Fréttablaðið - 05.06.2013, Blaðsíða 14
5. júní 2013 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
JÓHANNA SIGRÍÐUR
GUÐJÓNSDÓTTIR
lést laugardaginn 25. maí. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hallkell Þorkelsson Vigdís Ársælsdóttir
Kristbjörn Þorkelsson Guðríður Pálsdóttir
Þorkell Þorkelsson
ömmu- og langömmubörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ELLEN BJARNADÓTTIR
Naustahlein 22, Garðabæ,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði, mánudaginn
3. júní sl. Útför verður auglýst síðar.
Guðmundur Sigurjónsson
Rannveig Guðmundsdóttir Símon Ægir Gunnarsson
Helga Guðmundsdóttir Jón Guðmundsson
Alma Guðmundsdóttir Björn Jóhann Björnsson
ömmubörn og langömmubörn.
Móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
HELGA SIGURÐARDÓTTIR
Nökkvavogi 29, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn
3. júní. Útför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju mánudaginn 10. júní kl. 15.00.
Elizabeth Haraldsdóttir Richard Webber
Einar Valgeirsson
Sigurður Valgeirsson Birna Leifsdóttir
Valgeir Valgeirsson Auður Ingólfsdóttir
Hörður Valgeirsson Kristín Þórsdóttir
börn og barnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTÍN HRAFNFJÖRÐ
lést að morgni 3. júní.
Sigríður Erna Sverrisdóttir Torfi Ólafsson
Erla Björk Sverrisdóttir
Magnea G. Hafberg Sverrisdóttir
Sigurlaug Hrefna Sverrisdóttir Bjarni Arnarson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR
(DÍA)
Víðihlíð 31, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 30. maí á hjúkrunar-
heimilinu Grund við Hringbraut.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 11. júní klukkan 15.00.
Ingólfur Einarsson Þórdís Öfjörð Skúladóttir
Guðbjörg Einarsdóttir Finnur Egilsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
INGA J. GÍSLADÓTTIR
Vogatungu 5, Kópavogi,
lést á Landspítalanum Fossvogi
mánudaginn 3. júní 2013.
Guðrún Halldórsdóttir Baldur Jónsson
Guðborg Halldórsdóttir
Andri Már Ólafsson Birna Friðfinnsdóttir
Baldur Baldursson Anna Rún Einarsdóttir
Kristín Sveiney Baldursdóttir Hlynur Guðlaugsson
og barnabarnabörn.
„Þeir sem einhvern menningarsögu-
legan áhuga hafa ættu að geta horft
á þessa sýningu út frá ansi mörgum
sjónarhornum,“ segir Inga Lára Bald-
vinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns
Íslands. Inga Lára er höfundur yfir-
litssýningar á ljósmyndum Sig fúsar
Eymundssonar, sem opnuð verður
í Þjóðminjasafninu á laugardag, og
nýrrar bókar um þennan fjölhæfa
athafnamann sem kemur út sama dag.
Á sýningunni, sem er liður í 150
ára afmæli Þjóðminjasafnsins, verða
verkum þessa frumkvöðuls í ljós-
myndun á Íslandi gerð skil og gefur
meðal annars að líta upprunalegar
myndir eftir Sigfús sem aldrei hafa
áður komið fyrir sjónir almennings.
Inga Lára segir þetta í raun fyrstu yfir-
litssýninguna á ljósmyndum Sigfúsar.
„Árið 1976 var gefin út bók eftir Þór
Magnússon með úrvali mynda af ljós-
myndastofu Sigfúsar, sem var mjög
vinsæl. Á þessum tíma var að
hefjast vakning á því að gamlar
ljósmyndir hefðu menningar-
sögulegt gildi og síðan hafa
myndir Sigfúsar gengið aftur
og aftur í bókum um sögu
Reykjavíkur og húsasögu borg-
arinnar, því hann var lykil-
maður í ljósmyndun á 19. öld.“
Í bókinni sem kemur út á
laugardag, sama dag og sýn-
ingin opnar, er meðal annars
farið yfir ævi Sigfúsar og
hans stóra þátt í því að skapa
myndina af Íslandi, eins og
Inga Lára orðar það, enda
var hann í raun fyrsti ljós-
myndari landsins til að gera
sig gildandi og gera
ljósmyndun að alvöru
atvinnuvegi. „Sigfús
hafði alltaf mörg járn
í eldinum, enda fjöl-
hæfur maður og dug-
legur. Hann byrjaði að
taka myndir árið 1866
og rak ljósmyndastofu
í Reykjavík til 1909 og
lést tveimur árum síðar.
Bókabúðina hóf hann að reka 1872 og
seldi hana sama ár og hann lést. Þá
stóð hann líka í prentsmiðjurekstri og
bókaútgáfu, auk þess sem hann var
umboðsmaður fyrir Allan-skipafé-
lagið sem flutti Íslendinga vestur um
haf. Það eru ákveðin forréttindi að fá
að vinna að svona sýningu og skemmti-
legt að fá tækifæri til að sinna rann-
sóknarstarfi sem þessu,“ segir Inga
Lára. kjartan@frettabladid.is
Maðurinn sem skapaði
myndina af Íslandi
Á laugardaginn næsta verður opnuð fyrsta yfi rlitssýningin á ljósmyndum Sigfúsar
Einarssonar og sama dag kemur út bók um hinn fj ölhæfa athafnamann. Inga Lára
Baldvinsdóttir er höfundur sýningarinnar og bókarinnar.
SÝNING Inga
Lára Baldvins-
dóttir er höf-
undur sýningar
og nýrrar bókar
um Sigfús
Eymundsson,
ljósmyndara
með meiru.
FRÉTTA BLAÐIÐ/ANTON
Á ÞINGVÖLLUM Að ofan: Mynd Sigfúsar af Almannagjá um 1874. Til
vinstri: Sigfús Eymundsson, fljótlega eftir að hann hóf störf.
Robert F. Kennedy var skotinn
í morgunsárið þennan dag árið
1968. Hann hafði nýlega fengið
útnefningu sem forsetaefni
demókrataflokksins og undir
morgun þennan dag ávarpaði
hann stuðningsmenn sína í
veislusal Ambassador-hótelsins í
Los Angeles.
Eftir ávarpið fór Kennedy, gegn
fyrirmælum lífvarðar síns, í
gegnum eldhúsið til að stytta sér
leið. Þar varð hann, ásamt fimm öðrum, fyrir árás Sirhans Sirhan,
palestínsks manns sem var reiður Kennedy fyrir stuðning hans
við Ísraela í sex daga stríðinu en það hófst nákvæmlega ári fyrr.
Kennedy lést af sárum sínum 26 klukkutímum eftir árásina.
Hinir sem urðu fyrir árásinni komust lífs af.
ÞETTA GERÐIST 5. JÚNÍ 1968
Robert Kennedy
skotinn til bana
MERKISATBURÐIR
1915 Danska stjórnarskráin veitir konum kosningarétt.
1920 Brjóstsykursgerðin Nói hefur starfsemi sína.
1956 Elvis Presley birtist í sjónvarpinu og hneykslar áhorfendur
með mjaðmahnykkjum sínum.
1967 Sex daga stríðið hefst fyrir botni Miðjarðarhafs.
1968 Forsetaframbjóðandinn Robert F. Kennedy er skotinn.
1974 Ólafur V Noregskonungur heimsækir Ísland.
1975 Súesskurðurinn opnaður í fyrsta sinn eftir að sex daga
stríðinu lauk.