Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.07.2013, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 20.07.2013, Qupperneq 56
20. júlí 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 36 FÓTBOLTI Íslensku stelpurnar eru mættar á stóra sviðið í Halmstad þar sem þær mæta gestgjöfum Svía í átta liða úrslitum Evrópu- keppninnar á morgun. Stelpurnar fengu forsmekkinn af sirkusnum sem verður á Örjans Vall á morgun þegar þær hittu heilan hóp af sænskum blaðamönnum á hóteli íslenska liðsins í gær. Sænsku blaðamennirnir hópuðust sérstaklega í kringum þær Margréti Láru Viðarsdóttur og Söru Björk Gunnarsdóttur sem báðar spila stórt hlutverk hjá sínum liðum í Svíþjóð. „Svíarnir eru með einhverjar yfirlýsingar en það setur enn þá meiri pressu á þær. Við erum bara mjög spenntar að fara inn í þennan leik og skemma fyrir þeim,“ segir Sara Björk. Margrét Lára lék sér að því að svara sænsku blaðamönnunum á sænsku og skellti í nokkra brand- ara inn á milli, við mikla kátínu þeirra sænsku. „Maður verður að hafa svolítið gaman af þessu. Það þarf reyndar ekki mikið til að gleðja Svíana. Ef maður er óöruggur á sænskunni þá kemur það allt öfugt út. Maður verður bara að vera svolítið kok- hraustur og láta vaða,“ segir Margrét Lára. Sænska pressan segir formsatriði fyrir Svía að komast í undanúrslitin. „Sænska pressan vill meina að þær þurfi varla að mæta til leiks en það má ekki gleyma því að þetta er meira pressan sem er að tala um þetta. Þetta kemur ekki frá leikmönnunum sjálfum eða þjálfurum Svíþjóðar. Ég reikna nú með því að þær taki okkur alvarlega,“ segir Margrét Lára. „Við erum ekki bara að fara að spila á móti ellefu sænskum píum heldur verða sjö þúsund manns sem styðja Svíana. Auðvitað verður þetta erfitt en við erum tilbúnar að halda áfram að vera jákvæðar og njóta augnabliksins. Við löbbum brosandi inn á völl- inn og löbbum yfirleitt brosandi af velli líka. Við ætlum að halda því áfram,“ segir Margrét Lára. „Við erum sáttar en megum ekki vera of saddar. Við þurfum að koma með sama hugarfar og sama vilja eins og á móti Hollandi,“ segir Sara. Margrét Lára og Sara virkuðu afslappaðar þrátt fyrir ágang sænsku blaðamannanna. „Við höfum engu að tapa og förum óstressaðar inn í þennan leik. Við erum í frábærri stöðu til að gera einhver kraftaverk hérna,“ segir Margrét Lára. Leikurinn við Svía hefst á morgun klukkan 13.00 að íslenskum tíma. 1. DEILDIN 2013 ÚRSLIT VÍKINGUR - GRINDAVÍK 4-2 1-0 Hjörtur Júlíus Hjartarson (3.), 1-1 Stefán Þór Pálsson (6.), 1-2 Stefán Þór Pálsson (56.), 2-2 Pape Mamadou Faye (62.), 3-2 Viktor Jónsson (75.), 4-2 Dofri Snorrason (92.) HAUKAR - ÞRÓTTUR 1-2 0-1 Sveinbjörn Jónasson (22.), 1-1 Hilmar Trausti Arnarsson (29, 1-2 Andri Björn Sigurðsson (50.) STAÐAN Víkingur 12 7 4w 1 25-14 25 Grindavík 12 7 2 3 29-17 23 Haukar 12 6 3 3 24-17 21 Fjölnir 11 5 3 3 13-14 18 BÍ/Bolungarvík 11 6 0 5 21-23 18 Leiknir R. 11 4 4 3 17-15 16 KA 11 4 3 4 14-16 15 Selfoss 11 4 2 5 19-18 14 KF 11 3 4 4 14-14 13 Tindastóll 11 2 5 4 11-16 11 Þróttur 12 3 2 7 12-18 11 Völsungur 11 0 2 9 7-24 2 Óskar Ófeigur Jónsson ooj@frettabladid.is Skrifar frá Svíþjóð EM KVENNA 2013 