Fréttablaðið - 06.06.2013, Síða 20

Fréttablaðið - 06.06.2013, Síða 20
6. júní 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 20 HERMANN GUNNARSSON 9. desember 1946 – 4. júní 2013 Hemmi Gunn, Hermann Gunnarsson, varð bráðkvaddur í Taílandi á þriðjudags-morgun, 66 ára að aldri. Hemmi var einn af þeim sem allir þekktu, sumir mikið, aðrir lítið, en allir höfðu skoðun á Hemma og öllum líkaði vel við hann. Hemmi varð fyrst þekktur sem frábær knattspyrnumaður, spilaði með Val og landsliðinu í fótbolta. Hann gerði síðan garðinn frægan sem íþróttafréttamaður í útvarpi og síðar skemmtiþátta- stjórnandi í sjónvarpi. Það má segja að þáttur hans, Á tali hjá Hemma Gunn, hafi ekki farið framhjá nokkrum manni á sínum tíma. Hemmi var á þeim árum sjónvarpsstjarna Íslands, með stóru S-i, kannski eina alvöru stjarnan sem við höfum átt. Síðustu árin starfaði Hemmi á Bylgjunni og 365. Hemmi var mikill gleðigjafi. Hann hafði einstakt lag á að tala við fólk, fá fólk með sér, alltaf með bros á vör. Hemmi gerði lífið skemmtilegra. olof@frettabladid.is Hemmi í hálfa öld 19. JANÚAR 1978 Hemmi Gunn vann sem íþrótta- fréttamaður útvarpsins á þessum tíma. Hann starf- aði hjá RÚV um árabil en ekki alltaf sem íþrótta- fréttamaður. Þekktastur er hann fyrir þætti sína Á tali með Hemma Gunn. FRÉTTABLAÐIÐ/JEG HERMANN GUNNARSSON HEILSAR UPP Á VINI SÍNA Ómar Ragnarsson og Jónas Kristjánsson þegar þeir fögnuðu 50 ára starfsferli við fjölmiðla. Úr urðu miklir fagnaðarfundir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1. DESEMBER 1988 Þórhallur Sigurðsson, Laddi, sem Elsa Lund og Hemmi Gunn bregða á leik. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MARS 1969 Hemmi átti að baki glæstan feril sem knattspyrnumaður og spilaði meðal annars nokkra landsleiki fyrir Íslands hönd og fyrir Val á blómaskeiði félagsins. FEBRÚAR 1990 Spaugstofan tók upp þáttinn „90 af Stöðinni“. Frá vinstri: Sigurður Sigurjónsson í hlut- verki Ragnars Reykáss, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Hermann Gunnarsson, Karl Ágúst Úlfsson og Örn Árnason. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SANNKALLAÐUR GLEÐIGJAFI Nýleg mynd af Hemma Gunn úr stúdíói Bylgjunnar á góðri stundu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL JÚLÍ 1993 Frá vinstri: Jón Gústafsson, Lísa Pálsdóttir, Fjalar Sigurðsson, Sigvaldi Kaldalóns og Hermann Gunnarsson. Þau standa fyrir framan útvarpshúsið við Efstaleiti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.