Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2013, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 06.06.2013, Qupperneq 48
6. júní 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 36TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Útför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓREYJAR SVEINSDÓTTUR sem lést 31. maí, fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 11. júní kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Gigtarfélags Íslands. Hreinn Hreinsson Lena María Hreinsdóttir Örn Hlöðver Tyrfingsson Helga Kolbrún Hreinsdóttir Philip Vogler Hreinn Andrés Hreinsson Jóhanna Sigurjónsdóttir Sveinn Birgir Hreinsson Björg Björnsdóttir Erna Bára Hreinsdóttir Halldór Sveinn Hauksson barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN HALLDÓRSSON lést þann 25. apríl 2013. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru SIGRÍÐAR ÞÓRU GÍSLADÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða umönnun. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Joseph G. Adessa Edda M. Adessa og aðrir vinir og vandamenn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐMUNDSSON Stigahlíð 34, Reykjavík, lést á Landakotsspítala 3. júní. Vigdís Tryggvadóttir Sigríður Nanna Jónsdóttir Roberts Guðmundur Jónsson Lára Sigfúsdóttir Tryggvi Jónsson Ásta Ágústsdóttir Kristín Þorbjörg Jónsdóttir Hrafnkell Gunnarsson Kristín Anný Jónsdóttir Valgeir Ingi Ólafsson Soffía Bryndís Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGFÚS JÓHANN JOHNSEN lést miðvikudaginn 5. júní í Kaupmannahöfn. Útför hans mun fara fram í De Gamles Bys Kirke í Kaupmannahöfn þriðjudaginn 11. júní kl. 14.00. Minningarathöfn á Íslandi verður tilkynnt síðar. Pálína Matthildur Kristinsdóttir Kristinn Johnsen Herdís Dögg Sigurðardóttir Jóhann Johnsen Inga Maren Johnsen Valgerður Guðrún Johnsen Kristján Þór Árnason og barnabörn. Þökkum innilega öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og umhyggju við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KARÍTASAR JÓNSDÓTTUR Brekkugötu 54, Þingeyri. Ragnar Kjaran Elísson María Kristjánsdóttir Hanna Laufey Elísdóttir Bjarki Laxdal Ósk Elísdóttir Jóhann Dalberg Sverrisson Friðfinnur Elísson Guðrún Fjóla Kristjánsdóttir Þröstur Kjaran Elísson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR ÞÓRÐARSON Eikjuvogi 11, Reykjavík lést á hjúkrunarheimilinu Eir að morgni fimmtudagsins 30. maí. Útförin fer fram frá Áskirkju í Reykjavík mánudaginn 10. júní klukkan 13.00. Kristján Þór Haraldsson Margrét Ólöf Björnsdóttir Sigurbjörg Haraldsdóttir Jón Hannes Helgason Þórlaug Haraldsdóttir-Hübl Michael Hübl barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ ÞORSTEINSDÓTTIR hjúkrunarheimilinu Ísafold, áður Efstaleiti 14, lést sunnudaginn 2. júní. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 12. júní kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Rauða krossinn eða Landssamtökin Þroskahjálp. Halldóra Sigurðardóttir Viðar Símonarson Anna Sjöfn Sigurðardóttir Guðmundur Páll Ásgeirsson Ólafur Njáll Sigurðsson Birna Bergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR GUÐNASON Grænumörk 2, Selfossi, lést laugardaginn 1. júní. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 8. júní kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarfélag Árborgar. Erla Guðmundsdóttir Guðmundur Geir Gunnarsson Rósa Traustadóttir Elínborg Gunnarsdóttir Guðmundur Kristinn Ingvarsson Jónína Gunnarsdóttir Þórir Elías Þórisson Hafdís Gunnarsdóttir Skjöldur Hilmarsson barnabörn og barnabarnabörn. Þennan dag árið 1944 réðust bandamenn gegn herjum Þjóðverja í Normandí- héraði í Norður-Frakklandi. Innrásin er ein sú frægasta og afdrifaríkasta í seinni heimsstyrjöldinni þar sem hún olli þátta- skilum