Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2013, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 18.04.2013, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR 18. apríl 2013 | SKOÐUN | 25 Í opinberri heimsókn minni til Kína var undir- ritaður fríverslunarsamn- ingur Íslands og Kína. Samningur inn er fyrsti fríverslunar samningur sem Kína gerir við Evrópu- ríki. Hann færir íslenskum fyrir tækjum aukin tæki- færi, enda voru hátt á fjórða tug fulltrúa íslenskra fyrirtækja með í förinni. Nokkrir þeirra gengu frá viðskiptasamningum, m.a. fyrir hönd Arion banka, Marorku, Orku Energy, Promens og Össurar. Samningurinn er líklegur til þess að blása lífi í viðskipti milli risa- veldisins og eyþjóðarinnar. Ríkis- stjórnin sýnir í verki að hún horfir vítt yfir sviðið í þágu atvinnulífs- ins og fyrirtækjanna í landinu, ekki aðeins til Evrópu eins og margir halda fram. Hún leitar sífellt leiða til að auka tekjur og bæta kjör þjóðar innar. Ferðin hingað til Kína er líka ánægjulegt framhald heimsóknar forsætisráðherra Kína til Íslands fyrir tæpu ári þegar undir- ritaður var meðal annars rammasamningur ríkis- stjórna Íslands og Kína um norðurslóðasamstarf. Og nú gefum við fyrirheit um aukið samstarf þjóðanna á ýmsum sviðum. Í því sambandi má nefna að fríverslunarsamning- urinn greiðir ekki aðeins fyrir vöruviðskiptum heldur einnig fyrir þjón- ustuviðskiptum milli ríkjanna. Jarðhitasamstarf Kína og Íslands hefur fyrir löngu náð fótfestu en það snýst einmitt um þjónustu- viðskipti, svo sem ráðgjöf um vinnslu og nýtingu jarðhita. Kín- verjar nýta jarðhita sinn æ betur. Í samvinnu við íslensk fyrirtæki og íslenska sérfræðinga hafa þeir nú reist stærstu hitaveitu í heimi sem byggð er á grundvelli íslenskrar sérþekkingar. Samningurinn nær einnig til þróunarsamvinnu ríkjanna. Frá upphafi hafa um 80 Kínverjar útskrifast frá jarðhitaskóla Sam- einuðu þjóðanna, sem starfræktur er hér á landi, og er það jafnframt fjölmennasti hópurinn. Aukið samstarf og virðing Mér er það mikið kappsmál að framfylgt sé þeim hugsjónum sem mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna og viðeigandi alþjóð legir mannréttindasáttmálar kveða á um. Það er því mikilvægt að í sam- eiginlegri yfirlýsingu minni og Li Keqiangs, forsætisráðherra Kína, er fært til bókar að ætlun ríkjanna sé að efla og vernda mannréttindi með virkum hætti. Í viðræðum mínum við leiðtoga Kína um mannréttindamál og alþjóðlegar skuldbindingar lýsti ég sérstakri ánægju með aukið sam- starf ríkjanna á sviði jafnréttis- mála, sem komst á eftir heimsókn fyrrverandi forsætisráðherra Kína til Íslands á síðasta ári. Það er reyndar í samræmi við viljayfirlýs- ingu velferðarráðuneytis Íslands og Kvennamálasamtaka Kína (All- China Women´s Federation of the People‘s Republic of China), en hún var undirrituð að lokinni þeirri heimsókn. Eftir fund minn með Li Kequiang forsætisráðherra síðastliðinn mánudag sammæltumst við um það í sérstakri yfirlýsingu að stuðla að enn frekari samskiptum og hagnýtu samstarfi um málefni norðurskauts svæðisins og viðfangs- efni sem varða hafið, jarðvarma, jarðvísindi, umhverfisvernd og loftlags breytingar. Þetta verður gert á grundvelli rammasamnings- ins milli ríkisstjórnar Íslands og Kína um samstarf á norðurslóðum. Við áréttuðum stuðning okkar við umsókn Kína um áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu og ég veit