Fréttablaðið - 05.06.2013, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 05.06.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR STOÐVAR 2 KL. 18.30 ALLA DAGA 365 MIÐLAR | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Jónas Unnarsson Seinni hluti fyrstu seríu Revolution verður sýndur á Stöð 2 á fimmtudögum í sumar. Þættirnir fjalla um heim sem missir skyndi- lega allt rafmagn og íbúarnir þurfa að læra að komast af án þess. Fimmtán árum eftir að rafmagnsleysið skellur á grillir í von um að hægt sé að koma straumi á aftur. Eftir miklu er að slægjast og því hefst hörð bar- átta um yfirráð yfir orkulind framtíðar og völdum í heiminum. Aðalpersónur eru Charlie Matheson og frændi hennar, Miles Matheson. Þau þurfa að berjast við fyrrverandi vin Miles, Sebastian Monroe, sem er nú valdasjúkur og veruleikafirrtur einræðisherra. Tracy Spiridakos leikur Charlie sem heitir í raun Charlotte. Charlie er stráka- stelpa en eftir að móðir hennar hverfur úr lífi fjölskyldunnar tekur hún að sér að passa upp á yngri bróður sinn. Hún er góðhjörtuð en líkist sífellt meira föðurbróður sínum sem telur tilganginn helga meðalið og svífst einskis, jafnvel að drepa ef það hentar honum. Spiridakos er grísk-kanadísk leikkona. Þessi 25 ára leikkona hefur komið fram í fjölda smáhlutverka í sjónvarpsþáttum. Þar má nefna Supernatural, Bionic Woman, The L Word, Hellcats og Psych. Þá var hún í litlu hlutverki í Rise of the Planet of the Apes. REVOLUTION Fimmtudaga kl. 20.30 HEIMUR ÁN RAFMAGNS Fréttir Stöðvar 2 hefjast eins og flestir vita klukkan 18.30. Lesari kvöldsins þarf að klæða sig upp, fara í smink og hárgreiðslu og renna yfir textann. Yfirleitt er vant fólk að störfum og förðunar- og hárgreiðslu- fólk fljótt að athafna sig. Engu að síður þarf þó nokkr- ar mínútur til verksins. Laugardaginn 12. febrúar 2011 átti Logi Bergmann Eiðsson að lesa en það hafði eitthvað skolast til í dagbókum hans og klukkan 18.25 var hann ekki mættur. „Logi mætir nú yfirleitt ekki sérlega snemma til lestrar svo við höfðum ekki miklar áhyggjur framan af. Þegar það voru fimm, sex mínútur í útsendingu var okkur hins vegar hætt að litast á blikuna og var ákveðið að ég myndi hlaupa í skarðið,“ segir Heimir Már Pétursson, sem stýrði vaktinni á fréttastofunni þennan dag. Hann var hins vegar hvorki með skyrtu né bindi meðferðis og byrjaði á því að rífa Jónas Margeir Ingólfsson, sem þá starfaði sem fréttamað- ur á stöðinni, úr skyrtunni. „Hún var allt of lítil og því var brugðið á það ráð að hlaupa yfir á Bylgju þar sem Logi er með skrifstofu og finna skyrtu og bindi af honum,“ lýsir Heimir. Hann hljóp svo inn í sett með skyrtuna flaksandi og var fréttamaðurinn Andri Ólafsson enn að festa á hann bindið þegar tíu sek- úndna niðurtalning hófst. Heyra má andstuttan Heimi lesa helstið í upphafi og þegar hann svo kemur í mynd er bindið skakkt og hárið í óreiðu. Eftir því sem líður á fréttatím- ann skánar útgangurinn enda var klárað að sminka hann, bindið lagað og hárið greitt á milli frétta. „Í þriðju frétt var ég loks farinn að líta út eins og maður,“ segir Heimir og hlær að uppákomunni þótt honum hafi eflaust ekki verið skemmt rétt á meðan á henni stóð. Logi Bergmann sést hins vegar í mestu makindum með kaffibolla í baksýn en hann hafði mætt tvær mínútur í hálf. „Honum til varnar þá hélt hann að hann væri á frívakt og var heima með börn- in sín. Hann þurfti því að finna pössum fyrir þau áður en hann rauk af stað upp á fréttastofu eftir að hringt var til hans.“ HEIMIR HLEYPUR Í SKARÐIÐ Sléttur og strokinn.Skyrtan í kuðli og bindið skakkt. ÓMISSANDI Í VIKUNNI Dallas Miðvikudag Kl. 20.50 Grillað með Jóa Fel Fimmtudag Kl. 20.00 The Simpsons Föstudag Kl. 19.15 Latibær Laugardag Kl. 17.55 Tossarnir Sunnudag 19.25 Game of Thrones – lokaþáttur Mánudag Kl. 21.55 The Big Bang Theory Þriðjudag Kl. 20.00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.