FÓTBOLTI Dóra Stefánsdóttir var meðal áhorfenda á leik Íslands og Hollands á EM í Svíþjóð á miðviku- dagskvöldið þegar íslensku stelpurnar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Dóra var með íslenska landsliðinu á EM fyrir fjórum árum og er hluti af kynslóðinni sem er hvað mest áberandi í liðinu í dag. Hún þurfti hins vegar að leggja skóna á hilluna alltof snemma vegna meiðsla. „Þetta var alveg magnað og algjör snilld,“ sagði Dóra Stefáns- dóttir þegar Fréttablaðið hitti á hana fyrir utan völlinn í Vaxjö. „Ég var spennt og þetta var mjög gaman. Þær stóðu sig vel og ég er stolt af þeim,“ segir Dóra. En hvað finnst henni um miðjuna þar sem hún réð ríkjum um tíma í lands- liðinu? „Dagný er búin að vera frábær á miðjunni. Ég vil kannski ekki segja að hún hafi komið mér á óvart en ég var ekki búin að sjá hana í langan tíma og hún er búin að standa sig rosalega vel. Hún og Sara rúlla þessari miðju upp,“ segir Dóra. „Það er allt fínt að frétta af mér en enginn fótbolti reyndar,“ segir Dóra, en ætlar hún taka fram skóna aftur? „Það er voðalega gaman að horfa og auðvitað hefði maður viljað spila svona leik en það nær varla lengra en það,“ segir Dóra en Hollands- leikurinn var fyrsti leikurinn á EM þar sem hún var í stúkunni. „Það er smá pressa á mig að mæta og ég vona að við getum reddað miðum á restina af leikjunum,“ sagði Dóra létt. Dagný og Sara rúlla þessu upp FRJÁLSAR Úrslit í 800 m hlaupi kvenna á EM U19 í frjáls- íþróttum í Rieti á Ítalíu fara fram í dag og verður nýkrýndur heimsmeistari 17 ára og yngri í greininni, ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir, í eldlínunni. Hún átti besta tíma allra keppenda í undanúrslitunum þrátt fyrir að hafa verið yngsti kepp- andinn í greininni. Aníta hljóp á betri tíma í undanúrslitum, 2:02,62 mínútum, en sigurtíminn var í sömu grein á sama móti fyrir tveimur árum. Gangi allt að óskum í dag er möguleiki á því að Aníta hlaupi í fyrsta sinn undir tveimur mínútum í dag. Íslandsmet hennar, 2:00,49 mínútur, er því í hættu í dag. Hún hljóp fyrri hringinn í undanúrslitunum mjög hratt og gaf svo eftir á síðustu metrunum þegar hún var löngu búin að stinga alla aðra keppendur í riðli sínum af. - esá Aníta getur bætt titli í safnið í dag 8-LIÐA ÚRSLIT: SVÍÞJÓÐ - ÍSLAND SUN. KL. 13.00 ÍTALÍA - ÞÝSKALAND SUN. KL. 16.00 NOREGUR - SPÁNN MÁN KL. 16.00 FRAKKLAND - DANMÖRK MÁN KL. 18.45 EM KVENNA 2013 Ætla að skemma fyrir Svíum Margrét Lára Viðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir voru umkringdar sænskum blaðmönnum þegar þær hittu fj ölmiðla í Halmstad í gærkvöldi. Svíarnir slá því upp í blöðunum að það sé formsatriði að vinna. SVÍARNIR ÁHUGASAMIR Blaðamaður og ljósmyndari Expressen stillti þeim Margréti Láru Viðarsdóttur og Söru Björk Gunnarsdóttur upp með forsíðu blaðsins síns í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Sænsku blaðamennirnir höfðu mikinn áhuga á lukkudýri íslenska kvennalandsliðsins, gull- fisknum Sigurwin. „Það er búið að spyrja okkur út í hann í sænsku pressunni. Hann er greinilega að vekja athygli karlinn og spurning hvort hann verði ekki settur á Þjóðminja- safnið þegar við komum