Fréttablaðið - 06.06.2013, Síða 60

Fréttablaðið - 06.06.2013, Síða 60
6. júní 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 48 Nýjasta kvikmynd leikstjórans M. Night Shyamalan er komin í bíó. Þar leika aðalhlutverkin feðgarnir Will og Jaden Smith. Söguþráðurinn er á þann veg að Cyper Raige (Will Smith) er fremur styggur faðir og harður í horn að taka. Hann brotlendir ásamt syni sínum Kitai (Jaden Smith) á jörðinni, þúsund árum eftir að hún var skilin eftir í rústum. Jörðin hefur þá feng- ið að dafna algerlega óáreitt og óþekktar dýrategundir ráða þar ríkjum. Cyper og Kitai þurfa að læra að vinna saman og treysta hvor öðrum til að eiga minnstu möguleika á að sleppa í burtu og snúa til heimaplánetunnar sinn- ar, Nova Prime, á ný. M. Night Shyamalan er ind- versk-amerískur leikstjóri sem sló í gegn með draugamyndinni The Sixth Sense árið 1999. Hann fylgdi henni eftir með myndinni Unbreakable sem fékk fína dóma og á eftir henni kom Signs með Mel Gibson í aðalhlutverki. Segja má að myndir hans hafi fengið versnandi dóma með hverju árinu eftir að The Sixth Sense kom út og verður því athyglisvert að sjá hvernig After Earth á eftir að vegna. Allar umbúðirnar eru að minnsta kosti til staðar, stórstjarna í aðalhlut- verkinu og tölvubrellurnar eins og þær gerast bestar. Will Smith hefur getið sér gott orð fyrir geimverumyndirnar þrjár Men In Black. Hann lýsti því nýlega yfir að hann hefði ekki áhuga á að leika í þeirri fjórðu, sem er í undirbúningi. Smith þarf ekki að kvarta undan verkefnaskorti. Þessa dagana er að hann við upptökur á Winter´s Tale ásamt Russell Crowe og Colin Farrell. Þrjár framhaldsmyndir eru einnig á teikniborðinu, eða I, Robot 2, Hancock 2 og Bad Boys 3 og því ljóst að Smith hefur langt í frá sagt skilið við slíkar myndir þótt hann muni líklega ekki leika í Men In Black 4. Sonur hans Jaden Smith lék síðasta á móti pabba sínum í The Pursuit of Happyness en vakti enn meiri athygli fyrir frammi- stöðu sína í endurgerð The Karate Kid. Feðgar brotlenda á jörðinni í Aft er Earth Feðgarnir Will og Jaden Smith leika aðalhlutverkin í glænýrri hasarmynd. AFTER EARTH Jaden Smith leikur á móti pabba sínum Will Smith í hasarmyndinni After Earth. Sigurmynd Cannes-kvikmynda- hátíðarinnar Blue Is the Warmest Color, eða La Vie D‘Adèle Chapi- tres 1 et 2, verður sýnd á vegum Græna ljóssins í haust. Kvikmynd- in hlaut mikla athygli á hátíðinni en sagan segir frá hinni 15 ára gömlu Adèle, sem langar að verða kennari. Líf hennar gjörbreytist þegar hún kynnist hinni bláhærðu Emmu sem nemur við listaskóla í nágrenninu. Leikstjórinn Steven Spielberg fór fyrir dómnefndinni á Cannes að þessu sinni og þótti taka óvenjulega ákvörðun þegar hann veitti leikstjóra myndarinn- ar og aðalleikkonunum tveimur Gullpálmann eftirsótta. Að mati Spielbergs er kvikmyndin „stór- kostleg ástarsaga um djúpstæða ást og nístandi hjartasorg sem áhorfendur fylgjast með, líkt og flugur á vegg, frá upphafi til enda“. Sigurmynd Cannes- hátíðarinnar í bíó Myndin fj allar um ástarsamband tveggja stúlkna. HLUTU GULLPÁLMANN EFTIRSÓTTA Aðalleikkonur myndarinnar, Adèle Exarchopoulous og Léa Seydoux, sælar eftir Cannes-hátíðina. ■ 1999: Sixth Sense 8,2 ■ 2000: Unbreakable 7,2 ■ 2002: Signs 6,7 ■ 2004: The Village 6,5 ■ 2006: Lady in the Water 5,6 ■ 2008: The Happening 5,1 ■ 2010: The Last Airbender 4,4 