Fréttablaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 24
FRÉTTABLAÐIÐ Bóas Kristjánsson. Kúnst og fegurð. Spjörunum úr og Helgarmaturinn 4 • LÍFIÐ 12. JÚLÍ 2013 H var ertu fæddur og uppalinn? „Foreldrar mínir voru við nám í Þýskalandi þegar ég kom í heiminn, svo ég er fæddur í Heidelberg og bjó þar fyrstu þrjú árin. Síðan flutt- um við á Ísafjörð og þaðan í Þing- eyjarsýsluna, svo til Akureyrar og loks í Skálholt. Við fluttum til Reykjavíkur þegar ég komst á menntaskólaaldurinn.“ Hvernig stóð á því að þú fórst í fatahönnun? „Ég fór að vinna í fataversluninni GK eftir mennta- skólann og kynntist fatahönn- uðinum Gunnari Hilmarssyni og klæðskeranum Indriða Guð- mundssyni. Þeir hvöttu mig til að fara í Listaháskólann og læra fatahönnun. Mér fannst allt svo áhugavert sem þeir voru að gera og Indriði var rosalega vel að sér um iðnaðinn, íslenska hönnuði og listamenn almennt. Hann leið- beindi mér um listir og við rædd- um mikið um hve störf í fatabúð- um gefa manni einstaklega góða reynslu til að skoða snið og kynn- ast efnum og annað. Bæði Gunni og Indriði voru mér innblástur og gerðu það að verkum að ég valdi þessa leið.“ Hvar lærðir þú fatahönn- un og hvenær útskrifaðist þú? „Ég var í eitt ár í Listaháskólan- um en ákvað síðan að sækja um í einum elsta fatahönnunarskóla í Evrópu sem er í Antwerpen í Belgíu. Royal Academy of Ant- werpen og Saint Martins-skólinn skara fram úr hvað grunnnám í fatahönnun varðar. Ég hafði búið svolítið í Evrópu og London heill- aði mig ekki eins mikið og því varð skólinn í Antwerpen fyrir valinu. Skólinn einblínir mikið á hugmyndavinnu og útskrif- ar fólk með það að leiðarljósi að fólk geti strax farið að vinna fyrir önnur tískuhús. Það koma margir sterkir hönnuðir úr þess- um skóla sem ég var í en bæði yfirhönnuður herralínu Dior og fyrrverandi yfir hönnuður Hugo Boss lærðu þar. Í Antwerpen var ótrúlega þægilegt að búa því það var tiltölulega hagstætt að vera í Evrópu á þessum tíma og flest- ir voru með vinnuaðstöðu heima hjá sér.“ Fer sínar eigin leiðir Nú rekur þú þitt eigið hönn- unarfyrirtæki, 8045. Fórstu óhræddur út í það? „Ég þekki marga sem hafa búið í þessum topp tískuborgum og unnið fyrir önnur tískuhús en það er oft rosa- lega dýrt að lifa í þessum borg- um og þú færð lítil laun og enga viðurkenningu fyrir það sem þú ert að gera. Það eru ekki marg- ir sem ná að verða sjálfstæðir hönnuðir. Ég kærði mig ekki um að skrimta og vinna myrkranna á milli fyrir engan pening og enga viðurkenningu og því fór ég sjálf- ur á tískuvikuna í París og kynnt- ist fólki. Fljótlega byrjaði ég að vinna við viðskiptahliðina en ég starfa helst í gegnum París og Antwerpen. Þessa stundina eru höfuðstöðvarnar í húsi foreldra minna í Kópavogi.“ Er þetta harður heimur? „Nei, þetta er afskaplega ljúfur og sjarmerandi heimur. Í gegn- um þennan iðnað kynnist maður endalaust af frábæru, metnaðar- fullu og áhugaverðu fólki og teng- ist mikið inn í tónlist og listir. Ég hef að mestu leyti kynnst góðu fólki. Það er hins vegar langt frá því að vera auðvelt að ná ár- angri.“ Hannar þú eingöngu fyrir karl- menn? „Já, ég hanna eingöngu fyrir karlmenn. Þessi hátísku- herrafatamarkaður hefur stækk- að mikið úti í heimi á síðustu fimm til sex árum og það hefur eiginlega orðið til nýr markað- ur fyrir karlmenn þar sem nýjar verslanir opna og aðrar stækka því úrvalið er betra og meira. Það er hægt að byggja upp svona tískuhús á smærri skala sem er með framleiðslu, sölu, dreifingu og markaðssetningu út um allan heim og það gengur upp því þú þarft ekki margt starfsfólk og getur gert mikið sjálfur. Ef þú ert kominn með rétta kontakta er eftirleikurinn auðveldur. Til að hafa einhver áhrif í kvenfata- BÓAS KRISTJÁNSSON ÆTLAÐI AÐ VERÐA KÖRFUBOLTAMAÐUR Þegar Bóas Kristjánsson var yngri ætlaði hann að verða körfu- boltamaður og hátísku karlmannsföt voru fjarri hans huga. Í dag rekur hann sitt eigið hönnunarfyrirtæki, 8045, sem er í miklum vexti og segir að draumurinn sé að nýta íslenska orku til frekari hönnunar. Lífi ð ræddi við Bóas um iðnaðinn, fatalín- una KARBON og tilveruna sem hann hrærist í frá degi til dags. tískunni þarftu að vera ákveð- ið merki, annars týnist þú bara í straumnum.“ KARBON í verslanir erlendis Hvert sækir þú innblástur í þína hönnun? „Ég fæ allan minn inn- blástur frá mínu persónulega lífi. Ég leita eftir stöðugleika og jafn- vægi í hönnuninni. Hins vegar er gott að vera forvitinn og skoða allt milli himins og jarðar til að fá t.d. hugmynd að mynstri eða smáatriðum í flíkurnar.“ Finnst þér nauðsynlegt að verða útlærður klæðskeri eða fatahönnuður til að hanna sína eigin fatalínu? „Það er allur gangur á því. Það er eitt að hanna fatalínu og annað að selja hana. Það er allavega ekki hægt að reiða sig eingöngu á fagnám í fatahönnun.“ Selur þú KARBON-flíkurnar þínar erlendis? „Ég gerði samn- ing við „commercial director“- söluskrifstofu sem sér um sölu á merkinu mínu og það er algjör- lega ómissandi. Fyrsta línan er að koma í verslanir í Rússlandi, ALDUR 31 STARF FATAHÖNNUÐUR HJÚSKAPARSTAÐA Í SAMBÚÐ MEÐ HELGU GABRÍELU SIGURÐARDÓTTUR MATUR Ég hef gaman af að prófa nýja hluti, reyni að ferðast sem mest og finna góðan „local“ mat. DRYKKUR Vatn VEITINGAHÚS Chez Paul VEFSÍÐA reddit.com VERSLUN Projekt 3,14 HÖNNUÐUR Le Corbusier HREYFING Körfubolti Ég kærði mig ekki um að skrimta og vinna myrkranna á milli fyrir engan pening og enga viðurkenningu og því fór ég sjálfur á tískuvikuna í París og kynntist fólki. Bóas Kristjánsson í sýningarsalnum á tísku- vikunni í París.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.