Fréttablaðið - 18.04.2013, Qupperneq 56
18. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28
Saga Rómaveldis einkenn-
ist af dugnaði og útsjónar-
semi en þar fór oft saman
ágirnd, ofríki, svik, undir-
ferli, mútur og spilling.
Barátta Grakkusarbræðra
fyrir meiri jöfnuði og betri
samfélagsháttum meðal
Rómverja fyrir um 2.150
árum bar lítinn árang-
ur. Aukin auðsöfnun og
stríðsástand í samfélaginu
varð smám saman megin-
einkenni samfélagsins. Smábændur
flosnuðu upp, landeigendur keyptu
við smánarverði jarðir þeirra og
þeir hófu stórtæka landbúnaðar-
framleiðslu með þrælahaldi eða
mjög ódýru vinnuafli. Smá bændur
og annað lágstéttarfólk flykktist til
Rómar. Þegar valdið færðist saman
í Rómaveldi í færri hendur þá var
aðferðin þessi: þrír menn gerðu
með sér samkomulag um að styðja
hver annan: herforingi, auðmaður
og valdamaður í þinginu. Þannig
komst Sesar til valda með styrk
tveggja annarra og síðar frændi
hans Oktavius sem tók sér upp
nafnið Ágústus sem fyrsti keisar-
inn.
Yfirstétt Rómaveldis úthlutaði
brauði til þeirra sem minna máttu
sín í samfélaginu en kusu „rétt“.
Þeir fengu einnig aðgang að hring-
leikahúsunum og horfðu á hvernig
kristnu friðsömu fólki var varp-
að fyrir villidýr sem voru fljót að
afgreiða „fjandmenn“ ríkisins.
Á Íslandi í dag
Í Reykjavík hefur borgarastétt-
in verið vaxandi síðan á 18. öld.
Eignasöfnun getur vart hafa verið
stórfelld lengi framan af, en á 19.
öld verður borgarastéttin smám
saman sú stétt sem fer með völdin
í skjóli eigna og aðstöðu.
Embættis menn og síðar
kaupmenn urðu megin-
stoðir valdsins en um alda-
mótin 1900 dregur til tíð-
inda. Með nýrri öld verður
grundvöllur að mun stór-
felldari eignasöfnun með
útgerð og breyttu við-
skiptaumhverfi við útlönd.
Þá eru það innlendir aðilar
sem selja afurðir, einkum
fisk til fjarlægari landa,
oftast með miklum hagnaði. Á
þessum árum verður til núverandi
fyrirkomulag stjórnmálanna þar
sem hægri flokkur kemur fram á
sjónarsviðið. Rúmum tveimur ára-
tugum fyrr voru Alþýðuflokkur og
Framsóknarflokkur stofnaðir af
sama manninum, Jónasi frá Hriflu!
Og enn síðar með heims styrjöld-
inni síðari verður þessi gríðarlega
efnahagsbylting. Íslendingar geta
á fremur óviðfelldinn hátt fullyrt
að þeir hafi grætt þjóða mest á
styrjöld inni. Eins dauði er annars
brauð.
Í Reykjavík er valdamikil auð-
mannastétt, tilbúin að grípa völdin
þegar færi gefst. Bankahrunið varð
vegna ágirndar og gegndarlauss
kæruleysis við stjórn efnahags-
mála. Vinstri stjórn hefur verið iðin
við að taka til eftir frjálshyggjuna
sem er ein dýrasta reynsla þjóðar-
innar af margvíslegum afglöpum.
Hernaðartækni hægri manna
er einföld: með því að grípa hvert
einasta tækifæri til þess að grafa
undan ríkisstjórninni, er það
gert. Gildir einu hvort það sé Ice-
save, kvótamálið, stjórnarskrár-
málið eða málefni náttúruverndar.
Fyrir marga hægri menn þá virð-
ast þeir ekki vilja viðurkenna að
neitt hrun hafi átt sér stað. Allt er
þessum voðalegu vinstri mönnum
að kenna! Og umfram allt: það þarf
að stoppa þennan voðalega ofvirka
Sérstaka saksóknara í að ofsækja
þá sem borguðu offjár í kosninga-
sjóði okkar hægri manna!
Niðurstaða
Í dag þurfum við að kaupa nauð-
synjar okkar á tiltölulega háu
verði af lágu laununum okkar.
Við förum ekki í Kólosseum eins
og rómverska alþýðan en fáum að
horfa á Eurovision á RÚV í staðinn
og íþróttir, handbolta og fótboltasp-
ark. Þegar stórmót eru þá verðum
við að borga aðgang um Stöð 2 fyrir
afnotarétt til að fylgjast með helstu
íþróttaviðburðum. Og svo er stund-
um ókeypis í hoppukastala fyrir
kosningar fyrir börnin!
