Fréttablaðið - 12.07.2013, Side 2
12. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
SPURNING DAGSINS
Hörku-
spennandi
saga
Eftir höfund
Góða nótt,
yndið mitt
Leyndarmál, lygar
og svikin loforð,
en sannleikurinn
kemur alltaf í ljós
MANNLÍF Vegfarendur í Grafarvogi
ráku eflaust upp stór augu í gær
þegar þeir sáu eldri borgara í rign-
ingunni á víð og dreif um hverfið
með tangir eða hanska að tína rusl.
Þetta voru hinir svokölluðu Korp-
úlfar, sem er félag eldri borgara
í Grafarvogi, en sá félagsskapur
virðist ekki kunna að sitja auðum
höndum. Þeir ýttu tiltektarverk-
efni sínu úr vör í gær og að sögn
Birnu Róbertsdóttur, sem starfar
í þjónustumiðstöðinni Miðgarði og
er tengiliður félagsins við Reykja-
víkurborg, lágu félagsmenn ekki á
liði sínu því fjörutíu félagar mættu
í tiltektina.
Einn þeirra var Jóhann Helga-
son, sem á ekki erfitt með að fara
út í rigninguna í morgunsárið að
tína rusl. „Nei, þetta var leikur
einn. Við byrjuðum á því að hitt-
ast í Gufunesbæ og þar fengum
við nýsteiktar kleinur,“ segir hann.
„Við erum með kór svo okkur varð
ekki skotaskuld úr því að taka
lagið og svo brettum við upp ermar
og tókum til hendinni.“
Jóhann er frá Húsavík og var
iðinn við að spila á sveitaböllum
á sínum yngri árum. „Svo lét ég
þetta eiginlega alveg eiga sig þar
til ég byrjaði í Korpúlfum fyrir
þremur árum,“ segir hann. Nú
stjórnar hann kórnum og leikur
sjálfur á nikkuna og þarf ekki stór
tilefni til því söngástríðan er mikil
meðal úlfanna.
Korpúlfurinn Nikulás Friðrik
Magnússon fer fyrir verkefninu
sem kallað er Fegrum Grafarvog
en það fékk styrk frá Reykjavík-
urborg. Nikulás Friðrik fór einn-
ig með sorpið til Sorpu og lét vigta
það í leiðinni. Korpúlfarnir tíndu
ein 130 kíló, sem hlýtur að teljast
ágætis morgunverk. Ekki þarf að
því að spyrja að eftir rusltínsluna
var slegið upp grillveislu og Jóhann
tók svo upp nikkuna á nýjan leik
meðan kórinn söng. Jóhann hefur
einnig fengið hirðskáld félagsins,
Guðmund Guðmundsson, til að
setja saman kvæði við Korpúlfa-
söng sem nú er leikinn á hverjum
fundi. Jóhann segir að alla daga
vikunar sé eitthvað við að vera hjá
Korpúlfum og henni Birnu í Mið-
garði og oftast kemur tónlistin þar
eitthvað við sögu.
„Í okkar félagsskap eru margir
rétt undir níræðu en rétt eins og
unglingar,“ segir Jóhann. „Ég er
viss um að þetta starf á sinn þátt í
því að þessari heilsu og lífsþorsta
sé fyrir að fara.“ Það er því engin
hætta á því að Korpúlfar verði
verkefnalausir þegar Grafarvog-
ur verður orðinn skínandi hreinn.
jse@frettabladid.is
Syngja áður en þau
taka til í hverfinu
Korpúlfar, félag eldri borgara í Grafarvogi, hóf hreinsunarátak í gær. Það léttir
þeim hreinsunarverkin að hafa nikkuna með en félagsskapurinn syngur við
minnsta tækifæri. Úlfarnir hirtu 130 kíló í gær áður en þeir slógu upp veislu.
