Fréttablaðið - 12.07.2013, Side 20

Fréttablaðið - 12.07.2013, Side 20
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Alls voru fimm hópar björgunar-sveitarmanna við störf á fjórum stöðum í síðustu viku, að Fjalla- baki, á Kili, á Sprengisandi og á svæðinu norðan Vatnajökuls. Stærsti hópurinn var að Fjallabaki en þar voru saman komnir tíu meðlimir úr Flugbjörgunarsveitinni í Varmahlíð og Skagfirðingasveitinni. „Við vorum með aðsetur í Landmannalaugum og vorum hér í átta daga, frá laugardegi fram á sunnudag,“ segir Hilmar Baldurs- son hópstjóri. Verkefnin voru næg. „Við vorum til dæmis að flytja sjúklinga á móti sjúkrabílum, bjarga fólki úr ám, aðstoða fólk með bilaða bíla, sinna fólki sem hafði ofkælst og allt þarna á milli,“ upplýsir Hilmar, en dagarnir voru jafn fjölbreyttir og þeir voru margir. „Við gátum aldrei vitað hvernig dagurinn yrði. Eitt sinn ætl- uðum við í fimm mínútna skreppitúr en á endanum vorum við í átta tíma törn við björgunarstörf.“ Hópurinn hafði þrjá bíla til umráða og gat þannig skilið einn eftir mannaðan í Landmannalaugum. „Það létti okkur hinum lífið því þá þurftum við ekki að rjúka til baka ef eitthvað kom upp á á tjaldsvæðinu,“ segir Hilmar en hann telur fulla nauðsyn á hálendisgæslu á Íslandi. „Þetta er komið til að vera, það er ekki spurning,“ segir hann, en bætir við að þó þurfi að taka til skoðunar hver eigi að fjármagna gæsluna enda sé þetta dýrt fyr- irtæki. „Allir sem eru í hálendis gæslunni gefa vinnu sína og nota hluta af sumar- fríinu sínu,“ segir hann. Hann viðurkenn- ir þó að allir sem sinni gæslunni hafi gaman af því. „Þetta er auðvitað ofsalega skemmtilegt líka, annars væri maður ekki að þessu,“ segir hann glaðlega. „Það er oft líf og fjör hjá okkur. Á kvöldin grillum við, spilum og höfum gaman.“ Í þessari fyrstu viku hálendisgæsl- unnar voru 22 björgunarsveitarmenn að störfum á fjórum svæðum. Þeir sinntu alls 111 manns í 46 tilvikum. Hilmar segir útlendinga hafa verið í meirihluta þeirra sem aðstoðaðir voru. „Það sem kemur fólki helst í vandræði er kunnáttuleysi, sérstaklega í kringum árnar,“ segir hann. Í þessari viku fjölgar björgunar- sveitarmönnum í takt við ferðamennina á svæðinu en alls verða 36 björgunar- sveitarmenn við störf á hálendinu fram á sunnudag þegar nýir hópar taka við. ■ solveig@365.is GÆTA FERÐAFÓLKS Á FJÖLLUM Á sunnudaginn lauk fyrstu viku ársins í hálendisvakt björgunar- sveita. Alls aðstoðuðu 22 björgunarmenn 111 manns í 46 tilvikum. FRÍÐUR HÓPUR Tíu liðsmenn Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð og Skagfirðingasveitar voru við störf að Fjallabaki í síðustu viku. MYND/HILMAR BALDURSSON KALT Meðal verkefna sveitarinnar var að sinna fólki sem hafði ofkælst. Þegar rigningin bylur á rúðunni á ís- lensku sumarkvöldi er fátt annað að gera en planta sér fyrir framan sjón- varpið, horfa á góða mynd og gæða sér á ljúffengu nasli. Heimagert nasl er þó mun betra en það sem í flestum tilfellum fæst út úr búð. Múslístykki eru bæði saðsöm og sæt og henta hvort sem er sem sjón- varpsnasl eða í gönguferðina þegar styttir upp. 1 bolli haframjöl 1 bolli kókosmjöl 1/2 bolli hveitikím 1/2 bolli sesamfræ 1/2 bolli sólblómafræ 1/2 bolli graskersfræ 1 bolli ljósar rúsínur 125 g smjör 1/2 bolli hunang 1/3 bolli púðursykur Steikið haframjöl, kókosmjöl, hveitikím, sesam-, sólblóma- og graskersfræ á pönnu við meðal- hita í 8-10 mínútur þar til blandan er gullin. Kælið í skál. Blandið ljósum rúsínum við. Hitið smjör, hunang og sykur í potti yfir meðalhita þar til sykur- inn er uppleystur. Komið upp suðu og lækkið þá hitann. Látið krauma í 7 mínútur. Blandið þurrefnum saman við. Leggið bökunarpappír í ofnskúffu og hellið blöndunni í hana. Fletjið út með skeið og pressið niður. Látið kólna. Skerið í jafna bita. Geymið bitana í loft- þéttu boxi sem er fóðrað með álpappír. Geymist í allt að viku. HEIMAGERÐ MÚSLÍSTYKKI Hægt er að skipta út hráefnum og bæta öðrum við að vild. Til dæmis eru valhnetur hentugar í múslístykki. NORDICPHOTOS/GETTY útsalan heldur áfram áður 16990 Nú 5000 kr. Nú 7990 kr. áður 19990 50%-70% afsláttur af völdum kjólum App sem þú þarft Nýtt í spjaldtölvuna og snjallsímann Nú er komið app fyrir Fréttablaðið: Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjall- símann með nýja Fréttablaðsappinu. Nú er hægt að nálgast Fréttablaðið hvar sem er, á hverjum morgni. Sláðu inn Fréttablaðið á Google Play eða í App store og náðu í appið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.