Fréttablaðið - 20.07.2013, Page 8

Fréttablaðið - 20.07.2013, Page 8
20. júlí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 Styrktarumsóknir til Góða hirðisins/SORPU Ágóði af sölu nytjahluta í Góða hirðinum rennur til góðra málefna. Styrkirnir eru veittir til líknar- og félagasamtaka og er markmiðið að styðja fólk til sjálfshjálpar. Verkefnin geta til dæmis snúist um menntun, endurhæfingu og sjálfsbjörg og er sérstaklega leitast við að styrkir nýtist efnaminni börnum og ungmennum. Nánari upplýsingar eru á vef SORPU, www.sorpa.is. Umsóknarfrestur fyrir haustúthlutun er til 15. ágúst. FÍ TO N / SÍ A DÓMSMÁL Þýski fjárfestingasjóðurinn Hansa Spezial tapaði í gær máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn þrotabúi Kaupþings banka hf. Málið snerist um hvort kröfu sem nam sex milljónum evra, jafnvirði tæplega milljarðs íslenskra króna, hefði verið rétt lýst í þrotabúið og þar með hvort eitthvað fengist greitt upp í kröfuna. Málsatvik voru þau að slitastjórn Kaupþings hf. gaf út innköllun til kröfuhafa þann 30. júní 2009. Kröfulýsing hafði ekki borist þann 29. desember og starfsmaður slitastjórnar sendi kröfuhafanum Hansa Spezial áminningu þess efnis í tölvupósti og benti á að einungis yrði litið á frumrit kröfulýsingar sem bærist bréflega sem fullnægjandi kröfulýsingu. Þá benti starfsmaðurinn Hansa Spezial á að leysa mætti málið með því að ráða íslenskan lögmann til að útbúa kröfulýsinguna hið snarasta. Kröfuhafinn fór hins vegar ekki að þessum leið- beiningum heldur sendi tölvupóst og fór þess á leit að krafan yrði tekin til greina. Bréf þess efnis barst svo slitastjórninni þann 4. janúar 2010, fjórum dögum eftir að kröfulýsingar- frestur rann út. Í niðurstöðu dómsins segir að samkvæmt lögum þurfi kröfulýsing að vera skrifleg og það eigi sér styrka stoð í réttarframkvæmd og sé engum vafa undirorpið. Kröfulýsing með tölvupósti sé því ekki gild og kröfu Hansa Spezial hafnað. Ekki náðist í lögmann Hansa Spezial við vinnslu fréttarinnar. - js Þýskur sjóður varð af tæpum milljarði því starfsmanni láðist að senda bréf: Tölvupósturinn var dýrkeyptur HÉRAÐSDÓMUR Senda þarf bréf til að lýsa kröfum. SVÍÞJÓÐ Sænska matvælastofnunin hefur sent leikskólum og skólum í Svíþjóð ný fyrirmæli þar sem segir að Eystrasaltssíld eigi alls ekki að bera á borð fyrir börn. Feitur fisk- ur sem veiddur er í Eystrasalti inni- heldur oft díoxín yfir hættumörkum Evrópusambandsins, ESB. Á fréttavef Dagens Nyheter er haft eftir Pontus Elvingsson, sér- fræðingi hjá stofnuninni, að þar sem vitað sé að það sé skaðlegt fyrir börn og konur á frjósemisaldri að borða feitan fisk úr Eystrasalti oftar en tvisvar til þrisvar á ári sé alveg eins gott að skólarnir kaupi hann alls ekki. Villti laxinn í Eystrasalti er svo mengaður af díoxíni að Svíar mega ekki flytja hann út til ESB-landa. Fyrr í sumar greindi sænska sjón- varpið frá því að laxinn hefði verið seldur í miklu magni til margra landa, meðal annars til Frakklands. Rannsókn fréttamanna sænska ríkissjónvarpsins leiddi í ljós að að minnsta kosti þrjú sænsk fyrir- tæki hefðu flutt út hundruð tonna af Eystrasaltslaxi ólöglega. Sam- kvæmt kvittunum sem sænska ríkissjónvarpið vitnaði í seldi eitt þeirra, Blekingefiskarnars central- förening, yfir 100 tonn af Eystra- saltslaxi til Frakklands á árunum 2011 og 2012. Talsmaður þess, Per Ahlgren, sagði í viðtali við sænska sjónvarpið að ekki væri hægt að selja laxinn í Svíþjóð. Frakkland og Danmörk hefðu verið einu löndin sem hefðu viljað kaupa laxinn. Ahlgren sagði viðskiptavini sjálfa hafa tekið sýni úr laxinum og að niðurstöðurnar hefðu verið þær að díoxínmagnið hefði ekki verið svo mikið. Þess vegna hefðu