Auðmenn Íslands binda vonir
sínar í mönnum eins og Sigmundi
Davíð og ýmsum öðrum auðmönn-
um sem með „tæknilegri“ aðstoð
Ólafs Ragnars forseta geta fengið á
silfurfati aftur völdin yfir Stjórnar-
ráðinu og þar með haft allt opinbert
vald í hendi sér næstu fjögur árin.
Ef íslensk alþýða sér ekki gegn-
um fagurgala hægri manna er ekki
að vænta að hún eigi nokkurs betra
að vænta en vistar hjá nákvæm-
lega sömu hjörðinni og leiddi okkur
fram á hengiflugið haustið 2008.
Mætti biðja guðina að forða oss frá
slíku!
Minnumst: Allt er betra en
íhaldið! Og gildir einu um hvort
íhaldið er að ræða, Framsókn eða
Sjálfstæðisflokkinn.
Frá Rómaveldi til Reykjavíkur
Kosningarnar í lok apríl
snúast um hvernig hægt
verður að bæta lífskjör
fólks í landinu. Brýn-
ustu verkefnin þar eru
að taka á skuldavanda og
auka ráðstöfunartekjur
heimilanna. Þó að ágætis
samstaða virðist vera um
hvert markmiðið er mun í
kosningabaráttunni fram
undan verða tekist á um
hver sé rétta leiðin. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur
lagt fram raunhæfar til-
lögur sem munu bera árangur og
sem hægt er að hrinda í fram-
kvæmd strax.
Eitt mikilvægasta skrefið í
átt að bættum hag almennings
er að lækka skatta. Sjálfstæðis-
flokkurinn er eina stjórnmála-
aflið sem gerir lækkun skatta að
forgangsatriði á nýju kjörtíma-
bili. Lækkun á tekjuskatti ein-
staklinga skilar fólki strax hærri
ráðstöfunar tekjum, sem léttir
undir með rekstri heimilanna, og
með því að lækka tryggingagjaldið
er létt undir með fyrirtækjum að
skapa fleiri störf. Samhliða verður
að ráðast í umbætur á skattlöggjöf-
inni með það fyrir augum að gera
kerfið gegnsærra og skilvirkara.
Mikilvægt skref í þeim aðgerð-
um er að afnema þrepaskiptingu
tekjuskatts og lækka virðisauka-
skatt sem jafnframt verði í aðeins
í einu þrepi.
En er skynsamlegt að lækka
skatta þegar staða ríkissjóðs er
jafn bágborin og raun ber vitni?
Svarið er já – það er beinlínis
nauðsynlegt. Fjöldi fólks stendur
ekki undir þeirri skatt-
byrði sem ríkið leggur á
herðar þess og komið hefur
fram að tæplega helmingur
heimila í landinu nær ekki endum
saman um mánaðamót. Almenn-
ingur var ekki spurður þegar
ríkis stjórnin hækkaði skatta og
gjöld upp úr öllu valdi hvernig
hann gæti skorið niður í sínum
heimilisrekstri og forgangsraðað.
Ríkið verður rétt eins og heimilin
að forgangsraða í sínum rekstri
og aðlaga sig að efnahagslegum
raunveru leika landsins.
Veruleikinn er sá að núverandi
skattastefna hamlar verðmæta-
sköpun í samfélaginu og letur fólk
til góðra verka. Ríkisvaldið býr
ekki til verðmæti heldur fólkið í
landinu með atorku sinni og hug-
viti. Skattheimta hins opinbera
verður því að vera hvetjandi svo
að skilyrði til verðmætasköpunar
séu sem best. Aðeins þannig geta
heimilin og fyrirtækin í landinu
drifið áfram hagvöxt á öllum svið-
um atvinnulífsins svo hið opinbera
geti fjármagnað og staðið undir
öflugu velferðarkerfi. Um þetta
snúast kosningarnar í vor og þess
vegna á Sjálfstæðisflokkurinn
erindi við kjósendur.
Aukum ráðstöfunar-
tekjur heimilannaSTJÓRNMÁL
Guðjón Jensson
bókfræðingur og
leiðsögumaður
➜ Í Reykjavík er valdamikil
auðmannastétt, tilbúin að
grípa völdin þegar færi gefst. ➜ Veruleikinn er
sá að núverandi
skattastefna hamlar
verðmætasköpun í
samfélaginu og letur
fólk til góðra verka.
STJÓRNMÁL
Teitur Björn
Einarsson
6. sæti á lista
Sjálfstæðisfl okksins
í Reykjavík suður
Hitið í ofni á 180-200°C
í u.þ.b. 10 mín.
OFN 10 MÍN200°
FULLELDAÐUR RÉTTUR
Pizzurnar frá Sóma eru
ferskar á hverjum degi.
Veldu þér með pepperoni
eða nautahakki í kælinum
út í næstu búð.