Fréttablaðið - 18.04.2013, Síða 72

Fréttablaðið - 18.04.2013, Síða 72
SPORT 18. apríl 2013 FIMMTUDAGUR SUND Fjarvera Jakobs Jóhanns Sveinssonar á Íslandsmeistara- mótinu í sundi í 50 metra laug um liðna helgi vakti athygli. Sund- maðurinn þrítugi hefur verið fastagestur á mótinu frá unga aldri en nú gengur skólinn fyrir. „Hefði ég ekki verið svo upp- tekinn í skólanum hefði örugg- lega verið skrítið að sitja heima og gera ekki neitt,“ segir Jakob, sem nemur umhverfis- og bygginga- verkfræði við Háskóla Íslands. Hann er í skólanum allan daginn en heldur sér þó í góðu formi. „Ég lyfti þrisvar í viku, syndi þrisvar í viku og fer í fimleika þrisvar í viku,“ segir Jakob en leggur áherslu á að hann sé bara að leika sér. Hvernig níu æfingar í viku geti flokkast sem leikur er líklega erfitt fyrir alla að skilja nema þá sem þekkja til Jakobs. Agi og metnaður hafa einkennt sundferil hans enda er hann einn fimm Íslendinga sem farið hafa fjórum sinnum á Ólympíuleika fyrir Íslands hönd. Heyrst hefur að Jakob Jóhann stefni ótrauður á leikana í Ríó 2016 en hann vill þó spara yfirlýsing- arnar að sinni. „Ég hef sagt það en ég er að sjá til. Það er mjög freistandi að fara þangað,“ segir Jakob. Hann er að skoða hvernig hann geti æft öðru- vísi fram að leikunum. Hvað hann geti gert betur og sækir í reynslu- banka íþróttafólks í sundinu, lyft- ingunum og fimleikunum í þeim tilgangi. „Það er oft þannig þegar íþrótta- fólk hættir að það hugsar hvernig það hefði getað gert hlutina öðru- vísi,“ segir Jakob. Hann viður- kennir að það kitli að verða fyrsti Íslendingurinn til að fara á fimm Ólympíuleika. Hann myndi ekki aðeins skrá sig í sögubækurnar hér á landi því aðeins sjö sund- menn og sex sundkonur hafa farið svo oft á leikana. „Nú hugsar maður bara um skólann. Ef hann gengur vel getur maður haldið áfram,“ segir Jakob, sem hefur tekið einn og einn áfanga í náminu undanfarin ár. Nú er hann svo gott sem búinn með námsefni fyrsta ársins og í fullu námi á öðru ári. Hann stefnir á að klára umhverfisverkfræðina og fara í meistaranám í landslags- skipulagi. Sundið er þó langt í frá komið á hilluna. „Þegar maður er að hvíla sig getur maður séð alla þá hluti sem maður gæti gert betur.“ kolbeinntumi@365.is Ríó kitlar Kobba Ólympíufarinn fj órfaldi Jakob Jóhann Sveinsson hefur tekið háskólanámið föstum tökum. Á meðan er sundið í öðru sæti. Hann horfi r þó til Ríó og langar að skrá nafn sitt í sögubækurnar. Enginn Íslendingur hefur farið fi mm sinnum á Ólympíuleika. METHAFI Jakob Jóhann á Íslandsmetin í 50, 100 og 200 metra bringusundi bæði í 25 og 50 metra laug. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þeir hafa farið fjórum sinnum Bjarni Friðriksson 1980 Moskva, 1984 Los Angeles, 1988 Seúl, 1992 Barcelona Guðmundur Gíslason 1960 Róm, 1964 Tókýó, 1968 Mexíkóborg, 1972 MünchenJakob Jóhann Sveinsson 2000 Sydney, 2004 Aþena, 2008 Peking, 2012 London Kristinn Björnsson 1992 Albertville, 1994 Lillehammer, 1998 Nagano, 2002 Salt Lake City Vésteinn Hafsteinsson 1984 Los Angeles, 1988 Seúl, 1992 Barcelona, 1996 Atlanta Fæst án lyfseðils Verkjastillandi bólgueyðandi ÁNÆGJA EÐA END URGREIÐSLA! Gildir frá 1. apríl - 30. júní 2013

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.