Fréttablaðið - 05.06.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.06.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Miðvikudagur 12 ÞÓRBERGSSETUROpin dagskrá verður í Þórbergssetri sunnudaginn 9. júní. Dagskráin er tengd bókmenntum, menningarferðaþjónustu og verkefni á vegum Ferðaþjónustu bænda undir heitinu „BÆNDUR BJÓÐA HEIM“ | WWW.THORBERGUR.IS K jartan Yngvi Björnsson rithöf-undur er staddur í Rúmeníu, nánar tiltekið Sighisoara í Transilvaníu. Þar stundar hann ritstörf ásamt Snæ-birni Brynjarssyni. „Við fórum hingað til að klára framhaldið á Hrafnsauga Þettaverður þá önnu bók okkur til Sighisoara. Við hefðum kannski átt að leita betur því leigubílstjórinn reyndist hálfsturlaður og heyrnarlaus,“ segir Kjartan. „Hann þrumaði með okkur í gegnum hnausþykk þ k Á VAMPÍRUSLÓÐUMFERÐIR Kjartan Yngvi Björnsson rithöfundur skrifar framhald Hrafnsauga í Transilvaníu, ásamt Snæbirni Brynjarssyni. ÓLÍK LÍFSGÆÐIKjartan segir að þótt lífs-gæði í Transilvaníu séu vissulega allt önnur e áÍ DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara Amerískgæðavara MIÐVIKUDAGUR 5 JÚNÍ 2013 4. TÖLUBLAÐ 1. ÁRGANGUR DAGSKRÁRBLAÐ STÖÐVAR 2 ÚRSLITAVIÐUREIGN NBA HEFST Á STÖÐ 2 SPORT Á FIMMTUDAG Á HÆLUM FJÖLDA- MORÐINGJA 2 SÉRBLÖÐ Fólk | Stöð 2 Sími: 512 5000 5. júní 2013 130. tölublað 13. árgangur Sá viðtal við Birgittu og dreif sig til Íslands Roy Albrecht íhugar að setjast að á Íslandi til að geta tjáð skoðanir sínar óáreittur. Viðtal við Birgittu Jónsdótt- ur var kveikjan að Íslandsförinni. 2 Hrisingur olli ekki dauða Breskur sérfræðingur segir hristing ekki dánaorsök barns sem var í umsjá dag- föður og lést 2003. 2 Persónuleikaröskun æ algengari Sjálfsvígstilraunir eru algengar hjá sjúklingum með jaðarpersónuleika- röskun, sem verður æ algengari 4 Dæmdur fyrir smygl Íslendingur í 12 ára fangelsi í Danmörku fyrir amfetamínsmygl. 6 SPORT Danka Podovac hefur farið á kostum í Pepsi-deild kvenna í sumar og er markahæst. 22 Borðplatan kostar aðeins 1,-* Kvik Reykjavík Suðurlandsbraut 16, Sími 5880500 * Tilboðið gildir við kaup á heilli eldhúsinnréttingu til 16. júní 2013. Gildir fyrir öll plasthúðuð plötu- efni í vörulista Kvik. Má ekki nýta samhliða öðrum tilboðum. Nú er opio allan sólarhringinn í Engihjalla LÍF Í LÆKJARGÖTU Heimafólk og ferðamenn arka yfi r Lækjargötu á rigningardegi í Reykjavík. Júní hefur verið vætusamur hingað til en veðrið hafði lítil áhrif á góða skapið hjá þeim sem Fréttablaðið ræddi við í bæjarferð í gær. Sjá síðu 8 FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Skyrta Kr. 2.490.- KRINGLUNNI • SÍMI 5513200 Gallabuxur Verð frá kr. 2.490.- Bolungarvík 11° S 7 Akureyri 19° S 4 Egilsstaðir 18° SV 5 Kirkjubæjarkl. 10° SA 3 Reykjavík 12° SA 8 Best NA- til Sumar og sól á N- og A- verðu landinu í dag. Dregur úr vindi og úrkomu S- og V-til með deginum. Hiti 10-20 stig. 4 SKOÐUN Sif Sigmarsdóttir veltir fyrir sér tilgangi símaráðgjafar Lækna- vaktarinnar. 13 MENNING Hilmir Snær Guðnason leikstýrir Monty Python-söngleiknum Spamalot. 26 LÖGREGLUMÁL Metamfetamín er miklu þekktara hér á landi nú en áður fyrr. Þetta staðfestir Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Fréttablaðið. Neysla metamfetamíns einskorðaðist áður nær eingöngu við Tékkland og Slóvakíu. Það hefur verið að breiðast út um Evrópu samkvæmt árlegri skýrslu Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyf og lyfjafíkn um stöðu fíkniefnamála í Evrópu. „Það er misjafnt hvernig framboðið er á því. Það er þó miklu þekktara nú en áður, þó að við höfum ekki verið að taka það í miklu magni; söluskömmtum eða jafnvel stærri neysluskömmtum.“ Íslenski fíkniefnamarkaðurinn dreg- ur að miklu leyti dám af straumum og stefnum í Evrópu, segir Karl Steinar. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að tilbúin fíkniefni, til dæmis amfetamín og skyld efni, hafi sífellt verið að að ryðja sér meira til rúms síðustu ár. Þá er átt við efni sem búin eru til frá grunni en byggja ekki á nátt- úrulegum afurðum eins og kókaín eða heróín. Mörg þessara efna eru ný þannig að ekki er enn búið að banna þau. Í fyrra fundust til að mynda 73 áður óþekkt efni í ríkjum Evrópusambandsins, þar af 19 efni sem skyld eru amfetamíni og MDMA (e-töflum). „Uppgangur amfetamíns hér á landi, eða efna sem eru skyld því, er alveg í takt við það og enn ein vísbending- in um að Ísland er í svipaðri stöðu og önnur lönd,“ segir Karl Steinar. Í evrópsku skýrslunni segir að þró- unin sé að mörgu leyti jákvæð. Minni nýliðun sé í hópi heróínneytenda og sprautunotkun dragist saman og notk- un á kannabisefnum, bæði hassi og maríjúana, sé á undanhaldi í mörgum ríkjum. - þj, kóp / sjá síðu 8 Amfetamín- og rítalínfaraldur Tilbúin efni verða sífellt algengari á fíkniefnamarkaðnum í Evrópu. Sama þróun á sér stað hérlendis. Sum til- búnu efnanna hafa ekki enn verið bönnuð. Borið hefur á metamfetamíni undanfarið. Rítalínið stórvandamál. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir ekki hafa orðið mikil breyting á vímuefnamarkaðnum síðustu tvö til þrjú árin. Fyrir nokkru hafi rítalín, sem er löglegt lyf, komið inn á hinn ólöglega vímuefnamarkað og tekið yfir stóran hluta af neysl- unni, sumir segi þriðjung eða allt að helming af markaðnum fyrir örvandi eiturlyf. „Við sjáum þetta frá Vogi að hópurinn sem er háður örvandi vímuefnum hefur notað meira af rítalíni en nokkru sinni fyrr.“ Rítalínið er áhyggjuefnið Hermann Gunnarsson fjölmiðlamað- ur, betur þekktur sem Hemmi Gunn, er látinn. Hann var 66 ára gamall, fæddur 9. desember 1946. Hermann varð bráð- kvaddur í Taílandi í gær, en hann var þar í fríi. Hemmi varð fyrst þekktur sem einn fremsti knattspyrnumaður Íslands. Hann starfaði svo um áratuga skeið í fjölmiðl- um, fyrst sem íþróttafréttamaður á Rík- isútvarpinu. Hann stjórnaði lengi einum vinsælasta sjónvarpsþætti landsins, Á tali hjá Hemma Gunn. Síðustu ár starf- aði hann bæði í sjónvarpi og útvarpi hjá 365 miðlum, bæði á Stöð 2 og á Bylgjunni. Þá var hann einnig tónlistarmaður, söng inn á nokkrar plötur og gaf út sólóplötuna Frískur og fjörugur. Hann lét af störfum á Bylgjunni í apríl síðastliðnum og hugðist þá leggja lokahönd á sjálfsævisögu sína. Viðbrögðin við fréttum af and- láti Hemma í gærkvöldi voru gríð- arleg og mörg þúsund Íslending- ar höfðu tjáð harm sinn og samúð með aðstandendum hans á netinu í gærkvöldi. „Það er ekki skrýtið þó öll þjóðin elski hann, og mikið eigum við eftir að sakna hans,“ sagði Heimir Karlsson, vinur og fyrrverandi samstarfs- maður Hemma á Bylgjunni í samtali við Vísi í gærkvöldi. Hermann lét eftir sig fjölda afkomenda, börn og barnabörn. - þeb Íslendingar syrgja ástsælan fjölmiðlamann og skemmtikraft: Hemmi Gunn fallinn frá HERMANN GUNNARSSON ÞÓRARINN TYRFINGSSON KARL STEINAR VALSSON ➜ Notkun kannabisefna er á undan- haldi í mörgum Evrópulöndum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.