heim,“ sagði Margrét Lára létt, en hvað með nafnið? „Guðný Björk [Óðinsdóttir] kom með Sigurvin-nafnið en svo breyttu þær nafninu í tvöfalt vaff og við samþykktum það alveg. Þetta er bara frábært nafn. Við úr Eyjum köllum hann stundum Venna en hinar í liðinu kalla hann bara Sigurwin,“ segir Margrét Lára. Sigurwin var settur á gras- ið fyrir Hollandsleikinn en fékk dekur í gær. „Það er farið svolítið illa með hann. Það á að baða hann í kvöld, setja hann í stórt baðkar og leyfa honum aðeins að sprikla. Það er hugsað virkilega vel um alla í þessu liði,“ sagði Margrét Lára og það er Elísa systir hennar sem hugsar um hann. „Hún er að verka fisk í fyrir- tæki foreldra okkar á hverjum degi. Ef einhver kann að með- höndla fisk þá er það hún,“ sagði Margrét Lára. - óój Sigurwin fékk dekur í gær HVER ER ÞESSI SIGURWIN? Margrét Lára fór létt með að svara spurningum blaðamanna á sænsku. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SPORT FÓTBOLTI Það var mikil dramatík í kringum Dagnýju Brynjarsdóttur á milli leikjanna við Þýskaland og Holland. Hún var borin upp í rútu eftir Þýskalandsleikinn meidd á rist en sneri síðan aftur gegn Hollandi og skoraði markið sem kom Íslandi í átta liða úrslitin. Fréttablaðið hitti á sjúkraþjálfarana Svölu Helgadóttur og Sólveigu Þórarinsdóttur sem hafa haft í nóg að snúast á bak við tjöldin á EM í Svíþjóð. „Ég er sjúklega stolt af þessum stelpum. Það var stolt og gæsahúð sem fór um mann þegar þær kláruðu þetta,“ sagði Svala Helgadóttir. En hvað með Dagnýju, óttuðust þær að hún væri úr leik? „Fyrsta sólarhringinn eftir að hún meiddist þá leit kannski út fyrir að hún yrði ekki með. Svo vorum við farnar að fyllast einhverri bjartsýni,“ segir Sólveig Þórarinsdóttir. „Það var aðalatriðið að vita að hún væri ekki brotin. Þegar við vissum það þá vorum við miklu rólegri. Maður hefur alltaf einhver ráð til að græja hlutina ef að maður veit að það skemmir ekki þótt að það sé vont,“ segir Svala og bætir við: „Þegar ég vissi að hún væri leikfær þá var ég pottþétt á því að hún væri hundrað prósent klár í þetta,“ segir Svala. Dagný fékk högg á annan fótinn í leiknum en stóð það af sér og hélt áfram. Hún skoraði sigurmarkið og var kosin best á vellinum af valnefnd UEFA. „Dagný lætur ekki smá hnjask stoppa sig en það var samt betur fer hin löppin,“ sagði Sólveig og þær viðurkenna alveg að það hafi verið mikið að gera hjá þeim á mótinu. „Það er alltaf nóg að gera hjá okkur og við finnum okkur bara eitthvað að gera ef að það eru ekki mikil meiðsli. Það er alltaf hægt að sinna liðinu vel,“ segir Svala. „Þetta er mjög skemmtilegt. Þessar stelpur gefa af sér til baka þannig að við fáum líka mikið út úr þessu,“ segir Sólveig. „Þær eru líka mjög duglegar að láta okkur heyra hversu þakklátar þær eru,“ segir Svala að lokum. - óój Við erum sjúklega stoltar af stelpunum Sjúkraþjálfarar landsliðsins, þær Svala og Sólveig, komu Dagnýju Brynjarsdóttur í gang fyrir Hollandsleikinn. GOTT TEYMI Dagný með sjúkraþjálfurunum Sólveigu, til hægri, og Svölu. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKARÓ DÓRA STEFÁNSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.