Fréttablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 18
| FRÉTTASKÝRING | 6. júní 2013 FIMMTUDAGUR26 1 2 3 4 5BREIÐHOLT: GETTÓ EÐA GÆÐAHVERFI? STANDA VÖRÐ Heimir og Jóhann segja það lífseiga mýtu að glæ- patíðni sé hærri í Breiðholti en í öðrum hverfum Reykjavíkur. „Þetta var ein af mínum fyrstu vöktum, ég man vel eftir þessu. Þetta var mikil hasar. Þetta er gott dæmi um hópamyndunina sem var, en er horfin í dag,“ segir Heimir. „Þetta var svo miklu yngra hverfi og svo hefur þjóðfélagið breyst. Ef við verðum varir við hópamyndun í hverfinu, eins og gerðist síðast árið 2005, þá komum við á staðinn, skerumst í leikinn og svo er unnið að því að brjóta þetta upp. Það hefur gengið vel.“ Ingvar Sverrisson er einn Breiðhylting- anna sem tóku þátt í gleðinni 1983. „Sumir segja að þetta hafi byrjað á því að Fellaskóli tapaði einhverri keppni, en eftir því sem ég best veit var þetta þannig að nokkrir Fellastrákar voru að leika sér á leikskólalóð í Seljahverfi og þangað komu aðrir strákar og lömdu þá, en þá fóru þeir til baka og söfnuðu liði,“ segir Ingvar. „Það var stríðsástand hér í nokkra daga. Það keyrðu engir bílar, allt var þakið grjóti og „Molotov- kokkteilum var kastað á milli.“ Pabbi Ingvars, Sverrir Friðþjófsson, var forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Fellahellis á þessum tíma og markaði hann stríðslokin táknrænt sjálfur með því að kasta síðasta Molotov-kokkteilnum á götuna. „Hann logaði hérna um allt og það var tákn um að menn væru orðnir vinir,“ segir Ingvar. „En strákarnir myndu nú gera grín að mér núna fyrir að vera að segja þessar sögur. Ég var voðalega lítill slagsmálahundur í samanburði við þá.“ Í kringum 1990 var mikil hópamyndun meðal íbúanna en það hefur gjörbreyst. Hún er bara horfin. Jóhann Davíðsson rannsóknarlögreglumaður í Breiðholti 38% 33% 28% 63% Innbrotum fækkaði um 38% Ofbeldisbrotum hefur fækkað um 33% Eignaspjöllum fækkaði um 28% Slysum á vegfarendum fækkaði um 63%. Úr afbrotatíðindum lögreglunnar 2012 GLÆPUM FÆKKAR ÁR FRÁ ÁRI Afbrotum í Breiðholti hefur fækk- að um fjörutíu prósent á síðustu árum. Afbrotatíðni í hverfinu er orðin sambærileg við önnur hverfi höfuðborgarsvæðisins en Heimir Ríkharðsson og Jóhann Davíðsson, sem starfa báðir í rannsóknardeild lögreglunnar í Breiðholti og Kópavogi, segja glæpavæðingu hverfisins, bæði í fjölmiðlum og almennu tali, líf- seiga mýtu. Ekki þurfi að gera annað en að rýna í tölfræðina til að sjá að svo sé. Ekkert öðruvísi en annars staðar „Þrátt fyrir að Breiðholtið sé eins margbreytilegt og raun ber vitni þá er hlutfallið hér orðið eins og annars staðar,“ segir Heimir. „En samt sem áður er hér margbreyti- legasta þjóðlífið, bæði hvað varð- ar tekjur, þjóðfélagsstétt og kyn- þátt. Það hefur mikla sérstöðu.“ Mennirnir hafa báðir starfað lengi við löggæslustörf í Breið- holti en þeir voru áður í lögreglu- stöðinni í Mjóddinni, Heimir sem aðalvarðstjóri og Jóhann í hverfa- löggæslunni. Jóhann segir hverfið hafa þróast mikið á síðustu tutt- ugu árum. „Í kringum 1990 var mikil hóp- amyndun meðal íbúanna en það hefur gjörbreyst. Hún er bara horfin,“ segir hann. „Um tíma komu líka upp vandamál á milli Íslendinga og útlendinga, en við lögðum mikla vinnu í að snúa það niður. Án þess að það sé allt okkur að þakka þá hefur það tek- ist.