Fréttablaðið - 05.06.2013, Blaðsíða 16
FÓLK|
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Bílsætin eru stór hluti verkefna hjá mér og ég leyfi mér að segja að ákveðin hönnunarmistök einkenni
bílsæti í dag. Grindurnar eru of beittar,
þær skerast upp í svampinn og koma í
gegnum hann neðan frá. Þetta fer illa með
bæði bak og mjaðmir og er mjög slæmt
fyrir þá sem sitja lengi undir stýri,“ segir
Hafsteinn Sigurbjarnarson, bólstrari hjá
Formbólstrun í Kópavogi, en hann hefur
endurgert bílsæti í yfir þrjátíu ár.
Hann segir góða bólstrun á stólum
skipta miklu máli fyrir heilsu fólks al-
mennt.
„Fólk áttar sig ekki á því hvað þetta
er mikilvægt en fyrir nútímafólk eru góð
rúmdýna, gott bílsæti og góður skrifstofu-
stóll afar mikilvægir hlutir. Ég geri einn-
ig upp skrifstofustóla og nú til dags eru
fyrirtæki að kaupa ódýrari vörur en áður.
Stólarnir koma því í viðgerð og viðhald
eftir örfá ár. Hér áður voru stólarnir það
vandaðir að þeir komu í viðgerð jafnvel
eftir tuttugu ára notkun.“ Hafsteinn hef-
ur í nægu að snúast á verkstæðinu. Hann
segir fólk leita til bólstrara með alls kyns
verkefni og að það hafi aukist að fólk láti
bólstra húsgögn í stað þess að kaupa ný.
„Það er mikið um það núna að fólk
láti gera upp vönduð húsgögn sem hafa
kostað sitt. Ég var til dæmis að ljúka við
gamalt og fallegt hörpudiskssófasett en
slíkir stólar sjást ekki oft í dag,“ segir Haf-
steinn. Hann vill þó ekki meina að hús-
gögn sem framleidd eru í dag séu eintómt
„drasl“. Taka verði mið af því til hvers eigi
að nota húsgögnin.
„Gæðin liggja auðvitað í verðinu, en
það er allt í lagi að kaupa ódýr húsgögn.
Spurningin er bara hvernig á að nota þau.
Ef fólk kaupir ódýran sófa sem eina hús-
gagnið í stofunni og notar hann sem sjón-
varpssófa, stofusófa og borðar jafnvel í
honum og sefur, þá er ekkert skrítið að
hann gefi sig fljótt.“
BÍLSÆTIN VERÐA
EINS OG NÝ
BÓLSTRUN Hafsteinn Sigurbjarnarson hefur gert við bílsæti í yfir þrjátíu ár og
hefur nóg að gera. Hann segir góða bólstrun á bílsætum og skrifstofustólum
mikilvæga fyrir bak og mjaðmir.
GÓÐ BÍLSÆTI MIKIL-
VÆG Hafsteinn hefur
endurgert bílsæti í yfir
þrjátíu ár. Á vefsíðu hans
www.hsbolstrun.is er
meðal annars að finna
myndbönd sem sýna
handtökin við bólstrun
á bílsætum og hús-
gögnum.
MYND/VILHELM
Íslenskt lambakjöt hefur fengið heiðurssess á Texas-borgurum við Grandagarð.
„Í Texas hafa þeir nautið en
lambið er auðvitað langbesta
kjöt sem við getum fengið,“
segir Magnús Ingi Magnússon
veitingamaður. „Við úrbeinum
og hökkum lambalæri og búum
til hamborgara úr því án nokk-
urra aukaefna. Þetta er því eins
hreint og heilnæmt gæðahrá-
efni og hægt er að hugsa sér.“
Lambaborg ararnir ásamt með-
læti kosta aðeins 1.390 kr. Þeir
eru 140 grömm, bornir fram
með djúpsteiktum laukhringj-
um, grænmeti og hamborgara-
og kryddsósu. Meðlætið er
franskar og ekta heimalöguð
bernaise-sósa. Nánar á texas-
borgarar.is og á Facebook.
LAMBABORGARI MEÐ
BERNAISE-SÓSU
Texasborgarar kynna
FRÁBÆRT VERÐ Lambaborgari bernaise með laukhringjum og frönskum kostar
aðeins 1.390 kr. MYND/GVA
Í tilefni af þemaviku Safetravel
um gönguferðir stendur Slysa-
varnafélagið Landsbjörg, ásamt
Safetravel, fyrir fræðslu um
undirbúning gönguferða. Haldin
verða námskeið sem opin eru al-
menningi, bæði í Reykjavík og á
Akureyri.
Fyrri fyrirlesturinn verður
haldinn í kvöld í húsnæði Hjálp-
arsveita skáta í Reykjavík, á Mal-
arhöfða 6, en á morgun býðst
Akureyringum að sækja sama
námskeið í húsnæði Súlna, Hjalt-
eyrargötu 12. Báðir fyrirlestrarn-
ir hefjast kl. 20.
Farið verður yfir helstu at-
riði varðandi undirbúning og
framkvæmd gönguferða, styttri
og lengri. Ferðaáætlanir verða
teknar fyrir sem og leiðarval,
búnaður og annað sem þarf til
að undirbúa örugga og ánægju-
lega gönguferð.
Auk fyrirlestranna tveggja
stendur fyrirtækjum til boða
svokallaður örfyrirlestur þar
sem farið verður hratt yfir helstu
atriðin sem hafa þarf í huga við
undirbúning gönguferða. Um er
að ræða 20 mínútna erindi auk
spurninga í lokin.
FYRIRLESTRAR UM UNDIR-
BÚNING GÖNGUFERÐA
Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir fræðslu um undirbúning göngu-
ferða, ásamt Safetravel.
ÖRYGGIÐ Í FYRIRRÚMI Að mörgu þarf
að huga þegar kemur að undirbúningi
gönguferða.
Vertu vinur okkar á Facebook
Hinar
geysivinsælu
Lindon buxur
komnar aftur
Nýjir litir
Tvær síddir
Verð 9.980