Fréttablaðið - 26.04.2013, Síða 40

Fréttablaðið - 26.04.2013, Síða 40
KYNNING − AUGLÝSINGPitsur FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 20134 ÓLÍKAR PITSUSÓSUR Flestir borða pitsu með hefðbundinni pitsusósu. Þeir sem vilja prófa eitthvað nýtt geta valið úr mörgum spennandi kostum, sérstaklega ef pitsan er heimatilbúin. Hefðbundin grillsósa (barbecue-sósa) er skemmtileg tilbreyting á pitsubotninn. Hún fer einstaklega vel saman við kjúkling og annað þyngra kjötálegg eins og nautakjöt og kjöt- bollur. Hefðbundin hvítlauksolía passar mjög vel við ýmislegt fiskmeti, til dæmis humar, rækjur og lax. Béarnaise-sósan er einstaklega ljúf- feng með ýmsu kjötmeti, ekki bara nautakjöti og lambi heldur líka með kjúklingi. Þegar pitsan er komin úr ofninum og hefur kólnað lítillega er himneskt að sprauta nokkrum röndum af sósunni yfir ostinn. Ýmsar chilisósur henta vel með kjúklingi, fiskmeti og hefðbundnu kjötáleggi. Þær fást tilbúnar úti í búð en einnig má gera eigin sósu heima fyrir úr chili, mangói, rauðlauk, hvít- lauk og ananas. Grænt og rautt pestó er skemmtileg nýjung á pitsubotninn og fer vel með flestu áleggi. ÓVENJULEGT ÁLEGG Þegar kemur að áleggi á pitsur eru einu hömlurnar hugmynda- flugið. Nokkrar nýstárlegar hug- myndir að áleggi má finna hér fyrir neðan. Fíkjupitsa – niðurskornar fíkjur, laukur, tómatar, basillauf og ostur. Svartbaunapitsa – svartar baunir, kjúklingur, laukur, salsa og sýrður rjómi. Súrkálspitsa – súrkál, ananas- hringir, tómatar og hvítlaukur Hot-wing pitsa – sterk kjúklingavængjasósa, kjúklingur, gráðaostur og sell- erí. Kartöflupitsa – steiktar kartöflur, karamellugljáður laukur og pepperóní. Ostborgarapitsa – nautahakk, rifinn ostur, tómatar, laukur og beikon. Morgunverðarpitsa – harð- soðin egg niðurskorin og beikon. Andapitsa – Hoi sin sósa, andar- brjóst, laukur og ostur. Smokkfiskspitsa – niðurskorinn smokkfiskur og svartar ólívur. Ólívu- og eggjapitsa – ólívur, harðsoðið egg niðurskorið og tómatsneiðar. Brie og pestópitsa – brie skorinn niður, pestósósa og tómatsneiðar. Túnfiskspitsa – majones og túnfiskur. Kasjúhnetupitsa – beikon, kasjúhnetur og rjómaostur. Hnetusmjörspitsa – hnetu- smjör, sulta og bananasneiðar. Rúsínupitsa – rúsínur, pepperóní, laukur, brokkolí og mozarellaostur. Fíkjur eru ekki algengar á pitsur en standa þó alveg fyrir sínu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.