“ Margir óttuðust lögregluna Hann segir marga innflytjend- ur hafa komið hingað frá löndum þar sem mikill ótti var í garð lög- reglunnar. „En við tókum á því, það gekk yfir og nú er þetta orðið mjög gott. Þau komu sum frá lönd- um þar sem löggan var ekki sann- gjörn og brást kannski helst við loforði um peninga.“ Hafa þeir lent í því að fólk reyni að múta þeim? „Já, já, maður hefur lent í því. En það eru svo sannarlega ekki útlendingarnir sem reyna það.“ Heimir tekur undir þetta. „Það voru notaðir hnífar, vopn og steinar, það voru barsmíðar og það var setið fyrir mönnum. En þetta verður maður mun minna var við, enda náðum við á endan- um trausti strákanna sem voru í þessu og þeir áttuðu sig á því að maður var með þeim en ekki á móti þeim,“ segir hann. Ofbeldið færist yfir á netið Spurðir hvort þeir upplifi að kyn- þáttahatur sé meira í Breiðholti en annars staðar segja þeir svo ekki vera. „Þetta er mest á Facebook og á netinu. Þá bendir maður foreldr- um á það að það þurfi að huga að því,“ segir Jóhann. „En þarna eru oft mjög grófar hótanir, útúrsnún- ingar, sögusagnir og leiðindi sem er erfitt að eiga við. En það er auð- vitað ekkert bundið við hverfi.“ Heimir segir glæpavæðingu Breiðholtsins mestmegnis hafa átt sér stað í fjölmiðlum undanfarna áratugi og það fari fyrir brjóstið á íbúunum að það sé eitthvað öðru- vísi en aðrir staðir. Íbúarnir hafi fyrst og fremst áhyggjur af ímynd- inni og fordómum í garð hverfisins. Stöðin í Breiðholti lögð niður Blaðakona og ljósmyndari slógust í för með lögreglumönnunum niður í Mjódd þar sem þeir heilsuðu upp á sína gömlu nágranna á Þjónustu- miðstöðinni. Það var greinilegt að samstarfið hefur verið gott þar á milli, þar sem þeim var tekið fagn- andi af öllum starfsmönnum. Árið 2009 var stöðin í Breiðholti lögð niður og hún sameinuð deild lögreglunnar í Kópavogi. Öll starf- semin færðist á Dalveginn og hafa íbúar kvartað yfir því að lögregl- an sé síður sýnileg í hverfinu eftir sameininguna. „Við erum ekki langt frá hverf- inu og sinnum því auðvitað, þótt starfið hafi vissulega breyst eftir hrunið,“ segir Heimir. Einn lög- reglubíll er á vaktinni í Breiðholti allan sólahringinn og sinnir eftir- liti og almennri gæslu, en Heimir bendir á að alhliða breyting hafi orðið á starfsemi lögreglunnar og því sem er krafist af henni á síð- ustu árum. Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næst- fjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. Lögreglan hefur unnið hörðum höndum við að útrýma hópamyndun. GRIPNAR GLÓÐVOLGAR Þessar ungu stúlkur keyrðu í rælni nálægt lögreglu- bílnum í Fellunum og voru að sjálfsögðu teknar tali fyrir að vera þrjár á einu hjóli og hjálmlausar í þokkabót. Þær lofuðu bót og betrun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sunna Valgerðardóttir sunna@frettabladid.is Það var stríðsástand hér í nokkra daga. Það keyrðu engir bílar, allt var þakið grjóti og „Molotov-kokkteilum var kastað á milli. Ingvar Sverrisson, Breiðhyltingur Á MORGUN INNFLYTJENDUR Í BREIÐHOLTI Afbrotum í Breiðholti hefur fækkað á hverju ári frá 2007, samkvæmt niðurstöðum könnunar lög- reglunnar sem birt var í fyrra. Þar kom einnig fram að hlutfall íbúa Breiðholts sem telja sig örugga einir á gangi þegar myrkur er skollið á hækkar og var það hátt fyrir. Pabbinn kastaði síðasta Molotov-kokkteilnum sem tákni um frið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.