að kínverskir leiðtogar eru þakklátir fyrir þann stuðning. Vinnuvernd og vinnuréttur Á svipaðan hátt og unnið hefur verið að jafnréttismálunum verður á næstunni unnið að vinnuverndar- og vinnuréttarmálum samhliða frí- verslunarsamningnum sem borinn verður undir Alþingi næsta haust. Taka má fram að samningurinn breytir engu um aðgang kínversks vinnuafls að íslenskum vinnu- markaði. Hann breytir heldur engu um lög og reglur um fjárfestingar í íslenskum eignum. Við ætlum líka að auka samvinnu um menningarmál og ferðamál, svo nokkuð sé nefnt til viðbótar því sem að framan greinir. Tvíhliða sam- starf á öllum þessum sviðum gefur tækifæri til stóraukinna samskipta og viðskipta okkar við Kína. Ég vil nota tækifærið til að þakka öllum þeim sem unnið hafa gott og mikið starf að gerð fríverslunar- samnings milli Íslands og Kína á undanförnum misserum. Um hann hefur ríkt full pólitísk samstaða og allir flokkar hafa komið að gerð hans á síðustu árum. Það er trú mín og von að fríverslunarsamningur- inn skapi ný tækifæri og bæti hag þjóðarinnar. Sóknarfæri í samskiptum við Kína Ríkissjóður skuldar um fimm milljónir króna á hvern Íslending. Hver Íslendingur er í raun með fimm milljóna króna yfirdrátt á bakinu vegna skulda ríkisins. Hvert mannsbarn í landinu greiðir um 300 þúsund krónur í vexti á ári af yfirdrætti ríkissjóðs. Stór hluti af tekjuskatti ein- staklinga til ríkisins fer í þennan sligandi vaxta- kostnað. Þetta eru nötur- legar staðreyndir. Vonir hafa verið uppi um að með samningum við kröfuhafa föllnu bankana takist að minnka skulda- klafa hvers Íslendings úr fimm milljónum í fjór- ar milljónir króna. Allir stjórnmálaflokkarnir eru sammála um, og hafa allt- af verið, að við uppgjör á þrotabúum föllnu bankanna verði hagsmuna Íslands gætt þótt flokk- arnir gangi vissulega mjög mis- langt í því að deila mögulegum ávinningi út fyrirfram með kosninga loforðum. Eins og menn þekkja af rekstri eigin heimilis er það ekki svo að þótt takist að lækka yfirdrátt úr 50 þúsund í 40 þúsund krónur að menn hafi þar með eignast nýtt fé. Mínusinn á banka reikningnum er vissulega ekki jafn stór og áður en engu að síður til staðar. Allir hljóta að stefna að því að eyða mínusnum alveg fremur en að auka hann aftur. Þess vegna er það ekki ábyrgt að lofa skuldugu fólki peningum sem eru ekki til og verða ekki til í ríkissjóði á næstunni. Það væri einfaldlega loforð um að gera skuldir okkar sumra að skuldum okkar allra. Almenn skattalækkun er eina raunhæfa og sanngjarna leiðin til þess að auka ráðstöfunar- tekjur okkar allra. Hún hefur að auki þann kost að hvetja menn til aukinnar verðmætasköpunar. Skuldir ríkissjóðs eru skuldir okkar allra VIÐSKIPTI Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ➜ Samningurinn er líklegur til þess að blása lífi í við- skipti milli risaveldisins og eyþjóðarinnar. STJÓRNMÁL Sigríður Á. Andersen frambjóðandi Sjálfstæðisfl okksins í Reykjavík ➜ Eins og menn þekkja af rekstri eigin heimilis er það ekki svo að þótt takist að lækka yfi rdrátt úr 50 þúsund í 40 þúsund krónur að menn hafi þar með eignast nýtt fé. FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU FJÖLBREYTT ATVINNULÍF; FISKUR, FERÐAMENN OG ROKK „ – ÞESS VEGNA KÝS ÉG VG“ GUÐMUNDUR M. KRISTJÁNSSON HAFNARSTJÓRI ÍSAFJARÐARBÆJAR OG STJÓRNARFORMAÐUR ROKKHÁTÍÐARINNAR ALDREI FÓR ÉG SUÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.