það hvorar aðstæðurnar raungerast sagði Hafsteinn fara að ýmsu leyti eftir ytri þáttum sem Íslend- ingar hafi ekki stjórn á. Þar skipti mestu til dæmis vaxta- umhverfið og viðskiptakjör lands- ins. Hann sagði Íslendinga hins vegar hafa stjórn á öðrum þáttum sem skipti afnámsferlið miklu máli en efst á þeim lista væru uppgjör gömlu bankanna. „Það er lykilatriði að búin verði gerð upp þannig að óþolinmóðum erlendum krónueigendum verði fækkað eins og kostur er. Og það er mjög erfitt að sjá fyrir sér að það sé hægt að neinu marki nema þeir taki á sig einhvern afslátt af kröfum sínum,“ sagði Hafsteinn og bætti við að auk þess væri mikilvægt að endursemja um skuldir Landsbankans og mögu- lega Orkuveitu Reykja- víkur með það fyrir augum að lengja í greiðslu ferlum svo þrýstingur vegna afborgana á gengi krón- unnar minnkaði. Hafsteinn lagði einnig áherslu á að unnið yrði að þessum verkefnum með þannig hætti að tiltrú fjárfesta á íslensku stofnanaumhverfi og efnahagslífi yrði ekki fyrir skaða. Áhættan við afnám hafta væri sú að fjárfestar myndu missa trú á hag- kerfinu sem myndi valda gengis- falli, verðbólguskoti, vaxtahækk- unum og samdrætti með slæmum afleiðingum fyrir heimili, fyrirtæki og ríkissjóð. magnusl@frettabladid.is Leysa þarf snjóhengjuvanda Gangi vel að gera upp þrotabú gömlu bankanna og takist að lengja verulega í stærstu erlendu lánum þjóðarbús- ins getur afnám hafta gengið tiltölulega hratt fyrir sig þótt brugðið geti til beggja vona. Þetta er mat greiningar- deildar Arion banka, sem fjallaði um afnámsferli gjaldeyrishaftanna á fundi í höfuðstöðvum bankans í gær. Greiningardeild Arion banka kynnti einnig nýja hagspá á fundi í höfuðstöðvum bankans í gær. Er nýja spáin nokkru svartsýnni en síðasta spá bankans og ber yfirskriftina „Föst í fyrsta gír.“ Samkvæmt spánni verður hagvöxtur á bilinu 1,5 til 2,4% á þessu ári og næstu tveimur og þá verður fjárfesting í hagkerfinu áfram í sögulegu lágmarki. Á fundinum fjallaði Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildarinnar, um hagspána en fjallaði einnig um þau úrræði sem grípa má til svo spáin raungerist ekki. Sagði Ásdís að greiningardeildinni hefði fundist mikilvægt í ljósi dapra hagvaxtarhorfna að fjalla einnig um það sem þyrfti að gera svo koma mætti hagkerfinu í gang. Í því samhengi lagði hún mesta áhersla á að auka þyrfti fjárfestingu í hagkerfinu og nefndi nokkur atriði sem hún taldi geta stuðlað að því. Í fyrsta lagi væri nauðsynlegt að leysa snjóhengjuvandann svo losa mætti gjaldeyrishöftin. Í öðru lagi þyrfti að hefja niðurgreiðslu á miklum skuldum ríkissjóðs. Í þriðja lagi þyrfti að auka hér stöðugleika og ná verðbólgu niður og að síðustu að stuðla að gjaldeyrisskapandi hagvexti. Hagvaxtarhorfur daprar HAFSTEINN HAUKSSON VÖRUR FLUTTAR INN OG ÚT Haf- steinn fjallaði í erindi sínu um þann vanda í afléttingar- ferli haftanna að fyrirsjáanlegur við- skiptajöfnuður væri ekki nægur til að skapa svigrúm til að hleypa erlendum krónueignum úr landi. Þá benti hann á leiðir til þess að leysa þennan vanda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.