Fréttablaðið - 18.04.2013, Qupperneq 37
| FÓLK | 3TÍSKA
Í þessu húsi hefur verið starfrækt verslun af einhverju tagi sleitulaust í 125 ár. En við teljum okkur svolítið
sér á parti, eða ég veit ekki til þess að
nokkurt gallerí sem selur íslenska hönn-
un eftir rekstraraðila hafi orðið tuttugu
ára,“ segir Margrét Guðnadóttir, einn
eigenda Kirsuberjatrésins.
Margrét stofnaði Kirsuberjatréð
ásamt Sigrúnu Kristjánsdóttur árið 1993
en Sigrún hafði þá nýlokið hönnunar-
námi í Hollandi. Þær stöllur kynntust
á námskeiði Margrétar í tágarvinnu og
þegar Vesturgata 4, þá rúmlega aldar-
gamalt verslunarhúsnæði, stóð þeim til
boða hugsuðu þær sig ekki tvisvar um.
„Það voru margir hissa á okkur að
leggja í að vera hér, við ættum frekar að
vera í Kringlunni eða á Laugaveginum.
En fólk segir það ekki lengur. Nú tala all-
ir um hvað þetta er frábær staðsetning,“
segir Margrét. „Enda hefur gengið vel.
Spurninguna hvort við ættum að hætta
hefur aldrei borið upp. Smám saman
bættust við hönnuðir. Sigrún sneri sér
að öðru og dag standa ellefu hönnuðir
að Kirsuberjatrénu. Við höfum alltaf
lagt áherslu á að vera með fjölbreytta
hönnun og skiptumst sjálfar á að standa
vaktina við búðarborðið,“ segir Margrét
en upprunalega sjóðsvélin er enn í
notkun og innréttingarnar eru frá árinu
1913. „Við höfum nánast ekkert hróflað
við þeim og hér er gamla búðarborðið
eins og það var. Í upphafi var verslað
hér með leður og efni til skógerðar, síð-
an vefnaðarvöru og svo bættust ritföng
við. Björn Kristjánsson, sem stofnaði
verslunina hér fyrst, var einnig fyrstur
til að versla með peninga í Reykjavík,
sem var nýnæmi í bænum þá en fram að
því tíðkuðust vöruskipti.“
Í tilefni afmælisins verður opnuð
sýning í Kirsuberjatrénu á morgun,
bæði um sögu hússins frá upphafi og
sögu þeirra hönnuða sem komið hafa
að Kirsuberjatrénu þessi tuttugu ár.
Þá verður einnig haldin afmælisveisla í
búðinni á laugardaginn. ■ heida@365.is
HÖNNUN Í 20 ÁR
ÍSLENSK HÖNNUN Í 20 ÁR Margrét Guðnadóttir stofnaði Kirsuberjatréð í
aldargömlu verslunarhúsnæði fyrir 20 árum. Um helgina verður opnuð sýning
um sögu hússins og þeirra hönnuða sem staðið hafa að Kirsuberjatrénu.
SÝNING UM SÖGU
HÚSSINS Margrét
Guðnadóttir opnar
ásamt hönnuðum Kirsu-
berjatrésins sýningu um
sögu hússins og sögu
hönnuða Kirsuberjatrés-
ins, en þar hefur íslensk
hönnun verið seld í tvo
áratugi. Búðarkassinn
hefur verið í notkun í 125
ár. MYND/GVA
MOSKVUTÍSKAN
Rússnesku tískuvikunni í Moskvu lauk nýver-
ið. Hún er einn stærsti tískuviðburður Austur-
Evrópu. Á pöllunum mátti sjá að hönnuðir sóttu
sér innblástur í þjóðlegar hefðir og stíl, meðal
annars í höfuðföt og hárgreiðslur sýningar-
stúlknanna, munstur á flíkunum og liti.
18. apríl
Verið velkomin til okkar
20% afsláttur af öllum vörum og léttar veitingar.
CHERRY GALLABUXUR
10.320 12.900
SÍÐKJÓLL
15.120 18.900
KRINGLUNNI
SMÁRALIND
SKYRTA
9.520 11.900
JAKKI
13.520 16.900
AMORI BAY BUXUR
11.920 14.900
Kjólar og skokkar ný sending
25% afslÁTTUR
St 38-50
Ótrúlegt úrval
Nýtt kortatímabil