Fréttablaðið - 05.06.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.06.2013, Blaðsíða 20
15. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR4 Bandaríska leikkonan Mireille Enos leikur rannsóknarlögreglukonuna Söruh Linden, sem á erfi tt með að að- skilja hræðilegan veruleika vinnunnar og persónulegt líf sitt. Sarah Linden er þungur og fl ókinn persónuleiki sem Enos skilar afar vel til áhorfenda. Í þriðju þáttaröðinni sem nú hefur göngu sína hefur Linden sagt skilið við sitt fyrra líf en dregst á ný inn í þann heim þegar gamalt morðmál dúkkar upp í nýrri rannsókn á fjöldamorðingja. Mireille Enos hóf feril sinn á sviði og var tilnefnd til Tony-verðlauna árið 2005 fyrir leik sinn í sýningunni Who‘s Afraid of Virginia Woolf sem sett var upp á Broadway. Hún vakti síðan at- hygli í þáttunum Big Love þar sem hún lék tvíburasysturnar Kathy og Jodeen Marquart. Hlutverk Söruh Linden er hennar fyrsta aðalhlutverk og fyrir leik sinn í fyrstu seríu hlaut hún tilnefningu til Emmy-verðlaunanna. Enos hefur einnig sést á stóra tjaldinu. Hún hefur leikið eiginkonu Josh Brolin í Gangster Squad og mun birtast áhorf- endum í myndinni World War Z í sumar en þar leikur hún eiginkonu Brad Pitt. Þá leikur hún um þessar mundir í mynd með Arnold Schwarzenegger. MARGSLUNGIN PERSÓNA ÞRJÁR SPURNINGAR til fótboltaspekinganna í Pepsi- mörkunum á Stöð 2 Sport HJÖRVAR HAFLIÐASON REYNIR LEÓSSON 1 Hvernig ræktarðu kroppinn? 2 Hvernig ætlarðu að sinna sjálfum þér í sumar? 3 Hvernig ræktarðu sálar- tetrið? 1 Ég er afar duglegur í ræktinni og lyfti fi mm sinnum í viku en þar sem fótboltinn eyðilagði á mér hnén neyðist ég til að gera þolæfi ngar á stig- eða skíðavél- inni á eftir. 2 Í sumar stendur til að fá sér almennilegt hjól og hjóla sem mest. Ég er líka mikill göngu- hrólfur og á hverju sumri reyni ég að taka eina krefjandi göngu sem í ár verður líklega yfi r Fimm- vörðuháls. Þá mæti ég áfram í ræktina svo ég geti leyft mér grillsósurnar og bjórinn í sumar. 3 Ég er nú glaðsinna að eðlis- fari en ef ég verð pirraður næ ég í Sly Stallone-safnið mitt eða horfi á Arnold Schwarzenegger- myndir og læt þá félaga berja úr mér pirringinn. 1 Ég hef lítið hreyft mig síðan ég lagði skóna á hilluna síðasta sumar en spila þó körfubolta einu sinni í viku með góðum vinum. Stefnan er svo sett á að taka golfi ð föstum tökum í sumar. 2 Ég ætla að ferðast um landið eins mikið og ég get þar sem ég þarf ekki að mæta á æfi ngar alla daga í fyrsta skipti síðan ég man eftir mér. Ég ætla líka að taka fyrstu skrefi n í stangveiði og spila svolítið af golfholum. Svo verð ég duglegur að fara á völlinn, bæði í Pepsi-deildinni og til að horfa á drengina mína spila með Fylki. 3 Besta leiðin til þess er að eiga góðar stundir með fjölskyldunni og góðum vinum. Það heldur manni kátum. Þriðja þáttaröðin af The Killing hefst á Stöð 2 þann 9. júní og verða sýndir strax í kjölfar frumsýn- ingar í Bandaríkjunum. Þættirnir byggja á dönsku verðlaunaþátt- unum Forbrydelsen. Ólíkt fyrri tveimur þáttaröðunum byggir morðmálið að þessu sinni ekki á máli úr dönsku þáttunum. Í þetta sinn þarf lögreglan að rannsaka erfitt mál. Brjálaður fjöldamorð- ingi, sem hefur þegar sautján mannslíf á samviskunni, gengur laus og virðist hvergi hættur. Rúmt ár er liðið frá því að rann- sókninni á morðinu á Rosie Lar- sen lauk og Sarah Linden starfar ekki lengur innan lögreglunn- ar. Hennar gamli félagi, Steph- en Holder, er með til rannsóknar mál stúlku sem strokið hefur að heiman. Fljótlega kemst hann á slóð fjöldamorðingjans og kemst að því að málið tengist eldra máli sem Linden hafði eitt sinn til rann- sóknar. Linden neyðist því til að snúa aftur til starfa og kafa ofan í málið, sem og fortíðina. Sænskur sjarmör Joel Kinnaman leikur lögreglu- manninn og óvirka fíkilinn Steph- en Holder. Holder er breyttur maður í þriðju seríu. Hann er sjálfsöruggari, metnaðargjarnari og betur klæddur en í fyrri þátta- röðunum. Hann stundar nám til að gerast aðstoðarvarðstjóri og á aðstoðarsaksóknara fyrir kærustu. Þegar Sarah Linden kemur aftur inn í líf hans breytist margt og hann þarf að ákveða hvernig lög- reglumaður hann vill vera. Joel Kinnaman er fæddur og uppalinn í Stokkhólmi. Móðir hans er sænsk en faðir bandarískur. Hann er því með tvöfaldan ríkis- borgararétt. Kinnaman byrjaði tíu ára að leika í sænskri sápuóperu. Á unglingsaldri leiddist hann út í slæman félagsskap. Hann var því nokkuð vel búinn undir hlutverk sitt sem Stephen Holder en sá ólst upp í slæmu hverfi og kynntist hörðum heimi eiturlyfjanna. Kinnaman er hvað þekktastur fyrir leik sinn í myndaseríunni Snabba Cash. Hann hefur einnig leikið í nokkrum myndum seríunn- ar Johan Falk og fengið tilnefn- ingu til Guldbagge-verðlaunanna fyrir leik í aukahlutverki. Á næsta ári birtist hann áhorfendum í hlut- verki Alex James Murphy í endur- gerð á hinni klassísku Robocop frá árinu 1987. Kinnaman er vel tengdur inn í sænska leiklistarheiminn. Systir hans er Melinda Kinnaman sem nýtur talsverðra vinsælda í heima- landinu. Þá er hann góðvinur Noomi Rapace og Gustav Skars- gård, sem er bróðir Alexanders Skarsgård úr True Blood. FJÖLDAMORÐINGI GENGUR LAUS THE KILLING Sunnudaga kl. 21:35

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.