Fréttablaðið - 18.04.2013, Side 74
18. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 46
SAMFÉLAGSVERÐLAUN
Til atlögu gegn fordómum
Projekt Polska
ADHD-samtökin
Sendiherrar Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra
Heiðursverðlaun
Óli H. Þórðarson
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru afhent við hátíðlega athöfn síðdegis í gær.
Þetta er í áttunda sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin en þau eru veitt
í fjórum flokkum auk heiðursverðlauna.
TIL HAMINGJU!
Hvunndagshetjan
Sigurlaug Hermannsdóttir
Guðmundur Stefán Gunnarsson
Halldór Gunnar Pálsson
Frá kynslóð til kynslóðar
Margrét Pálmadóttir
Félag eldri borgara á Suðurnesjum og Grunnskólar í Reykjanesbæ
Steindór Andersen
Samfélagsverðlaunin
Kaffistofa Samhjálpar hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins og verðlaunafé að upphæð tólf hundruð þúsund krónur.
Einnig hlutu Kattholt og Alzeimer kaffi útnefningar til Samfélagsverðlaunanna.
Tölvulistinn gefur þessa tíu tommu
spjaldtölvu til sigurvegara í öllum flokkum.
HANDBOLTI Þriðju leikirnir í
undan úrslitarimmunum tveimur
í úrslitakeppni N1-deildar karla
fara fram í kvöld en staðan í þeim
báðum er jöfn, 1-1. FH tekur á móti
Fram í Kaplakrika og deildar-
meistarar Hauka mæta bikar-
meisturum ÍR á Ásvöllum.
ÍR tók forystuna í einvíginu um
helgina en fékk svo skell á í Breið-
holtinu á þriðjudag er liðið tapaði
með tíu mörkum, 29-19. Bjarki
Sigurðs son segir að sínir menn séu
klárir í slaginn í kvöld þrátt fyrir
að stutt sé á milli leikja.
„Það var svo margt sem fór
úrskeðis í þessum leik,“ sagði
Bjarki í samtali við Fréttablaðið
í gær. „Menn voru vitanlega mjög
súrir eftir leikinn enda hræðilegt
að tapa svona illa á heimavelli
fyrir fullu húsi áhorfenda. En við
erum búnir að fara yfir leikinn og
það er ljóst að við þurfum að bæta
okkur til muna í kvöld, bæði í vörn
og sókn.“
Það lið sem vinnur leikinn í
kvöld er komið í kjörstöðu en
Bjarki segir að úr þessu séu allir
leikir eins og bikarúrslit. Og að
hans menn séu tilbúnir fyrir þann
slag. „Við áttum skelfilegan dag í
gær [fyrradag] en ég hef ekki trú á
því við munum upplifa annað eins
nú. Menn vita vel hvað klikkaði og
við getum gert miklu betur. Þetta
eru tvö lið sem þekkjast mjög vel
og ég hef trú á því að dagsformið
muni ráða úrslitum. Það lið sem
mætur betur stemmt til leiks mun
bera sigur úr býtum.“ - esá
Upplifum ekki annan svona slæman dag
Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, segir sína menn viljuga til að bæta fyrir stórt tap gegn Haukum í fyrradag.
Á LÍNUNNI Máni Gestsson í
leiknum í fyrradag.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KÖRFUBOLTI Ómar Örn Sævars-
son, leikmaður Grindavíkur í
körfubolta, féll á lyfjaprófi sem
var tekið eftir leik liðsins gegn
Stjörnunni í úrslitaleik bikar-
keppni karla fyrr í vetur. Þetta
kom fram í yfirlýsingu frá stjórn
körfuknattleiksdeildar Grinda-
víkur í gær.
Fram kemur í yfirlýsingunni
að Ómar hafi drukkið orkudrykk,
Jack3D, en í honum er ólöglegt
örvandi efni. Stjórnin harmar
þetta atvik og segir að hún muni
una niðurstöðu dómstóls ÍSÍ.
Ómar Örn hefur þrisvar áður
farið í lyfjapróf og aldrei fallið
fyrr en nú. Búist er við því að
hann verði dæmdur í sex mánaða
bann vegna þessa en bráðabirgða-
bann tók gildi um leið og niður-
staða lyfjaprófsins var kynnt.
Ómar Örn hefur ekkert spilað
með Grindavík síðan í febrúar.
- esá
Ómar Örn féll
á lyfj aprófi
ÓMAR ÖRN Hefur ekkert spilað síðan í
febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FRJÁLSAR Spjótkastarinn Ásdís
Hjálmsdóttir verður meðal þátt-
takenda á Demantamóti Alþjóða-
frjálsíþróttasambandsins í New
York þann 25. maí næstkomandi.
Þetta staðfesti hún á Twitter-síðu
sinni í gær.
Aðeins sterkustu íþrótta-
mönnum heims er boðið til þátt-
töku en Ásdís hefur áður keppt á
nokkrum Demantamótum. Hún
keppir einnig á slíku móti í Róm
6. júní næstkomandi. - esá
Ásdís keppir
í New York
FÓTBOLTI Hörður Björgvin
Magnús son varð í fyrrakvöld
bikarmeistari með vara- og ung-
lingaliði Juventus eftir sigur
á Napoli, 2-1, í framlengdum
úrslitaleik. Hörður hefur verið
fastamaður í varaliði Juventus
og var valinn maður leiksins að
honum loknum, eftir því sem
fram kom á Fótbolti.net.
Hörður er varnarmaður sem er
einnig hættulegur í föstum leik-
atriðum. Hann kom til Juventus
fyrst árið 2011 en skrifaði svo
undir fjögurra og hálfs árs samn-
ing við félagið í janúar á síðasta
ári. Juventus komst einnig í úrslit
keppninnar í fyrra en tapaði þá
fyrir Roma. - esá
Varð meistari
með Juventus
BIKARMEISTARI Hörður Björgvin í leik
með varaliði Juventus á þessu tímabili.
NORDICPHOTOS/GETTY