Fréttablaðið - 06.06.2013, Side 2

Fréttablaðið - 06.06.2013, Side 2
6. júní 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 STANGVEIÐI Veiðifélag Norðurár ræddi að kaupa opnunarhollið í ánni og gefa það stjórn Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, sem opnað hefur ána síðustu 67 árin en er nú í vanskilum við veiði- félagið. Stjórn SVFR ætlaði að selja frá sér opnunarhollið í ljósi bágrar fjárhagsstöðu félagsins. Engin viðunandi tilboð bárust að sögn stjórnarinnar, sem opnaði því ána á fyrstu tveimur vöktun- um í gær. Næstu dagar ruku hins vegar á 40 þús- und krónur dagurinn þegar þeir voru settir í vefsölu SVFR í gær. Þótt ekki hafi náðst áfram- haldandi samningar milli Veiði- félags Norðurár og SVFR um leigu árinnar vildi stjórn veiði- félagsins að haldið yrði í þá hefð að stjórnarmenn SVFR opnuðu ána. Birna G. Konráðs dóttir, for- maður veiðifélagsins, stakk því upp á félagsfundi um miðjan maí að félagið keypti opnunarhollið af SVFR til að bjóða stjórnarmönn- um þess til veiða. Fram kom það sjónarmið á félagsfundinum að slíkt gæti verið góð auglýsing fyrir Norðurá en einnig að þetta gæti verið niðurlægjandi fyrir SVFR. Einn benti á að útlit væri fyrir að veiðifélagið fengi hvort eð er ekki peninga frá SVFR og gæti því allt eins keypt opnunina. Ekk- ert varð úr málinu. Helsta fundarefnið var einmitt uppnámið í útleigu árinnar. Um miðjan maí námu vanskil SVFR við veiðifélagið um 25 milljón- um króna. Nefnt var á fundin- um að vanefndir SVFR gagnvart veiðifélaginu væru ástæða fyrir því að útleiga árinnar væri ófrá- gengin. Sumir fundarmanna lýstu áhyggjum af því að greiðslur sem þeir treystu á myndu ekki skila sér. Tillaga kom um að semja áfram við SVFR en ekki voru greidd atkvæði um hana því meirihlutinn samþykkti að fela Einari Sigfússyni, sem verið hefur með Haffjarðará, að selja leyfi í ána næsta sumar í umboðs- sölu. Birna formaður gaf á félags- fundinum yfirlýsingu varðandi neyðarlegt mál sem útspilaði sig eftir næsta fund þar á undan. Kvaðst Birna hafa talið að Þórir Örn Þórisson, fulltrúi Lífsvals ehf., á félagsfundinum hefði lekið upplýsingum þaðan í formann SVFR. Hún hefði því óskað eftir að fulltrúi Lífsvals mætti ekki á næsta fund. Kvaðst Birna hafa haft Þóri fyrir rangri sök og bað hann innilega afsökunar. gar@frettabladid.is Vildu kaupa opnun Norðurár fyrir SVFR Stjórn Veiðifélags Norðurár íhugaði að kaupa opnunarhollið af Stangaveiðifélagi Reykjavíkur svo stjórn þess gæti opnað Norðurá þrátt fyrir vanskil við landeigend- ur. Fyrir óstaðfestan trúnaðarbrest átti að útiloka fulltrúa Lífsvals frá félagsfundi. VEITT VIÐ NORÐURÁ Stjórnarmenn í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur hófu veiðar í Norðurá í gær en létu sér nægja fyrsta veiðidaginn í stað þess að vera tvo og hálfan dag eins og tíðkast hefur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BIRNA G. KONRÁÐSDÓTTIR ALÞINGI Alþingi verður sett í dag og reiknað er með því að fundað verði í tvær til þrjár vikur. Dagskráin liggur ekki enn fyrir en Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra mun flytja stefnuræðu sína á mánudag. Fyrsti vinnudagur þingsins verður síðan á þriðjudag. Vinna stendur yfir í ráðuneyt- unum um þau mál sem tekin verða fyrir á sumarþinginu. Áður hefur komið fram að líklegast sé að tekið verði á tryggingargjaldi á fyrirtæki. Ákveðið var í gær að stjórnarandstaðan fengi for- mennsku í tveimur fastanefndum þingsins. Til fastanefnda teljast allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, utanríkismálanefnd og velferðar- nefnd. Þá mun stjórnarandstaðan fá fyrsta varaformann í þremur fastanefndanna og annan vara- formann í öðrum þremur. - kóp Stjórnarandstaðan mun fá formennsku í þingnefndum: Óljóst með dagskrá þingsins ALÞINGI Þing verður sett klukkan 13.30 í dag. Einar K. Guðfinnsson stýrir fundi sem starfsaldursforseti, í fjarveru Stein- gríms J. Sigfússonar, en Einar verður síðan kjörinn forseti Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hilmir, er þetta söngleikur um mikið magn ruslpósts? „Ekki alveg, það má segja að hann fjalli um grínista hringborðsins.