menn ekki hikað við að selja laxinn úr landi. Elvingsson kvaðst efast um að rannsóknir viðskiptavinanna væru traustvekjandi. Slíkar rannsóknir væru dýrar og tækju langan tíma. Skyndikannanir gæfu ekki rétta mynd. Elvingsson lagði áherslu á að með útflutningnum væri heilsu neytenda í öðrum löndum stefnt í hættu. Það er mat hans að ólöglegur útflutning- ur Svía á laxi sé samanburðarhæfur við hrossakjötshneykslið. Neytend- ur séu látnir standa í þeirri trú að eitthvað sé öðruvísi en það er. Mun- urinn sé sá að neyslan á fiskinum hafi langvarandi áhrif á heilsu fólks og það sé alvarlegt. ibs@frettabladid.is Börn fái ekki mengaðan fisk Feitur fiskur veiddur í Eystrasalti inniheldur oft díoxín yfir hættumörkum. Hundruð tonna af laxi úr Eystra- salti flutt út ólöglega frá Svíþjóð þrátt fyrir bann ESB. MÖTUNEYTI Krakkarnir í mötuneyti Háteigsskóla þurfa ekki að óttast að boðið sé upp á mengaðan fisk, ólíkt nemendum annars staðar á Norðurlöndunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ■ Magn díoxíns og díoxínlíkra PCB-efna í Eystrasaltssíld og Eystrasaltslaxi er yfir hættu- mörkum ESB. ■ Staðfest hefur verið að efnin valdi ýmsum kvillum í dýrum, þar á meðal krabbameini og skaða á ónæmiskerfi og æxlunar- færum. ■ Svíar fengu undanþágu frá banni ESB frá 2002 gegn eiturefnum í fiski. Þeir mega borða og selja fiskinn í Svíþjóð sé þess getið að börn og ófrískar konur eigi ekki að neyta hans oftar en þrisvar á ári. ■ Svipaðar undanþágur gilda í Finnlandi og Lettlandi og þess vegna mega Svíar flytja út fisk úr Eystrasalti þangað. ➜ Undanþágur frá banni ESB LAX Hundruð tonna af laxi hafa verið flutt ólöglega frá Svíþjóð til ESB-landa. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BANDARÍKIN Detroit-borg í Michigan í Banda- ríkjunum lýsti yfir gjaldþroti í vikunni. Ef fallist verður á gjaldþrotið verður borgin tekin í gjaldþrotaskipti. Mun það verða stærsta borgar gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Í mars var skipaður neyðarstjóri til að fara yfir efnahagslega stöðu borgarinnar og endur skrifa samninga. Í kjölfarið óskaði hann eftir gjaldþrotaúrskurði. Ef fallist verður á úrskurðinn mun borgin þurfa að selja verð- mætar eignir sínar upp í skuldir. Slæm staða borgarinnar hefur haft mikil áhrif á borgarbúa en meðal annars hefur þurft að skerða verulega ellilífeyri. Vandamál Detroit má rekja til verulegrar fækkunar borgarbúa. Fólk hefur flúið frá borginni á síðustu áratugum, meðal annars vegna aukinnar glæpatíðni og verri grunn- þjónustu. Eru borgarbúar nú meira en helmingi færri en á sjötta áratugnum, sem skilar sér í mun lægri skatttekjum. Talið er að langtímaskuldir borgarinnar séu um 19 milljarðar dollara, jafnvirði um 2.300 milljarða króna, og halli borgarsjóðs nemi 380 milljónum dollara, jafnvirði 46 milljarða króna, hjá þessari þekktustu bílaframleiðslu- borg Bandaríkjanna. - le Detroit-borg skuldar jafnvirði 2.300 milljarða og hefur óskað eftir því að vera úrskurðuð gjaldþrota: Stærsta borgargjaldþrot í sögu Bandaríkjanna BORGARBÚUM FÆKKAÐ UM HELMING Slæm staða Detroit-borgar er meðal annars rakin til fækkunar borgarbúa á síðustu áratugum. UMHVERFISMÁL Svartolía lak af bryggju niður í sjó í Sundahöfn laust eftir klukkan fimm í gær. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang og gekk hreinsunarstarfið greiðlega. Barki úr olíutanki hafði rofnað við dælingu á svartolíunni með fyrrgreindum afleiðingum. Olíudælingunni var samstundis hætt og samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins var lekinn minni en óttast var í fyrstu. - mlþ Svartolíuleki í Sundahöfn: Barki úr olíu- tanki rofnaði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.