Fréttablaðið - 05.06.2013, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 05.06.2013, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 5. júní 2013 | MENNING | 19 Við höfðum búið okkur undir að það yrði einhver hugmynda- fræðilegur ágreiningur en þetta hefur smollið mjög vel saman Valdís Björt Guðmundsdóttir út á bók Bálskotin Ég vil að við skjótum hvort annað á báli að við stöndum á bálinu miðju og skjótum. Við horfumst í augu og skjótum. Hjörtun brenna ekki lifandi svo við horfumst í augu. Bergþóra Einarsdóttir ➜ Úr Innvolsi Ólafur Elíasson myndlistarmaður sýnir ný verk á sýningunni Tiltrú sem opnar í galleríinu i8 fimmtudaginn 6. júní. Þetta er fjórða einkasýning Ólafs í galleríinu og samanstendur af fjórum verkum, sem öll fjalla um staðsetningu mannsins í veröldinni, skynjun hans og upplifun. Ljósmyndaserían The Hut Series inni- heldur myndir af fjallakofum á hálendi Íslands. Myndirnar eru teknar að vori, áður en snjóa leysir og jafnvel áður en hlerar hafa verið teknir frá gluggum. Glerverkið Your fading self (west) er frístandandi í sýningarrýminu og sést utan frá götu. Það stendur á steyptri uppi- stöðu, er að hluta gegnsætt og að hluta hjúpað daufum fölva sem setur sjónina úr jafnvægi um stund. Þriðja verkið er líka leikur að sjón- skynjun. Fimm þríhyrndir speglar eru festir á einn vegg gallerísins og eru allir kenndir við hik eða efa (Hesitant move- ment sky; Hesitant movement ground, Hesitant movement up; Hesitant Move- ment right og Hesitant you). Fjórða verkið nefnist Trust compass og er áttaviti gerður úr rekaviði og látúns- stöngum sem halda sívölum seglum. Sýningin stendur til 17. ágúst. - bs Ólafur Elíasson sýnir Tiltrú á Íslandi Opnar sína fj órðu einkasýningu í i8 á fi mmtudag. Ný verk um staðsetningu, rýmisskynjun og upplifun. TRUST COMPASS Eitt af fjórum nýjum verkum Ólafs í i8. ➜ Höfundar Innvols Bergþóra Einarsdóttir Elín Ósk Gísladóttir Guðrún Heiður Ísaksdóttir Hertha Richardt Úlfarsdóttir Katla Ísaksdóttir Maó Nanna Halldórsdóttir Selma Leifsdóttir Valdís Björt Guðmundsdóttir Þórunn Þórhallsdóttir HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013 Tónlist 12.00 Hádegistónleikar Schola Can- torum fara fram í Hallgrímskirkju í dag kl. 12. Aðgangseyrir er kr. 2000. 16.00 Magni og Matti koma fram í lista- og menningamiðstöðinni Líf fyrir líf á Laugavegi 103 (við Hlemm, á móti 10-11). Tónleikarnir eru á vegum ABC barnahjálpar, sem er 25 ára og heldur upp á afmælið allan júnímánuð. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Styrktartónleikar í þágu Einstakra barna fara fram á Café Rósenberg í kvöld kl. 21. Fram koma Elísabet Orms- lev, Maja Eir, Elís Veigar, Hrefna Hrund, Bjarni töframaður, Felix Bergsson og fleiri. Kynnir er Logi Bergmann Eiðsson. Aðgangseyrir er kr. 2500. 22.00 Sóley og Dj Flugvél & geim- skip þeyta skífum á efri hæð Faktory. Aðgangseyrir 1.000 kr. Textarnir eru ekki merktir höf- undum sínum en aftast í bókinni er tekið fram hver skrifaði hvað. „Okkur langar að taka höfundinn og reyna að skilja hann frá efninu,“ segir Valdís Björt. „Búa til rými fyrir textann þannig að hann fái að njóta sín óháð því hver skrifaði hann.“ Nýræktarstyrkurinn nam 250 þúsund krónum en áður hafði Inn- vols fengið 300 þúsund króna styrk úr Hlaðvarpanum. „Við höfum verið mjög lánsam- ar. Handritið er nú komið í umbrot og bókin kemur vonandi út í ágúst sem hliðarspor á vegum útgáfunnar Útúrdúrs.“ bergsteinn@frettabladid.is Sjóvá kynnir ókeypis fyrirlestra Safetravel og Slysavarnafélagsins Landsbjargar um búnað og öryggismál í gönguferðum. Farið verður yfir helstu atriði varðandi undirbúning og framkvæmd. Fyrirlestrarnir eru ætlaðir öllu áhugafólki um lengri og skemmri gönguferðir. Miðvikudaginn 5. júní kl. 20.00–21.30 í Reykjavík húsnæði Hjálparsveitar skáta, Malarhöfða 6. Fimmtudaginn 6. júní kl. 20.00–21.30 á Akureyri húsnæði Björgunarsveitarinnar Súlna, Hjalteyrargötu 12. Sjóvá er aðalstyrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjargar safetravel.is UNDIRBÚNINGUR FYRIR GÓÐAR GÖNGUFERÐIR Frekari upplýsingar má finna á Facebook-síðu Safetravel Iceland. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.