“ Hilmir Snær Guðnason mun leikstýra uppfærslu Þjóðleikhússins á söngleiknum Spamalot í lok árs. Söngleikurinn byggir á kvikmyndinni vinsælu Monty Python and the Holy Grail. UMHVERFISMÁL Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlinda- ráðherra, afhjúpaði í gær skjöld til staðfestingar því að Surtsey er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Skjöldurinn er á Breiðabakka á Heimaey, þar sem Surtsey er í sjón- máli. Í næsta mánuði eru fimm ár liðin frá því að eyjan var samþykkt inn á listann. Fimmtíu ár eru á þessu ári frá því að gosið hófst og 46 ár síðan því lauk. Eftir að ráðherra hafði ávarpað gesti voru framkvæmdir við Eld- heima skoðaðar, en það er nýtt sýningarhús um minjar frá gosinu í Heimaey. Að því loknu var boðið til móttöku í Surtseyjarstofu. - þeb Fimmtíu ár liðin frá því að gosið í Surtsey hófst: Nýr minnisvarði um Surtsey STEINNINN AFHJÚPAÐUR Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra afhjúpuðu skjöldinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR AKUREYRI Metanstöðin á Akureyri getur ekki hafið vinnslu hauggass frá urðunarstaðnum á Glerárdal á Akureyri sökum seinkunar á afhendingu hreinsistöðvar frá framleiðanda hennar. Áætlað var að Norðurorka keypti hreinsistöð sem þegar var hafin smíði á en niðurstaða framleiðand- ans var sú að stöðin mætti ekki umræddum kröfum og óskaði hann eftir því að hafin yrði smíði nýrrar stöðvar. Áætlanir gera ráð fyrir að sala metangass geti hafist fyrir ára- mótin en Metanstöðin segir taf- irnar þó óþægilegar vegna þess að verktíminn á Íslandi sé erfiður með tilliti til veðurs. - le Segja tafir óþægilegar: Vinnsla haug- gass frestast LÖGREGLUMÁL Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, telur sig hafa fundið þann sem framdi náttúruspjöll í Mývatns- sveit á dögunum. Það er Akureyri vikublað sem greinir frá þessu. Hlynur var á sýningarrölti í Berlín þegar hann rakst á lista- verk eftir listamann að nafni Julius von Bismarck, en þar komu náttúrufyrirbrigðin við Mývatn við sögu eftir að búið var að mála á þau orð. Myndir sem Hlynur tók benda til þess að fleiri náttúruspjöll hafi verið framin en greint hefur verið frá. Umhverfis stofnun hefur kallað gjörninginn „náttúru- terrorisma“ og stangast hann á við íslensk lög. Listamaðurinn sem spjót- in beinast að er sagður hafa margvís leg tengsl við Ísland og hefur samkvæmt heimildum Akureyrar vikublaðs haldið sýn- ingar hér á landi. Von Bismarck nemur við rýmisstofnun Ólafs Elíassonar í Berlín og kvað heill- aður af Ólafi. Spjöllin vöktu mikla athygli og umtal þegar greint var frá þeim, en meðal annars var búið var að mála orðin CRATER á Hverfjalli, LAVA við Kálfaströnd og CAVE í Grjótagjá. Lögreglan á Húsa- vík fer með rannsókn málsins en hefur orðið einskis vísari þar til nú. „Mér finnst ekki ólíklegt að tekin verði skýrsla af Hlyni,“ segir tals maður lögreglunnar á Húsavík. Hann segir vísbending- ar hafa komið um hóp listamanna sem staddur var í Mývatnssveit á þeim tíma sem skemmdar verkin voru unnin, en þær hafi ekki skilað neinu. „Með tilkomu nýrra vísbend- inga finnst mér líklegt að farið verði í málið af fullum þunga.“ - hva Hlynur Hallsson myndlistarmaður rakst á listaverk með náttúruspjöllunum: Telur náttúruníðing fundinn HVERFJALL Skemmdarverkin vöktu mikla athygli, enda mjög áberandi. Sigfús Jóhann Johnsen pró- fessor lést miðvikudaginn 5. júní á hjúkrunarheimilinu Slottet í Kaupmannahöfn. Hann fæddist 27. apríl árið 1940. Sigfús starfaði bæði við Kaupmannahafnarháskóla og Háskóla Íslands, lengst af við margvíslegar rann sóknir á djúpkjörnum úr Grænlands- jökli. Hann hlaut fjölda alþjóð- legra viðurkenninga. Hann var heiðursdoktor við Háskóla Íslands og heiðursfélagi í Jöklarannsóknafélagi Íslands. Sigfús lætur eftir sig eigin- konu og þrjú uppkomin börn. Sigfús Jóhann Johnsen látinn FJÁRMÁL Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segist vænta þess að fjármálastofnanir muni nú hefja endurreikninga á gengis- lánum tafarlaust og gera það vel. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna gengislánadóms Hæstarétt- ar í síðustu viku. Umboðs maður skuldara gaf álit sitt á dómnum og telur fordæmisgildi hans skýrt. Samkvæmt dómnum megi ekki endurreikna lán til skemmri tíma með vöxtum Seðlabankans aftur í tímann. - þeb Ráðherra um gengislán: Hefji útreikn- inga tafarlaust miljónir króna eru vanskil Stangaveiði- félags Reykjavíkur við Veiðifélag Norðurár. 25 SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.