Fréttablaðið - 18.04.2013, Side 68
18. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40
„Ég var að fara í gang með net-
verslun og varð vör við að fólk
virtist vera hrætt við að kaupa af
netinu og vildi fá að þreifa á vör-
unni. Ég vissi til þess að nokk-
ur netfyrirtæki með barnavörur
hefðu áður tekið saman höndum
um að halda svona markaði en það
vantaði alveg markaði sem væru
með alls konar vörur,“ segir Sísí
Ásta Hilmarsdóttir.
Sísí er eigandi netverslunarinn-
ar krummafotur.is og forsvars-
manneskja hins svokallaða Glæsi-
markaðar, sem verður settur upp
öðru sinni nú um helgina í gömlum
húsakynnum Toyota við Nýbýla-
veg. Glæsimarkaðurinn var fyrst
haldinn fyrir tveimur vikum síðan
og voru þá 53 söluborð með ýmsum
vörum. Aðsóknin hefur aukist
töluvert í kjölfar þess markaðar
og verða nú rúmlega 80 borð þar.
„Þetta eru aðallega net verslanir
en svo eru nokkrar úthverfis-
verslanir sem verða þarna líka.
Þetta er svolítið eins og Kola-
portið nema þarna má bara selja
nýjar vörur,“ segir Sísí. „Það er
sérstaklega gaman hvað síðasti
markaður dró mikinn dilk á eftir
sér. Það voru margir sem höfðu
samband við mig eftir hann og
voru að spyrjast fyrir um hvern-
ig þeir gætu haft upp á sumum
þeirra sem höfðu verið með vörur
á markaðnum,“ bætir hún við.
Spurð hvort Glæsimarkaðurinn
sé kominn til að vera segir Sísí það
vera í athugun, enda gangi hann
betur en hana hafði órað fyrir.
Fyrir tveimur vikum var mark-
aðurinn aðeins í einn dag og á
einni hæð en sökum vinsælda var
ákveðið að hafa hann alla helgina
að þessu sinni og á báðum hæðum
hússins. „Síðast voru allir kóf-
sveittir allan daginn og í lok dags
var afar lítið af vörum eftir á bás-
unum,“ segir Sverrir Einar Eiríks-
son, sem aðstoðar Sísí við utanum-
hald markaðarins. „Þetta var svo
mikið stuð og stemning og mikið af
spennandi vörum. Ég get til dæmis
ekki beðið eftir að markaðurinn
byrji aftur svo ég geti birgt mig
upp af Systrasultum,“ bætir hann
við og hlær. tinnaros@frettabladid.is
Netverslanir
sameinast
Yfi r 80 sölubásar verða á Glæsimarkaði helgarinnar.
HRÆTT VIÐ NETIÐ Sísí Ásta segist hafa tekið eftir því að fólk sé hrætt við að kaupa
vörur af netinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
➜ Glæsikaffihúsi verður skellt
upp á markaðnum undir stjórn
ABC barnastarfs, til styrktar
starfinu. Þar verður meðal
annars hægt að fá kökur frá
Jóa Fel og kaffi á sanngjörnu
verði.
Tvíburarnir Ashley og Mary-Kate
Olsen hanna fatalínur fyrir norsku
keðjuna Bik Bok sem eru væntan-
legar í haust. Um er að ræða þrjár
fatalínur frá tvíburunum, sem hafa
skapað sér þekkt nöfn í tískuheim-
inum sem bæði tískufyrirmyndir
og hönnuðir fyrir sín eigin merki,
The Row og Elizabeth and James.
Þetta er í fyrsta sinn sem þær
hefja samstarf við verslanakeðju.
Bik Bok ætti að vera Íslendingum
nokkuð kunn en hún er meðal ann-
ars staðsett í Stokkhólmi, Kaup-
mannahöfn og í Ósló.
Hanna fyrir Bik Bok
Tískutvíburarnir gera fatalínur fyrir norsku keðjuna.
Á NORÐURLÖNDUM Tískutvíburarnir
Ashley og Mary-Kate Olsen hanna þrjár
fatalínur fyrir Bik Bok sem koma í búðir
í haust. NORDICPHOTOS/GETTY
Í dag hefst forsala á tónlistarhátíðina
Sónar Reykjavík sem fer fram dagana
13. til 15. febrúar 2014 í Hörpu. Tak-
markað magn miða verður í sölu á sér-
stöku verði, en þriggja daga miðar
verða á 12.900. Fullt verð á hátíðina er
16.900 fyrir alla þrjá dagana.
Hátíðin vakti mikla lukku er hún var
haldin í fyrsta sinn hér á landi í byrjun
árs. Icelandair hefur hafið sölu á sér-
stökum pakkaferðum á hátíðina. Fyrstu
listamennirnir verða kynntir í maí en
umfang hátíðarinnar verður stærra
en síðast þar sem spilað verður á sex
sviðum í Hörpu.
Forsala hafi n á Sónar
TAKA TVÖ Frá tónleikum Gus Gus á Sónar í febrúar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Bíldshöfða | Dalshrauni | Nýbýlavegi | Skipholti | Tryggvagötu
GAGGALA–GÓÐAN DAGINN
SUNNY
STYLE
«69
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS
Save the Children á Íslandi