KORPÚLFAR við tiltektina Jóhann Helgason, Guðrún Ísleifsdóttir, Jakob Þórhallsson
og Ragnar Benediktsson eru hér að tína rusl. Jóhann segir þau ekki hætta fyrr en
Grafarvogur er orðinn hreinasta hverfið í borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Við erum með kór
svo okkur varð ekki
skotaskuld úr því að taka
lagið og svo brettum við
upp ermar og tókum til
hendinni
Jóhann Helgason,
kórstjóri Korpúlfa og harmonikkuleikari
LÖGREGLUMÁL Maður sem hand-
tekinn var með rafstuðsbyssu í
sínum fórum í síðustu viku var
úrskurðaður í gæsluvarðhald
þessa viku vegna rannsóknar-
hagsmuna.
Í bíl mannsins fannst þýfi sem
er talið vera úr innbroti og inni-
hald veskis sem hafði verið stolið.
Þá leikur grunur á að maðurinn
hafi verið undir áhrifum fíkni-
efna undir stýri.
Lögregla fór fram á gæslu-
varðhald á grundvelli rann-
sóknarhagsmuna. Héraðsdómur
Reykjavíkur úrskurðaði manninn
í varðhald fram á föstudag, og
Hæstiréttur staðfesti þá niður-
stöðu. - bj
Tekinn með rafstuðsbyssu:
Í haldi vegna
rannsóknar
FJÖLMIÐLAR Guðný Pálsdóttir, vinningshafi Facebook-leiks Frétta-
blaðsins, er ein af þeim rúmlega tíu þúsund manns sem líkar við
Facebook-síðu Fréttablaðsins.
Guðný var dregin úr pottinum og hlaut fyrir vikið iPad að gjöf.
Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, afhenti Guðnýju grip-
inn í gær.
Guðný var að vonum ánægð með vinninginn. „Ég er nýútskrif-
aður vöruhönnuður þannig að iPad-inn mun nýtast mér vel. Ég hef
heldur aldrei átt iPad áður svo að ég er spennt að prófa,“ útskýrir
Guðný. - ósk
Vinningshafi var dreginn út íFacebook-leik Fréttablaðsins:
Vöruhönnuður hlaut iPad að gjöf
HEPPINN LESANDI Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, afhendir Guðnýju
Pálsdóttur vöruhönnuði iPad að gjöf. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
KÓPAVOGUR Samningi Kópavogs-
bæjar við akstursþjónustuna
Smartbíla verður ekki sagt upp
eins og minnihlutinn í bæjarráði
lagði til.
Minnihlutinn vildi að samningn-
um yrði rift eftir að í ljós kom að
lögregla rannsakar mál eins bíl-
stjóra Smartbíla sem sakaður er
um kynferðislega áreitni gagn-
vart konu sem hann ók fyrir
ferðaþjónustu fatlaðra í Kópa-
vogi. Félagsmálaráð bæjarins
hafði gert alvarlegar athuga-
semdir við vinnubrögð Smart-
bíla við tilkynningu um meint
brot bílstjórans. Ráðið tók ekki
afstöðu til uppsagnar samn-
ingsins en krafðist þess að sírit-
ar yrðu settir í alla bílana til að
bæta öryggi farþeganna.
Tveir bæjarfulltrúar greiddu
atkvæði með uppsögn samnings-
ins en tveir voru á móti og
einn sat hjá. Tillagan féll
því á jöfnum atkvæðum.
„Vekur það furðu fulltrúa
Samfylkingar, VG og Næst-
besta flokksins að meiri-
hlutinn ætli sér að halda
áfram að kaupa þjónustu
af fyrirtæki þar sem svo
alvarlegur trúnaðarbrest-
ur hefur orðið,“ bókuðu
Pétur Ólafsson, Arnþór
Sigurðsson og Hjálmar
Hjálmarsson, sem sat
fundinn sem áheyrn-
arfulltrúi án atkvæð-
isréttar.