Heimild: Imdb.com. Versnandi dómar hjá Shyamalan Á laugardaginn ætlar Bíó Paradís að breyta út af vananum og efla til markaðar í húsnæðinu á milli klukkan 12 og 17. Þar verður hægt að kaupa föt, vínylplötur, DVD-myndir, spólur eða enn aðrar gersemar. Einnig ætla starfsmenn bíóhússins að bjóða til sölu brakandi ferskt bíó- popp, sælgæti og kaffi og er bjórinn á tilboðsverði. Leynigestir láta sjá sig og tónlist frá kunnum tónlistar- mönnum fær að hljóma. Nú þegar eru öll pláss seld í Bíó Paradís og því verður eflaust nóg að gera í bíóhús- inu á laugardaginn. Markaður í Bíó Paradís Bíópopp og bjór verður í boði á tilboðsverði. Mynddiskar og vínylplötur seldar. EKKI BARA BÍÓ Á laugardaginn verður eflt til markaðar í Bíó Paradís. Tvær stórmyndir voru frum- sýndar í íslenskum kvikmynda- húsum í vikunni. Kvikmyndin Now You See Me var frumsýnd á þriðjudaginn. Myndin fjallar um hóp töfra- manna sem fremur magnað bankarán á miðri sýningu í Las Vegas og dreifir ránsfengnum á meðal áhorfenda. FBI kemst fljótlega á bragðið en getur með engu móti sannað neitt, til að byrja með að minnsta kosti. Það er Louis Leterrier sem leikstýrir myndinni en hann er maðurinn á bak við Clash of the Titans, The Incred ible Hulk og Transformers-myndirnar. Leik- arar myndarinnar eru heldur ekki af verri endanum en Jesse Eisenberg, Mark Ruffalo, Woody Harrelson, Michael Caine og Morgan Freeman eru þar á meðal. Kvikmyndin After Earth var frumsýnd í gær en myndin skart- ar feðgunum Will og Jaden Smith í aðalhlutverkum. Í myndinni er saga feðganna Cyper Raige og Kitai sögð. Feðgarnir búa á plánetunni Nova Prime og sam- band þeirra feðga er erfitt. Þegar geimfar þeirra brotlendir á plán- etunni Jörð verða þeir að vinna saman til þess að komast af. Á jörðinni ráða nefnilega óþekkt- ar dýrategundir ríkjum og því reyna þeir feðgar allt hvað þeir geta til þess að snúa til heima- plánetunnar á ný. Myndinni leik- stýrir M. Night Shyamalan en hann leikstýrði The Sixth Sense og Unbreakable. Heimildarmyndin Sirius er frumsýnd í Bíó Paradís á föstu- daginn en myndin fjallar um agnar smáa veru sem fannst í Atcama eyðimörkinni í Síle. Myndin er innblásin af bók Dr. Steven Greer, Hidden Truth, Forbidden Knowledge, en hann hefur um langt skeið reynt að fá bandarísk stjórnvöld til að birta upplýsingar um líf geimvera. Í myndinni er því haldið fram að ákveðin leynd hvíli yfir tilvist geimvera. - ka Geimverur og galdrakarlar Stórmyndirnar Aft er Earth og Now You See Me voru frumsýndar í vikunni. TRYLLT TÖFRABRÖGÐ Hópur töframanna fremur bankarán á miðri sýningu en það reynist þrautin þyngri fyrir FBI að komast að hinu sanna. Al Pacino segist hafa hafnað mörg- um stórum hlutverkum í gegnum tíðina. Hann segir til að mynda að honum hafi verið boðið hlutverk Han Solo í Star Wars. „Ég mátti fá Star Wars ef ég vildi en ég skildi bara ekkert í handritinu.“ Leikar- inn segist einnig hafa neitað hlut- verki Bruce Willis í Die Hard- myndunum og aðalhlutverkinu í Pretty Woman, sem Richard Gere hneppti. Hann tekur þessu þó öllu með stóískri ró. „Ég er bara ekki nógu góður í að sjá hvaða hlutverk eru góð og hver eru það ekki.“ Vildi ekki Han Solo Al Pacino kann ekki að velja sér hlutverk. HAFNAÐI STAR WARS OG DIE HARD Stórleikarinn Al Pacino hefur hafnað mörgum góðum hlutverkum. *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.