Fréttablaðið - 05.06.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.06.2013, Blaðsíða 34
5. júní 2013 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 22 VILDI KOMA Í VEG FYRIR VÆL „Ástæða þess að ég fékk Dönku til Stjörnunnar var fyrst og fremst sú að við misstum Gunnhildi Yrsu ( Jónsdóttur) og Eddu Maríu (Birgisdóttur) af miðjunni,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. Óhætt er að segja að hinn marksækna Danka sé leikmaður af allt öðrum toga en hinar baráttuglöðu Gunnhildur Yrsa, sem leikur nú í Noregi, og Edda María, sem er í barneignarleyfi. „Ég var á þeirri skoðun að við þyrftum allt öðru- vísi leikmann svo liðið væri ekki alltaf að miða sig við þær og væla yfir brotthvarfi þeirra,“ segir Þorlákur. Danka hefur fallið afar vel inn í leik Garðabæjarliðsins eins og augljóst er af tölfræð- inni. „Auðvitað tók það tíma en það er eins og hún hafi alltaf verið í Stjörnunni, bæði félagslega og á vellinum. Fyrirliðinn á miðjunni, Ásgerður Stefanía (Baldursdóttir), stýrir þessu og leikmenn eru fljótir að komast inn í hlutina með hana við hliðina á sér.“ STJARNA Danka Podovac hefur farið á kostum með liði Stjörnunnar í sumar. Hún er búin að vera lengi á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 2006 - 2013 Lið - leikir - mörk Stjarnan - 6 - 8 ÍBV - 39 - 27 Þór/KA - 13 - 9 Fylkir - 21 - 16 Keflavík - 52 - 20 Alls - 131 - 80 LEIKIR KVÖLDSINS Þór/KA - Selfoss ÍBV - Afturelding FH - Breiðablik Í beinni á Vísi Stjarnan - Þróttur HK/Víkingur - Valur TÖLFRÆÐI DÖNKU SPORT KÖRFUBOLTI Real Madrid er komið í úrslit spænsku úrvalsdeildarinn- ar eftir að hafa lagt CAI Zaragoza, 77-63, í þriðja leik liðanna. Real Madrid sópaði þar með Jóni Arnóri og félögum úr keppni 3-0. Zara- goza byrjaði leikinn mjög vel og stóð lengi vel í stórveldinu. Real Madrid var aftur á móti of stór biti í lokaleikhlutanum og fóru að lokum með sigur af hólmi. Jón Arnór gerði 5 stig í leiknum. - sáp CAI Zaragoza úr leik Jón Arnór Stefánsson og félagar réðu ekki við Real. Á FLEYGIFERÐ Jón Arnór sækir hér að körfu Real Madrid í leiknum í gær. MYND/KARFAN.IS FÓTBOLTI „Ég hef spilað á Íslandi í sjö ár og ekki unnið neitt. Ég vildi komast í lið sem hefði möguleika á að vinna titil,“ segir Danka Podovac, sem farið hefur á kost- um í óstöðvandi liði Stjörnunnar í sumar. Stjarnan hefur unnið alla fimm leiki sína, aðeins fengið á sig eitt mark og skorað tuttugu. Átta þeirra hefur Danka skorað. „Ég hef aldrei byrjað tímabil jafnvel,“ segir Danka og minnir á að þótt hún sé miðjumaður sinni hún lítilli varnarskyldu. Hennar hlutverk sé að koma samherjum í færi og skora. „En ég væri aldrei búin að skora svona mörg mörk ef ekki væri fyrir frábæra frammi- stöðu samherja minna.“ Höfðu ekki efni á henni Danka hefur flakkað á milli liða á Íslandi frá því hún gekk fyrst í raðir Keflavíkur árið 2006. Eftir þrjú tímabil með Keflavík lá leið- in til Fylkis í Árbænum. Danka skoraði 13 mörk í 17 leikjum með Fylki en aftur söðlaði hún um. „Hvorki Keflavík né Fylkir höfðu nægt fjármagn til að geta haldið mér þar,“ segir Danka. Hún hafi því verið á flakki fyrir nauðsyn enda knattspyrnan starf hennar. Þór/KA á Akureyri naut krafta hennar sumarið 2010 og árin tvö á eftir var hún hjá ÍBV í Eyjum. „Við áttum möguleika á titlin- um í fyrra hjá ÍBV en það tókst ekki. Nú tel ég okkur vera með besta liðið í deildinni. Ég hef aldrei átt betri möguleika á að vinna titilinn,“ segir Danka. Engir hamborgarar Danka býr með Megan Manthey, bandarískum