Fréttablaðið - 12.07.2013, Síða 36

Fréttablaðið - 12.07.2013, Síða 36
12. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 24 BÆKUR ★★ ★★★ Flekkuð Cecilia Samartin Þýðing: Nanna B. Þórsdóttir VAKA-HELGAFELL Suður-amerískar töfraraunsæissög- ur nutu mikilla vinsælda og aðdá- unar á áttunda og níunda tug síðustu aldar. Þar blandaðist saman fram- andi heimsmynd, gamlar sagnir og oftar en ekki framúrskarandi texti svo úr varð suðupottur ástríðna og lita sem Vesturlandabúar hökkuðu í sig. Flekkuð er markaðssett sem angi af þessum meiði, en því miður er þar fátt að finna sem gerði sögur eins og Hús andanna og Hundrað ára einsemd að eftirlætisbókum heillar kynslóðar. Ástæður þess eru mýmargar en þó fyrst og fremst sú að höfundur- inn Cecilia Samartin hefur hvorki þá sagnagáfu né stílfimi sem til þarf að skapa eftirminnilega sögu. Saga mexíkósku stúlkunnar Jam- ilet, sem ber mark djöfulsins á bakinu, og spænska sérvitringsins Peregrínó, sem hún hjúkrar á geð- veikrahæli, hefur öll element sem til þarf í magnaða frásögn en lyppast niður í loðmullulegt melódrama þar sem hvorki vottar fyrir mannþekk- ingu né þjóðfélagslegri gagnrýni. Að líkja bókinni við bækur Isabel Allende er ekki bara lymskuleg og fölsk markaðssetning heldur bein- línis móðgun við Allende. Í stuttu máli fjallar sagan um uppvöxt Jamilet í litlu þorpi í Mexíkó og eineltið sem hún verð- ur fyrir frá fávísum þorpsbúum vegna valbrár á baki sem þjóðtrú- in skilgreinir sem merki djöfulsins sjálfs. Heldur er þó farið hratt yfir sögu og lítil áhersla lögð á lýsing- ar á andrúmslofti þorpsins, óttann og einangrunina. Á unglingsárum flýr Jamilet síðan til Los Angeles þar sem hún fær vinnu við að sinna hinum spænska Peregrínó á hæl- inu. Eftir það skiptist sagan nokkuð jafnt á milli lýsinga á daglegu lífi hennar og sögu gamla mannsins um það þegar hann gekk Jakobsveg- inn til Santíagó á Spáni sem ungur maður. Á dæmigerðan Hollywood- máta leysast síðan öll vandamál á örskotsstundu og lesandinn situr eftir klórandi sér í kollinum yfir þessari fljótaskrift á málum. Pers- ónur beggja aðalpersónanna eru auk þess lítt sannfærandi og auka- persónur stela oft á tíðum senunni, einkum hin skapstóra og drykk- fellda frænka Carmen. Engin til- raun er gerð til að lýsa aðstæðum ólöglegra innflytjanda í BNA, allt flýtur þetta áfram átakalítið fyrir utan stöku ástarsorg. Sannarlega illa farið með góðan efnivið. Þýðing Nönnu B. Þórsdóttur er hin læsilegasta og rennur vel, en góð þýðing er engan veginn nóg til þess að gera þessa sögu ánægjulega aflestrar. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Ansi þunn og grunn saga um mjög áhugavert efni. Litla ljót og galni afinn Við erum að gera tilraunir með að blanda saman akústík og raf- hljóði. Láta reyna á samspil þessara tveggja hljóðheima.“ segir Gunnar Gunnsteinsson, eitt tónskáldanna sem frumflytja eigin verk á tónleik- unum Upp rís úr rafinu í Kaldalóni í Hörpu í kvöld. „Þetta eru sex tón- skáld, flest nýútskrifuð úr Listahá- skóla Íslands, og hvert okkar fer sína leið við að flytja sitt verk.“ Tónskáldin eru, auk Gunnars, þau Árni Guðjónsson, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Finnur Karlsson, Halldór Smárason og Haukur Þór Harðarson og hafa þau hvert um sig sérvalda hljóðfæraleikara sér til aðstoðar. „Það er þarna strengja- kvintett í einu verkinu og tveir raf- magnsgítarar í öðru, þannig að þetta er mjög fjölbreytt tónlist,“ segir Gunnar. Gunnar stundar nám í tónsmíðum í Amsterdam í Hollandi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann flytur eigið verk hérlendis. „Ég hef ekki komið fram sem tónskáld áður, en leikið á kontrabassa með alls konar hljóm- sveitum í grasrótinni. Tónsmíða- námið þróaðist síðan upp úr því.“ Hvers vegna ætti fólk að mæta á tónleikana í kvöld? „Ég held það sé bara mjög áhugavert að sjá og heyra hvernig við leikum okkur með þessa tvo hljóðheima sem útgangspunkt fyrir tónsmíðar,“ segir Gunnar. „Ef fólk hefur áhuga á tónlist yfirhöfuð og nýjum leiðum til að nálgast tónsköpun þá held ég að það sé mjög áhugavert að mæta í kvöld.“ Tónleikarnir eru styrktir af Ýli, tónlistarsjóði Hörpu fyrir ungt fólk, og Gunnar segir hafa munað mikið um það. „Það er ansi dýrt að halda tónleika í Hörpu þannig að þetta breytti miklu fyrir okkur,“ segir hann. „Við hefðum ekki getað þetta án styrksins.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20. fridrikab@frettabladid.is Gera tilraunir með tvo ólíka hljóðheima Sex ung tónskáld koma saman í Kaldalóni í Hörpu í kvöld og fl ytja eigin tónlist. Eitt þeirra er Gunnar Gunnsteinsson sem stundar tónsmíðanám í Hollandi og hefur ekki áður fl utt frumsamið verk á Íslandi. FRUMFLUTNINGUR Á ÍSLANDI Gunnar þreytir frumraun sína í flutningi á eigin verki hérlendis í Hörpu í kvöld. Auk hans koma fram fimm önnur ung tónskáld með eigin verk. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SUMARSMELLUR EFTIR HÖFUND METSÖLUBÓKARINNAR VILTU VINNA MILLJARÐ? BÓK MÁNAÐARINS 2.999 2.699KR KYNNINGAR- VERÐ G ild ir til 3 1. jú lí. „Áherslan er á að allt sé jafn mikil- vægt, hvort sem efnið er plastdrasl og pípuhreinsarar eða eitthvað sem ég hef lagt vinnu í að vefa sjálf. Ég tel ekkert merkilegra en annað og legg allt að jöfnu,“ segir Arna Óttarsdóttir listakona um sýninguna Gangi þér vel sem hún opnar í Kunstschlager að Rauðar- árstíg 1 annað kvöld klukkan átta. Listaverk sem eru nytjahlutir eða nytjahlutir sem eru listaverk rúmast á sýningunni, að sögn Örnu, jafnvel hlutir sem lenda þar mitt á milli. „Ég geri lítið úr miklu og mikið úr litlu og nota ljósa liti svo það er bjart yfir öllu og létt stemning.“ Arna hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér á Íslandi og erlendis. Undanfarin ár hefur vefnaður og textíll verið áberandi í verkum hennar. Sýning hennar í Kunstschlager stendur til 27. júlí. - gun Gerir lítið úr miklu og öfugt á Gangi þér vel Arna Óttarsdóttir opnar sýninguna Gangi þér vel í Kunstschlager, Rauðarárstíg 1, á morgun klukkan 20. LISTAKONAN Leggur allt að jöfnu, hvort sem efnið er plastdrasl og pípuhreinsarar eða eitthvað sem hún hefur lagt vinnu í að vefa. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR MENNING

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.