Fréttablaðið - 05.06.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.06.2013, Blaðsíða 6
5. júní 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Lyfjaval.is • sími 577 1160 15% afsláttur af öllum pakkni ngum Afslátturinn gildir út júní. BIRTING LÝSINGAR Útgefandi: REG 2 Smáralind, fagfjárfestasjóður, kennitala 621112-9960, Borgartúni 19, 105 Reykjavík REG 2 Smáralind, fagfjárfestasjóður, hefur birt lýsingu í tengslum við umsókn um að flokkur eignavarinna skuldabréfa væri tekinn til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Lýsingin er dagsett 4. júní 2013 og staðfest af Fjármálaeftirlitinu, gefin út á íslensku og gefin út rafrænt og birt á vefsíðu Stefnis hf. sem er rekstraraðili sjóðsins, nánar tiltekið á slóðinni www.stefnir.is/kaupholl. Lýsinguna má nálgast á vefsíðunni næstu 12 mánuði. NASDAQ OMX Iceland hf. tilkynnir opinberlega ef skuldabréfin eru tekin til viðskipta og þá hvenær fyrsti mögulegi viðskiptadagur með bréfin eru á hinum skipulega verðbréfamarkaði, en NASDAQ OMX Iceland hf. tilkynnir slíka dagsetningu með að lágmarki eins viðskiptadags fyrirvara. Skuldabréfin eru gefin út af REG 2 Smáralind sem er fagfjárfestasjóður rekinn af Stefni hf. Upphafleg höfuðstólsfjárhæð útgefinna skuldabréfa, sem öll hafa verið seld, og heildarheimild útgáfu nemur 2.400.000.000 kr. að nafnverði. Bréfin eru gefin út rafrænt í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. Auðkenni flokksins er REG2SM 12 1. ISIN-númer skuldabréfanna er IS0000022556. Bréfin eru gefin út í íslenskum krónum og er hver eining skuldabréfanna 1 kr. að nafnverði. Tilgangur með því að fá skuldabréfin tekin viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. er að tryggja fjárfestum að starfshættir og upplýsingagjöf um m.a. fjárhagsstöðu útgefanda séu í samræmi við Reglur fyrir útgefendur fjármálagerninga, útgefnar af NASDAQ OMX Iceland hf., eins og þær eru á hverjum tíma, svo og að auka markaðshæfi skuldabréfanna. Nánari upplýsingar um REG 2 Smáralind og skuldabréfaflokkinn REG2SM 12 1 má finna í lýsingu sjóðsins. Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingabankasviðs Arion banka hf. hafði umsjón með því ferli að fá skuldabréfin tekin til viðskipta í Kauphöllinni. Reykjavík, 4. júní 2013 Stjórn Stefnis hf. DÓMSMÁL Guðmundur Ingi Þór- oddsson var á mánudag dæmd- ur í tólf ára fangelsi í Danmörku fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Guðmundur Ingi, sem er 39 ára, var höfuðpaurinn í nokkr- um tilraunum til að smygla allt að 66 kílóum af amfetamíni til Danmerk- ur. Alls komu átján menn við sögu í rannsókn lögreglu á mál- inu. Guðmund- ur Ingi ját- aði sinn þátt í smyglinu og því var málið gegn honum skilið frá málarekstri gegn tíu öðrum sem ákærðir hafa verið. Af þeim eru sjö Íslendingar. Margir hafa verið í haldi dönsku lögreglunnar síðan í haust. Réttað verður yfir þeim í ágúst. Lögreglan hafði fylgst með hinum grunuðu í langan tíma áður en hún lét til skarar skríða og handtók mennina á síðasta ári. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu hafði unnið að rann- sókn málsins í töluverðan tíma þegar danska lögreglan kom að því í maí á síðasta ári en það er með því stærsta sem lögreglan hefur rannsakað. Það var lög- reglan í Kaupmannahöfn sem fór með forræði málsins en vann það með lögregluembættum á hinum Norðurlöndunum, þar meðal lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Við rannsóknina á smygl- hringnum höfðu augu manna beinst í ýmsar áttir, enda er talið að hann hafi starfað lengi og verið mjög stórtækur um alla Evrópu. Karl Steinar Valsson, yfirmað- ur fíkniefnadeildar lögreglunn- ar, sagði í samtali við fjölmiðla þegar málið kom upp í haust að götuvirði efnanna hefði verið talið nema hundruð milljónum króna en efnið mun hafa verið mjög hreint. Alls voru fimm manns ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í smyglinu, þar á meðal faðir hans. hanna@frettabladid.is Dæmdur fyrir stór- fellt fíkniefnasmygl Guðmundur Ingi Þóroddsson dæmdur í 12 ára fangelsi í Danmörku. Játaði tilraun til að smygla allt að 66 kílóum af amfetamíni til Danmerkur. Sjö Íslendingar enn í haldi. SEKUR Guðmundur Ingi Þóroddsson var á mánudag dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir innflutning á fíkniefnum til Danmerkur. Umsvifamikill smyglari kíló er magnið af amfetamíni sem Guðmundur Ingi reyndi að smygla til Danmerkur. 