Fréttablaðið - 20.07.2013, Side 52

Fréttablaðið - 20.07.2013, Side 52
20. júlí 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 32 Við störtuðum þessu í fyrra með tveimur helgum, en nú er þetta orðin alvöru tónlistarhátíð og verður tón- listarflutningur í Strandarkirkju á hverjum sunnudegi til 25. ágúst,“ segir Björg Þórhallsdóttir söng- kona sem stendur fyrir hátíðinni. Aðrir tónleikar hátíðarinnar verða á morgun og þar mun Björg syngja ásamt Hrólfi Sæmundssyni við undir leik Hilmars Arnar Agnars- sonar organista og Kristínar Lárus- dóttur, sellóleikara. Þetta er áttunda sumarið í röð sem Björg kemur að tónlistar- flutningi í Strandarkirkju og liggur beint við að spyrja hvaða tengingu norðanstúlka eins og hún hafi við þá kirkju. „Ég hef svo miklar kirkju- rætur. Er prestsdóttir og eiginlega alin upp í kirkju. Það hefur væntan- lega eitthvað að segja. Ég söng fyrst í Strandarkirkju árið 2006 og um sama leyti hófst samstarf okkar Elísabetar Waage. Mér fannst alveg einstakt að syngja þarna og langaði að gera það aftur þannig að ég hafði samband við séra Baldur Kristjáns- son sóknarprest og spurði hann hvort hann hefði áhuga á að fá okkur Elísabetu. Hann hélt nú það og við höfum verið þarna á hverju ári síðan, annaðhvort einar eða með Hilmari Erni orgelleikara. Þá höfum við gjarnan fléttað tónlistarflutning- inn inn í hefðbundna guðsþjónustu.“ Tónleikarnir á hátíðinni eru marg- víslegir og verða ýmist með hefð- bundnu sniði eða tónlistin verður hluti af og framlenging á guðs- þjónustu. Björg segir það form hafa gefist vel, það sé yfirleitt troðfullt út úr dyrum og mikil ánægja með framtakið. „Þannig að við vildum skoða hvort við gætum ekki fjölgað þessum skiptum og gert þarna litla hátíð.“ Allar upplýsingar um tónleikana, flytjendur og verk er að finna á heimasíðunni kirkjan.is/strandar- kirkja og á Facebook-síðu hátíðar- innar. - fsb Einstakt að syngja í Strandarkirkju Björg Þórhallsdóttir söngkona gengst fyrir tónlistarhátíð í Strandarkirkju í sumar. FRUMKVÖÐULLINN Björg Þórhallsdóttir söngkona hefur komið að tónlistarflutningi í Strandarkirkju undanfarin átta ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kínversk-íslenska menningar- félagið hlýtur í dag veglega styttu af Konfúsíusi, sem afhjúpuð verður við hátíðlega athöfn á jarðhæð Hörpu klukkan 15. Styttan er gjöf í tilefni af 60 ára afmæli félagsins frá fylkis- stjórninni í Shandong. Athöfninni stjórna Chen Shi, varaforseti kínversku esperanto- samtakanna og aðalritstjóri China Report Magazine, og Ragnar Baldursson, sendifulltrúi við sendiráð Íslands í Beijing. Um leið verður opnuð sýning á myndum frá Shandong og borginni Suzhou í Jiangsu-fylki, en borgin er iðulega nefnd „hinar kínversku Feneyjar“. Sýningin stendur fram á mánudaginn 22. júlí. Konfúsíus var uppi á árunum 551-479 f. Kr og markaði með kenningum sínum djúp spor í kínverska þjóðarvitund og sögu, en hann bjó lengst af í borginni Qufu í Shandong. -gun Stytta afh júpuð og afh ent „Hér er fullt af fólki í blíðskapar- veðri og mikið líf í tuskunum,“ segir Skúli Gautason leikstjóri, sem staddur er á miðaldadögum á Gásum við Eyjafjörð. Hann heldur áfram að lýsa stemningunni. „Guð- mundur góði Hólabiskup var rétt í þessu að lækna unga stúlku sem haldin var illum öndum en fátæk- lingalýðurinn sem fylgdi honum barðist með hækjum og stöfum við bændur og krafðist matar. Þannig að það sló í brýnu milli gesta.“ Spurður hvað helst sé haft til matar á miðaldadögum svarar hann: „Annar hver maður er með sviðakjamma og hinn með kjöt- súpu í dalli. Svo er hér líka hval- kjöt, steikt á steini, mikill herra- mannsmatur.“ Hátíðin hófst sem sagt í gær og heldur áfram í dag og á morgun milli klukkan 11 og 18. - gun Sló í brýnu milli gesta Í MIÐALDAKLÆÐUM Reynt er að skapa stemningu sem ríkti þegar Gásir voru ein mesta útflutnings- og verslunarhöfn landsins. MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.