í stríðinu. Innrásardagurinn hefur verið þekktur undir nafninu D-Day eða d-dagurinn allar götur síðan. Í byrjun árs 1944 var orðið ljóst að Þjóðverjar væru að tapa heimsstyrjöldinni. Bandamenn töldu sig þurfa að ráðast inn í Vestur-Evrópu þar sem Þjóðverjar höfðu þó náð að stöðva sókn þeirra upp Ítalíu- skaga. Ákveðið var að á fyrsta degi innrásar skyldu tvær bandarískar, tvær breskar og ein kanadísk herdeild lenda á ákveðnum stöðum á ströndunum í Normandí en innrásarsvæðin náðu frá Cotentin-skaga í Normandí allt til borgarinnar Caen. Sömu- leiðis skyldu tvær bandarískar og ein bresk fallhlífaherdeild lenda að baki varnarliðinu þá um morguninn. Óvissa og fát einkenndu fyrstu viðbrögð yfirmanna þýska hersins. Þegar undirmenn Hitlers báru honum loks fréttirnar af innrásinni var hann ófús til að senda bryndeildir til Normandí því hann taldi að þetta væri blekkingarinnrás. Strandhögg bandamanna hinn 6. júní tókst þrátt fyrir gríðarlega mótspyrnu. Hins vegar stóð baráttan um Normandí fram í ágúst. ÞETTA GERÐIST 6. JÚNÍ 1944 Bandamenn ráðast inn í Normandí Fólk er pínu smeykt við Wagner,“ segir Bjarni Thor Kristinsson söngvari. „Finnst tónlistin hans dálítið þung, án þess í rauninni að hafa kynnst honum almennilega. Það þekkja nefnilega allir einhver stef eftir hann úr einhverjum dömubindaauglýsingum í sjónvarp- inu. Og brúðarmarsinn auðvitað. Fólk áttar sig oft ekki á því að hann er úr Lohengrin.“ En þú hefur verið að syngja verk hans lengi og víða, ekki satt? „Já, ég er búinn að syngja ein ellefu Wagner- hlutverk í fjórum heimsálfum. Í Ameríku, Asíu, Ástralíu og úti um alla Evrópu í bráðum fimmtán ár.“ Og þú valdir verkin á þessa tónleika? „Já, svona í samráði við hljómsveitina. Þetta eru sólótónleikar með mér og lá beint við að syngja þá tónlist sem ég hef mitt lifibrauð af, um leið og við erum auðvitað að heiðra minningu Wagners á 200 ára fæðingarafmælinu.“ Bjarni Thor er staddur á Keflavíkur- flugvelli þegar í hann næst, hvaðan er hann að koma? „Ég var að koma frá Köln þar sem standa yfir loka æfingar á óperu Mozarts, Brottnáminu úr kvennabúrinu, sem verður frumsýnd á sunnudaginn kemur. Þarf svo að fljúga þangað aftur strax eftir tónleikana með Sinfóníuhljómsveitinni. Það var svolítið púsl að ná þessu en það tókst sem betur fer þótt þetta sé ansi knappt.“ Þú verð- ur þá feginn þegar frumsýningin í Köln er afstaðin? „Já, ég viðurkenni það að þegar þessi vika er búin verður þungu fargi af mér létt,“ segir Bjarni Thor. Tónleikarnir í kvöld bera yfirskrift- ina Uppáhalds Wagner og það er eins og áður sagði Bjarni Thor sem hefur valið verkin sem flutt verða, en efnis- skráin samanstendur af forleikjum og aríum sem eru þó aðeins brot þeirra hlutverka úr óperum Wagners sem hann hefur sungið um heim allan á liðnum árum. Petri Sakari er stjórnandi hljóm- sveitarinnar á þessum tónleikum en hann hefur verið tíður gestur við stjórnvöl hennar allt frá því árið 1988 þegar hann tók við aðalhljómsveitar- stjórastöðunni. Hann gegndi þeirri stöðu til 1993 og síðan aftur á árunum 1996-1998, en í millitíðinni var hann aðalgestastjórnandi hljómsveitar innar. fridrikab@frettabladid.is Hefur sungið Wagner í fj órum heimsálfum Sinfóníuhljómsveit Íslands fagnar 200 ára fæðingarafmæli Richards Wagner með tón- leikum í kvöld. Þar mun bassasöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson syngja nokkrar af sínum uppáhaldsaríum eft ir hið umdeilda tónskáld, sem hann segir alla kunna stef eft ir. WAGNER-UNNANDI Bjarni Thor Kristins son hefur sungið hlutverk í óperum Wagners um allan heim á undanförnum árum. UMDEILDUR SNILLINGUR Richard Wagner hefur verið umdeildur alveg fram á þennan dag og er flutningur á tónlist hans víða bannaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.