66 tækni Alls hefur smáforrit Fréttablaðsins verið sótt 10.000 sinnum í forritaveitur Apple og Google síðan því var hleypt af stokkunum fyrir rúmri viku. Forritið, Fréttablaðs-appið, gerir notendum kleift að lesa hvert tölublað á snjallsímum eða spjald- tölvum og fá blöðin send í tækin á hverjum útgáfudegi. Appið hefur verið mest sótta for- ritið bæði í App Store hjá Apple og Play Store fyrir tæki með Android- stýrikerfi. Um þriðjungur notenda sem sótt hafa appið notar Android- tæki en tveir þriðju nota annaðhvort iPad eða iPhone. - þj BLAÐIÐ MEÐ APPINU Lesendur Fréttablaðsins hafa í þúsundavís sótt sér smá- forrit blaðsins, svokallað app, í snjallsíma og spjaldtölvur sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Guðmundur Ingi hefur verið búsettur á Spáni um árabil. Hann hefur marg- oft komið við sögu vegna fíkniefnasmygls. Hann fékk sjö ára fangelsisdóm á Íslandi árið 2000 og árið 2002 fékk hann fimm ára dóm fyrir fíkni- efnasmygl sem hann skipulagði úr fangaklefa sínum. Þá flutti hann með aðstoð samfanga sinna og manna utan fangelsisins inn tæplega 1.000 e-töflur og gerði misheppnaða tilraun til að flytja inn 4-5.000 e-töflur. GUÐMUNDUR INGI ÞÓRODDSSON 1. Hver er nýr þjálfari meistarafl okks Fram í knattspyrnu? 2. Hver er forsætisráðherra Grikk- lands? 3. Hverjir fylgja Heiðu Eiríksdóttur og Berglindi Ágústsdóttur á tónleikaferð SVÖR: 1. Ríkharður Daðason. 2. Recep Tayyip Erdogan. 3. Synir þeirra. Lesendur Fréttablaðsins fljótir að tileinka sér nýja tækni: 10.000 hafa sótt Fréttablaðs-appið EFNAHAGSMÁL Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra vonast eftir því að samningum við erlenda kröfu- hafa um uppgjör þrotabúa gömlu bank- anna ljúki á þessu ári. Í takt við stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vill hann nýta svigrúm sem kann að skapast sam- hliða uppgjörunum til að lækka hús- næðisskuldir en náist ekki samningar tímanlega sé þó til staðar varaáætlun. Þetta kom fram í viðtali Reuters- fréttastofunnar við Sigmund Davíð í gær. Þá sagði Sigmundur að ríkis- stjórnin myndi ekki blanda sér í við- ræðurnar við kröfuhafa. Stjórnin myndi hins vegar ekki veita neinu samkomulagi sam- þykki sitt nema í því fælust nægjanlegir afskriftir af kröfum kröfuhafa til að greiða götu afnáms hafta. Þá vísaði Sigmundur til orða Más Guðmundssonar um að þær afskriftir gætu numið 75%. -mþl Forsætisráðherra ræddi skuldaniðurfellingu heimilannan við Reuters og segir ríkisstjórnina ætla að koma til móts við heimilin: Samningum við kröfuhafa ljúki á árinu Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að nýta beri svigrúm sem kann að skapast samhliða uppgjöri þrotabúa gömlu bankanna til að koma til móts við lántakendur og þá sem lögðu sparnað í heimili sín fyrir bankahrun. Í yfir- lýsingunni kemur þó einnig fram að ríkisstjórnin haldi þeim möguleika opnun að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð til að ná sama markmiði. Í viðtalinu við Reuters sagði Sigmund- ur að jafnvel þótt samningum við kröfuhafa lyki ekki á árinu myndi ríkisstjórnin samt sem áður koma til móts við heimilin. Hann nefndi þó ekki nákvæm- lega hvenær skuldaniðurfellingarnar færu fram. Svigrúm fyrir lántakendur LANGAR ÞIG Í BÍÓ? Það er sama hvað er að gerast - við seljum miðana. F ÍT O N / S ÍA SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.