Fréttablaðið - 05.06.2013, Blaðsíða 12
5. júní 2013 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Sigríður Björg Tómasdóttir, sigridur@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Alþýðufylkingin kom með nýja rödd inn
í nýafstaðnar kosningar. Rödd sem lengi
hefur vantað í íslenska stjórnmálaumræðu.
Þó að uppskeran úr kjörkössunum hafi
aðeins verið 118 atkvæði þá endurspegl-
ar það hvorki áhrif Alþýðufylkingarinnar
né mikilvægi. Á niðurstöðunni eru marg-
ar skýringar. Þar sem okkur tókst ekki að
bjóða fram nema í Reykjavík var ljóst að
við ættum varla möguleika á að rjúfa 5%
múrinn. Það út af fyrir sig beindi mörgum
á aðrar slóðir.
Sú staðreynd að stefna okkar og mál-
flutningur gengur ekki út frá viðtekn-
um hugmyndum heldur róttækum sam-
félagsbreytingum þýðir einnig að margir
þurfa dálítinn tíma til að ganga til liðs við
okkur og greiða okkur atkvæði þrátt fyrir
jákvæðar undirtektir. Stærsti kosninga-
sigurinn felst hins vegar í því að sjónar-
mið okkar skyldu komast á framfæri og ná
eyrum þúsunda.
Það sem gerir málflutning Alþýðufylking-
arinnar sérstakan er að hann afhjúpar að
vandi samfélagsins felst ekki í ónógri fram-
leiðni heldur botnlausu arðráni frá alþýð-
unni og ójöfnuði sem af því leiðir. Enn frem-
ur er krafan um stöðugan hagvöxt helsta
ógnin við vistkerfi heimsins. Á meðan
Vinstri græn tala fyrir hagvexti í umfjöllun
um efnahags- og atvinnumál en gegn hag-
vexti í umfjöllun um umhverfismál, og eng-
inn veit hvort heldur er afstaða flokksins,
tölum við sama máli í öllum málaflokkum
og meinum það sem við segjum. Það þarf
engan hagvöxt til að bæta kjör almennings,
bara jöfnuð. Til þess er líka nauðsynlegt að
félagsvæða fjármálakerfið til að það hætti
að soga til sín öll verðmæti í hagkerfinu.
Reynsla undanfarinna missera hefur sýnt
fram á þetta og framvindan á næstunni mun
gera það enn frekar.
Alþýðufylkingin hefur því alla möguleika
á að verða sameiningarafl vinstra fólks og
umhverfisverndarsinna. Við hvetjum þá
118 hugrökku kjósendur í Reykjavík sem
greiddu Alþýðufylkingunni atkvæði sitt til
að ganga í lið með okkur ef þeir eru það ekki
nú þegar. Auk þess skorum við á vinstra
fólk á öllu landinu að sameinast um þau
samtök sem ekki hafa eina sýndarstefnu-
skrá og aðra í reynd, heldur tala skýru máli
um það hvað gera þarf til þess að nauðsyn-
legar og réttlátar þjóðfélagsbreytingar geti
náð fram að ganga. Það er Alþýðufylkingin.
Já 118 – svör við öllu
STJÓRNMÁL
Þorvaldur
Þorvaldsson
trésmiður og for-
maður Alþýðufylk-
ingarinnar
➜ Við hvetjum þá 118 hugrökku
kjósendur í Reykjavík sem greiddu
Alþýðufylkingunni atkvæði sitt til
að ganga í lið með okkur sem ekki
eru það nú þegar.
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900www.fastus.is • opið mán - fös 8.30 - 17.00
FA
S
TU
S
_E
_1
3.
05
.1
3
Ráðstefnu- og fundarstóll
Tryggðu þér og gestum
þínum öruggt sæti, með
vönduðum og þægilegum
stólum á góðu verði.
Í
atvinnulífinu vænta margir mikils af nýju ríkisstjórninni.
Fólk sem á og rekur fyrirtæki vonast augljóslega til að hún
geti rofið kyrrstöðu og skapað umhverfi sem hvetur til
athafna, fjárfestinga og atvinnusköpunar.
Um leið er augljóst að utanríkismálakafli stjórnarsáttmál-
ans veldur mörgum í viðskiptalífinu vonbrigðum. Ríkisstjórnin
ætlar að gera „alvöru hlé“ á aðildarviðræðum við Evrópusamband-
ið, eins og utanríkisráðherrann orðar það, og ekki taka upp þráðinn
á ný fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið.
Þetta þýðir meðal annars að ekkert verður unnið að því að Ísland
geti tekið upp nýjan gjaldmiðil. Búið er að blása út af borðinu
norsku krónuna, Kanadadollarinn og evru með aðstoð AGS, svo
nokkrar af fyrri hugmyndum
formanna stjórnarflokkanna séu
nefndar. Nærtækasta kostinum,
evru með aðild að ESB, er ýtt til
hliðar og viðræðum um hvernig
aflétta megi gjaldeyrishöftunum í
samstarfi Íslands og ESB verður
hætt. Það þykir mörgum súrt í
broti, sem telja það úrslitaatriði
fyrir samkeppnishæfni íslenzks
atvinnulífs að búa við alþjóðlegan, stöðugan gjaldmiðil sem er
gjaldgengur á frjálsum markaði.
Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur skipt sköpum
um aðgang íslenzkra fyrirtækja að stærsta innri markaði heims og
alþjóðlega samkeppnishæfni þeirra í víðara samhengi. Það vekur
athygli margra að hann skuli ekki nefndur einu orði í stjórnarsátt-
málanum.
Sú þögn veldur ugg, ekki sízt vegna þess að í stjórnarliðinu
eru margir sem hafa lýst sig algjörlega andvíga aðlögun íslenzks
lagaumhverfis og stofnana að regluverki Evrópusambandsins. Sú
aðlögun hefur fyrst og fremst farið fram í gegnum EES-samning-
inn undanfarna tæplega tvo áratugi og viðbótin sem kæmi með
ESB-aðild er fremur smávægileg.
Hverju munu þeir fá að ráða sem vilja vinda ofan af EES-sam-
starfinu eða segja staðar numið? Nýbakaður fjármálaráðherra
hefur lýst efasemdum um að Ísland eigi að taka upp EES-reglur
um samevrópskt fjármálaeftirlit. Ríkisstjórnin virðist líka á þeirri
skoðun að Ísland eigi heldur ekki að hlíta EES-reglum um innflutn-
ing á fersku kjöti, sem myndi efla samkeppni á búvörumarkaðnum
og fjölga kostum neytenda.
Færð hafa verið rök fyrir því að nýta mætti EES-samninginn
betur í þágu íslenzks atvinnulífs og hafa meiri áhrif á ákvarðanir
ESB um ýmsar reglur, sem snerta íslenzka hagsmuni. Slíkt myndi
reyndar kosta tíma, mannskap og peninga, rétt eins og aðildar-
viðræðurnar við ESB. Við vitum ekkert um hvað stjórnin ætlar að
gera í því efni.
Stefna ríkisstjórnarinnar, um að gera skýrslu um stöðu aðildar-
viðræðnanna og ástand mála í ESB og halda svo þjóðaratkvæða-
greiðslu einhvern tímann seinna, er skrýtin. Nýleg úttekt á stöðu
viðræðnanna liggur fyrir. Nægar upplýsingar eru sömuleiðis um
stöðu mála í ESB. Halda ætti þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fyrst,
í stað þessara biðleikja sem eingöngu skapa óvissu um mikilvæga
þætti í rekstrarumhverfi og samkeppnisstöðu íslenzks atvinnulífs.
Samkeppnisstaðan tengist Evrópustefnunni:
Óvissa og bið
í Evrópumálum
Tvískiptur borgarstjórnarhópur
Aðalskipulag Reykjavíkur var sam-
þykkt í borgarstjórn í gær. Það var
samþykkt með 13 samhljóða atkvæð-
um en tveir sátu hjá, þeir Júlíus Vífill
Ingvarsson og Kjartan Magnússon,
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Hinir
þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins greiddu hins vegar atkvæði með
aðalskipulaginu. Júlíus Vífill
tók við sem oddviti borgar-
stjórnarhóps Sjálfstæðis-
flokksins þegar Hanna
Birna Kristjánsdóttir
varð ráðherra. Segja má
að þetta hafi verið fyrsta
prófraun Júlíusar í
því hlutverki og
áhugavert var
að sjá hvernig
honum tækist að verða leiðtogi
hópsins, en reikna má með því að
prófkjör Sjálfstæðisflokksins fyrir
borgarstjórnarkosningarnar á næsta
ári verði haldnar vel fyrir áramót.
Júlíusi tókst hins vegar ekki að fá sitt
fólk með sér í hjásetu.
Harðorðir skógræktarmenn
Skógræktarfélag Reykjavíkur
sendi frá sér ályktun í gær
þar sem trjáfellingu í
Öskjuhlíð er mótmælt.
Hún er harðorð og segir
áformin, sem eru vegna
starfsemi flugvallarins,
munu valda
stórskaða.
Fella eigi
þúsundir
„fallegra grenitrjáa í Öskjuhlíð á
altari ellefu ára flugvallarstarfsemi“.
Tvíbent stefna meirihlutans
Þar vísar Skógræktarfélagið til þess
að það er skýr vilji meirihlutans í
Reykjavík að flugvöllurinn fari úr
Vatnsmýrinni. Það á að gerast í
áföngum og vera lokið 2024. Orð
Skógræktarfélags Reykjavíkur eru
því að nokkru leyti skiljanleg.
Stefna Jóns Gnarr borgarstjóra og
meirihluta hans er ansi tvíbent.
Flugvöllurinn á að fara, reyndar án
þess að nýr staður sé kominn fyrir
innanlandsflugið, en á sama
tíma er samþykkt að fella
tré, setja upp lendingar-
ljós og reisa flugvöll.
kolbeinn@frettabladid.is