Fréttablaðið - 12.07.2013, Qupperneq 12
12. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
- Ein mestu gæði í uppblástnum pottum!
- 220-240volt, 2050W í 20°C
- 196x61cm uppblásinn
- rúmar 4 fullorðna
- 848 lítra (80%)
- Vatnsflæði 1,438 ltr/klst.
- Snögghitunarkerfi um 1,5-2°C/klst.
- Max hiti 40°C
- DVD leiðbeiningar fylgja pottinum
- Rafrænt stjórnborð
- Auðveldur í uppsetningu
- Lay-Z nuddkerfi
- Innbyggð vatnshreinsisía
- Flothylki fyrir klór
- CE og GS vottaður
- Aðeins LAY-Z-SPA hefur fengið
TUV/GS gæðavottun
LAY-Z-SPA VEGAS
RAFMAGNS
HEITUR POTTUR
HAFÐU ÞAÐ NOTALEGT Í SUMAR!
129.999,-
109.999,-
FRÁBÆR
VIÐGERÐA- OG
VARAHLUTA-
ÞJÓNUSTA HJÁ
VIÐURKENNDUM
FAGAÐILA.
G
ild
ir
t
il
14
. j
úl
í á
m
eð
an
b
irg
ði
r
en
d
as
t.
Garðabær:
12. júlí kl. 16-19
Smáralind:
13. júlí kl. 12-16
Kringla:
14. júlí kl. 12-16
„Þegar valið stóð á milli hlýs lofts-
lags og ófriðar eða kulda og friðar,
þá þurfti ég ekki að hugsa mig um,“
segir Mazen Maarouf, rithöfundur
og heppnasti flóttamaður í heimi,
að eigin sögn. Mazen er flóttamað-
ur frá Palestínu og hefur lifað sem
slíkur í Líbanon bróðurpart ævi
sinnar.
Íslenskar bókmenntir heillandi
Skrif Mazens urðu til þess að honum
var ekki lengur stætt á að lifa í Líb-
anon. Þá leitaði hann á náðir alþjóð-
legra samtaka sem aðstoða pólitísk
skáld í sömu stöðu.
Hann fékk leyfi til að koma til
Íslands og starfa að verkum sínum
hér í skjóli íslenskra yfirvalda. „Ég
sökkti mér hins vegar í íslenskar
bókmenntir við komuna og heillað-
ist af frásagnarhefðinni. Mér fannst
að formið væri eitthvað sem þyrfti
að opna augu Mið-Austurlendinga
fyrir og hef því minna unnið að
eigin efni,“ segir Mazen sem nú
hefur þýtt tugi verka íslenskra ljóð-
skálda á arabísku, tvær skáldsög-
ur og vinnur að þeirri þriðju, Bláa
hnettinum eftir Andra Snæ Magna-
son.
Hlekkur milli norðurs og austurs
Áætlað er að Blái hnötturinn komi
út víða ytra á næsta ári, en þýðing-
ar Mazens hafa notið mikillar hylli
og selst í þúsundum eintaka í Mið-
Austurlöndum.
„Austurlönd eru lituð af áratuga-
löngum átökum og allt umhverfið
því einnig. Þannig eru austurlensk-
ar bókmenntir oft skrifaðar með
einhverja ákveðna pólitíska atburði
í huga og til lengdar getur verið leið-
inlegt að lesa þær. Ísland hefur hins
vegar verið átakalaust í svo mörg ár.
Og öll samskipti milli fólks hér eru
lituð af friðnum. Hingað til hefur
arabaheimurinn ekki haft aðgengi
af norrænu efni og mig dreymir um
að ráðast í Íslendingasögurnar og
þýða þær. Ætli mig langi ekki bara
að vera þessi hlekkur sem vantaði á
milli menningarheimanna. Ástæða
þess að ég valdi Bláa hnöttinn er sú
að mér þótti hún einfaldlega góð,“
segir Mazen.
Verður gert að yfirgefa Ísland
Dvalarsamningur Mazen hér á landi
er aðeins til tveggja ára. Honum
verður því gert að yfirgefa Ísland í
október næstkomandi.
Hann hyggst sækja um varanlegt
hæli hér þar sem hann hefur fest
rætur og myndað mörg djúp vina-
sambönd hér á landi, en segist jafn-
framt átta sig á því að það kom vel
til greina að það fái hann ekki sam-
þykkt.
„Þá veit ég ekkert hvert ég get
farið. Ég hef ekkert ríkisfang þar
sem ég er palestínskur flóttamaður
og ekki get ég snúið aftur þangað.
Í Líbanon tilheyri ég hópi þeirra
stéttlausu. Þrátt fyrir að hafa búið
þar nær allt mitt líf þá njóta Pal-
estínumenn engra réttinda þar,“
segir Mazen og útskýrir að hann
hafi þrátt fyrir allt náð að mennta
sig en hann hefur meistaragráðu
í efnafræði. Mazen kenndi efna-
fræði við skóla í Líbanon, en fékk
þó aðeins greitt svart fyrir vinn-
una vegna þess að hann hefur ekki
kennitölu. „Ef það komu eftirlits-
menn, eða einhverjir frá yfirvöld-
um, inn í skólann var ég sendur
niður í kjallara að fela mig. Bara
af því ég er palestínskur.“
Vissi ekki af mannréttindum
„Á meðan ég hef verið hér hef ég
reynt að komst inn í samfélagið
eftir bestu getu. Ég átta mig alltaf
betur og betur á mikilvægi Íslands.
Ég hefði aldrei trúað því að til væri
staður í heiminum þar sem ríkti
fullkominn friður. Ísland kemst
þar ansi nálægt. Sjálfur bjó ég við
stöðuga spennu allt mitt líf, ég vissi
ekki einu sinni að til væru mann-
réttindi og það mótaði mig.
Þegar ég kom hingað þá áttaði
ég mig til dæmis á því að ég var
háður því að vera stöðugt stress-
aður um líf mitt. Heilinn í mér var
farinn að líta á streituna sem fylgir
hernaðarátökum sem sitt náttúru-
lega ástand. Ég þurfti stressið og
spennuna til að geta unnið og til að
takast á við lífið.
Hér þarf ég ekki að vera hrædd-
ur eða stressaður yfir neinu. Það
tók smá tíma að aðlagast þessu
áhyggjulausa umhverfi. En núna er
ég bara leiður yfir því að þurfa að
fara,“ segir Mazen Maarouf.
maria@frettabladid.is
Rithöfundur án ríkisfangs
Mazen Maarouf, rithöfundur og þýðandi, er palestínskur flóttamaður sem hefur búið lengst af í Líbanon. Þar bjó Mararouf réttindalaus nær
allt sitt líf. Hann var ofsóttur fyrir skrif sín og kom því hingað til lands. Hann þýðir íslensk bókmenntaverk á arabísku til að tengja tvo heima.
MAZEN MAAROUF
Fékk dvalarleyfi á
Íslandi til tveggja ára
sem rennur út í októ-
ber. Í Líbanon til-
heyrir Maarouf hópi
hinna stéttlausu og
er án ríkisfangs.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI