Fréttablaðið - 12.07.2013, Page 38

Fréttablaðið - 12.07.2013, Page 38
12. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 26 „Það eru bara nokkrir miðar eftir en við erum búnir að selja um 400 miða. Það er búin að vera sól hérna í þrjú ár í röð og ég er viss um að veðrið geri hátíðina enn flottari fyrir vikið því þá er svo mikil „mystík“ yfir öllu. Þetta er svolítið eins og fara í annan heim,“ segir Pan Thorarensen, einn þriggja skipuleggj- enda hátíðarinnar sem fer fram helgina 12. til 14. júlí. Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir jökli verður haldin á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls og þetta er í fjórða sinn sem hátíðin fer fram. Um tuttugu íslenskir tón- listarmenn spila á hátíðinni í ár en þeir eru engir nýgræðingar. Einnig spila fjórir erlendir tón- listarmenn en það eru Mix- master Morris frá Bretlandi, Mimetic frá Sviss, Fishimself frá Grikklandi og Le Sherifs frá Egyptalandi. Hátíðin hefur fengið góða umfjöllun erlendis því breska dagblaðið The Guardian kaus tónlistarhá- tíðina eina af fimmtán athyglisverðustu tónlistar- hátíðum í Evrópu árið 2012 sökum staðsetningar og umhverfis. Hellissandur er lítill bær yst á norðan- verðu Snæfellsnesi en á svæðinu eru nýuppgerð tjaldsvæði með salernis- og sturtuaðstöðu. Dag- skrá hátíðarinnar hefst á föstudagskvöldið í félags- heimilinu Röst kl. 20 en félagsheimilið er gamalt kvikmyndahús og því verða einnig nokkrir vídeó- listamenn með sem sjá um allt myndefni á hátíðinni. Miðverð á hátíðina er 6.900 krónur. marinmanda@frettabladid.is Rafrænir tónleikar undir Jökli Helstu raft ónlistarmenn Íslands munu spila á tónlistarhátíð á Snæfellsnesi um helgina. Þetta er í fj órða sinn sem hátíðin fer fram. Söngkonan færeyska Eivör Páls- dóttir heldur tónleika á Gamla Gauknum í kvöld. Eivör gaf út plötuna Room í fyrra en platan inniheldur tíu lög sem öll eru flutt á ensku. Söngkonan verður á tónleikaferðalagi í sumar en hún mun meðal annars spila í Eistlandi, Danmörku og Noregi. Langt er síðan Eivör spilaði hér á landi og geta þeir, sem vilja berja söngkonuna augum, gert sér ferð á Gaukinn í kvöld. Á laugardag- inn heldur Eivör norður þar sem hún mun halda tónleika á Græna hattinum á Akureyri. Tónleik- arnir á Gauknum í kvöld hefj- ast klukkan 22 og miðinn kostar 3.900 krónur. Hægt er að kaupa miða á Gamligaukurinn.is. Eivör syngur í kvöld Eivör Pálsdóttir heldur tvenna tónleika á Íslandi um helgina. Hún verður á Gamla Gauknum í kvöld. EIVÖR Söngkonan gaf út plötuna Room í fyrra, en allir textarnir eru á ensku. FÖSTUDAGURHVAÐ? HVENÆR? HVAR? ➜ Raftón- listarhátíðin Extreme Chill Festival fékk úthlutað úr menningar- sjóði Kraums annað árið í röð í ár. SKIPULEGGJENDUR HÁTÍÐARINNAR Pan Thorarensen ásamt Andra Má Arnlaugssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013 Tónleikar 12.00 Í kvöld leikur Þorvaldur Már Guð- mundsson gítarleikari sólóverk samin fyrir flamenco-gítar í Háteigskirkju. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.00 og taka um hálfa klukkustund. Aðgangs- eyrir er 1.000 kr. 22.00 Hljómsveitin Valdimar treður upp á Græna hattinum, Akureyri í kvöld klukkan 22.00. Miðaverð er kr. 2.500. 22.00 Hljómsveitin Múgsefjun skemmtir á Café Rosenberg í kvöld klukkan 22.00. Aðgangseyrir á tón- leikana er 1.500 krónur. 23.00 Hljómsveitirnar Johnny and the rest og Foma halda tónleika á Ob-La-Dí- Ob-La-Da, Frakkastíg 8 í kvöld klukkan 23.00. Tónlist 17.00 Lokatónleikar rokksumarbúðanna á vegum Stelpur rokka! klukkan 17.00 í húsnæði TÞM, Hólmaslóð 2 í dag. Átta hljómsveitir munu flytja frumsamin lög sem eru afrakstur mánaðarlangra rokk- sumarbúða fyrir stelpur á aldrinum 12 til 16 ára. Aðgangur ókeypis. 20.00 Tónleikarnir Upp rís úr rafinu, sem helgaðir eru akústískri raftónlist, verða haldnir í Kaldalóni Hörpu í dag klukkan 20.00. Þar munu tónskáldin Árni Guðjónsson, Bergrún Snæbjörns- dóttir, Finnur Karlsson, Gunnar Gunn- steinsson, Halldór Smárason og Haukur Þór Harðarson temja skepnur rafsins hver á sinn hátt svo þær leiki um skyn áheyrandans ýmist í samhljómi með akústískum hljóðfærum eða syngjandi einar síns liðs. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. 21.00 Í dag, 12. júlí heldur færeyska söngkonan Eivör hljómleika í Gamla Gauknum. Á undan henni syngur og spilar færeyska söngkonan Dorthea Dam. Eftir hljómleika Eivarar spilar Hljómsveit Sigga Ingimars. Húsið opnað klukkan 21.00. Aðgangseyrir 3.900 krónur. Myndlist 14.00 Síðasti sýningardagur á sýningu Hlyns Hallssonar í Kartöflugeymslunni í Listagilinu á Akureyri er í dag. Sýningin er opin frá klukkan 14 til 16. Á sýn- ingunni gefur að líta verk frá síðustu 13 árum ásamt nýjum verkum. Þetta eru ljósmynda- og textaverk, spreyverk, prent og eitt bókverk. Kartöflugeymsl- an, Kaupvangsstræti 29, 600 Akureyri. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Byrjaðu strax að spara. Skráðu kortin ykkar núna á www.stod2.is/vild ENN MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR F ÍT O N / S ÍA Ferð með Herjólfi til og frá eyjum á sunnudeginum ásamt miða í dalinn á aðeins 12.900 kr. Tilboð gildir á meðan bi rgðir endast. F Í 50% afsláttur af Mongoose Switchback Expert 2013 hjóli. Aðeins 44.950 kr. í stað 89.900 kr. Eða 20% afsláttur af öðrum alvöru Mongoose hjólum. T O N / S ÍA AFSLÁTTUR 50 12.900 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.