leikmanni Stjörn- unnar. Hún segir þær stöllur ná vel saman og samvistin gangi vel. „Það eru engir hamborgarar,“ segir Danka og hlær aðspurð um matinn sem herbergisfélaginn bjóði upp á. „Við eldum stundum saman og skiptumst líka á. Svo förum við stundum út að borða,“ segir Danka sem varð íslenskur ríkis- borgari í apríl. Hún segir ríkis- borgararéttinn hafa hjálpað til við að starfa innan Evrópu. „Með vegabréf frá Serbíu er erfitt að vera lengur en þrjá mán- uði nokkurs staðar í Evrópu,“ segir Danka. Ísland getur þó ekki nýtt Dönku í landslið sitt enda er hún þrautreyndur landsliðsmað- ur Serba. kolbeinntumi@365.is Markheppinn fl akkari Danka Podovac hefur farið á kostum í Pepsi-deild kvenna í sumar. Danka er markahæst í deildinni þrátt fyrir að leika sem framliggjandi miðjumaður. Íslenski ríkisborgarinn saknar kærastans og fj ölskyldunnar heima í Serbíu. BIRTING LÝSINGAR Útgefandi: REG 2 Smáralind, fagfjárfestasjóður, kennitala 621112-9960, Borgartúni 19, 105 Reykjavík REG 2 Smáralind, fagfjárfestasjóður, hefur birt lýsingu í tengslum við umsókn um að flokkur eignavarinna skuldabréfa væri tekinn til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Lýsingin er dagsett 4. júní 2013 og staðfest af Fjármálaeftirlitinu, gefin út á íslensku og gefin út rafrænt og birt á vefsíðu Stefnis hf. sem er rekstraraðili sjóðsins, nánar tiltekið á slóðinni www.stefnir.is/kaupholl. Lýsinguna má nálgast á vefsíðunni næstu 12 mánuði. NASDAQ OMX Iceland hf. tilkynnir opinberlega ef skuldabréfin eru tekin til viðskipta og þá hvenær fyrsti mögulegi viðskiptadagur með bréfin eru á hinum skipulega verðbréfamarkaði, en NASDAQ OMX Iceland hf. tilkynnir slíka dagsetningu með að lágmarki eins viðskiptadags fyrirvara. Skuldabréfin eru gefin út af REG 2 Smáralind sem er fagfjárfestasjóður rekinn af Stefni hf. Upphafleg höfuðstólsfjárhæð útgefinna skuldabréfa, sem öll hafa verið seld, og heildarheimild útgáfu nemur 6.600.000.000 kr. að nafnverði. Bréfin eru gefin út rafrænt í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. Auðkenni flokksins er REG2SM 12 2. ISIN-númer skuldabréfanna er IS0000022549. Bréfin eru gefin út í íslenskum krónum og er hver eining skuldabréfanna 1 kr. að nafnverði. Tilgangur með því að fá skuldabréfin tekin viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. er að tryggja fjárfestum að starfshættir og upplýsingagjöf um m.a. fjárhagsstöðu útgefanda séu í samræmi við Reglur fyrir útgefendur fjármálagerninga, útgefnar af NASDAQ OMX Iceland hf., eins og þær eru á hverjum tíma, svo og að auka markaðshæfi skuldabréfanna. Nánari upplýsingar um REG 2 Smáralind og skuldabréfaflokkinn REG2SM 12 2 má finna í lýsingu sjóðsins. Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingabankasviðs Arion banka hf. hafði umsjón með því ferli að fá skuldabréfin tekin til viðskipta í Kauphöllinni. Reykjavík, 4. júní 2013 Stjórn Stefnis hf. KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net NÝTT TÆKIFÆRI TIL NÁMS HÁSKÓLABRÚ Á Háskólabrú er boðið upp á nám fyrir einstaklinga sem hafa ekki lokið stúdentsprófi. Að námi loknu uppfylla nemendur inntökuskilyrði í háskóla hérlendis og erlendis. Háskólabrú er skipulögð í samstarfi við Háskóla Íslands. Kennsla á Háskólabrú fer fram í staðnámi og fjarnámi. NÁMSFRAMBOÐ FÉLAGSVÍSINDA- OG LAGADEILD HUGVÍSINDADEILD VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐIDEILD VERK- OG RAUNVÍSINDADEILD Umsóknarfrestur til 5. júní

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.