Ármann Kr. Ólafs-
son, bæjarstjóri úr
Sjálfstæðisflokki,
og Una Björg Ein-
arsdóttir af Kópa-
vogslistanum sögðu
það ganga gegn grundvall-
arsjónarmiðum um meðal-
hóf að segja upp samningi
við Smartbíla að óreyndum
vægari úrræðum. „Upp-
sögn samnings er þrauta-
lending reynist önnur
úrræði ekki tæk,“ bókuðu
Ármann og Una.
- gar
Tillaga um riftun samnings í kjölfar meints kynferðisáreits féll á jöfnu:
Bæjarstjóri vill vægari úrræði
SAMFÉLAGSMÁL Strætó bs. krefst
þess að notkun nafnsins Strætó
verði hætt á vinsælu smáforriti,
sem og notkun rauntímaupplýsinga
um strætisvagnaferðir.
„Það er verið að eyða peningum
í margra mánaða lögfræðiferli til
þess að fá einkarétt á orðinu Strætó
í þeim tilgangi að klekkja á fólki
sem er að gera þeim greiða,“ segir
Árni Jónsson, höfundur forritsins,
sem hefur borist bréf frá lögfræð-
ingum Strætó þar sem fyrrnefndar
kröfur eru lagðar fram. „Appið mitt
var búið til af náttúruverndarsjón-
armiði. Til þess að gera strætó ferðir
þægilegri og til að fá sem flesta í
strætó.“
Reynir Jónsson, framkvæmda-
stjóri Strætó bs., segir vörumerk-
ið vera Strætós. Það var þó ekki
skráð fyrr en í janúar á þessu ári,
tæpu ári eftir að fyrrnefnt smáfor-
rit Árna kom út. Þetta segir Reynir
ekki skipta máli. „Staðreyndin er sú
að við teljum okkur eiga tilkall til
þessa nafns þó að við séum opinber
aðili,“ segir hann „Hann [Árni] ber
fyrir sig að það sé enga skilmála að
finna á vefsíðunni okkar. Það eru
bara almenn lög um höfundarrétt
sem gilda í þessu sambandi.“ Hann
segir það enga afsökun að Árni hafi
ef til vill ekki vitað þetta.
„Það er engum heimilt að stela
upplýsingastreymi annars aðila, eða
nota það án samþykkis viðkomandi.
Þetta bara má ekki.“
- hva/nej
Höfundur smáforritsins Strætó sagður í trássi við almenn lög um höfundarrétt:
Óleyfilegt að nota nafnið Strætó í appi
ÁRMANN KR.
ÓLAFSSON
Gegn grundvall-
arsjónarmiðum
um meðalhóf
að segja upp
samningi við
Smartbíla að
óreyndum væg-
ari úrræðum,
segir bæjar-
stórinn.
REYNIR JÓNSSON ÁRNI JÓNSSON
Jón, ertu sprunginn?
Nei, aldrei. Þetta er fáránleg
spurning.
Bardagaíþróttaklúbburinn Mjölnir er svo
vel sóttur að húsnæðið er bókstaflega að
springa utan af félaginu. Stækka þarf hús-
næðið til þess að anna eftirspurn. Jón Viðar
Arnþórsson er bardagakappi og formaður
Mjölnis.
➜ Það er engum heimilt að
stela upplýsingastreymi ann-
ars, eða nota það án sam-
þykkis ... Þetta bara má ekki.
IÐNAÐUR Forsætisráðherra
Íslands, Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, og Ola Borten
Moe, olíumálaráðherra Nor-
egs, funduðu í fyrradag um
uppbyggingu olíuiðnaðar hér á
landi. Þjóðirnar hafa þegar gert
með sér formlegt samkomulag
um olíuleit á Drekasvæðinu og
íslenska hluta Jan Mayen-svæð-
isins. Sigmundur segir ekki
spurningu hvort heldur hvenær
olía finnist. Vinna að stofnun
ríkisolíufélags er langt komin
samkvæmt forsætisráðherra. Í
stjórnarsáttmála ríkisstjórnar-
innar er sérstaklega fjallað um
olíu og gas í íslenskri lögsögu.
- kk
Fundur Sigmundar og Moe:
Býst við að olía
finnist á Íslandi