Fréttablaðið - 19.08.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.08.2013, Blaðsíða 12
19. ágúst 2013 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Minna að fletta meira að frétta F ÍT O N / S ÍA BESTI FRÉTTA- OG AFÞREYINGARVEFURINN Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn býður upp á margskonar afþreyingu auk gífurlegs úrvals frétta. Vefurinn er léttur og skemmtilegur auk þess sem einfalt og fljótlegt er að finna það efni sem leitað er að.“ Algengt er þessi misserin að vísa í hug- takið fullveldi máli sínu til stuðnings þegar rætt er um samskipti við erlend ríki og alþjóðastofnanir. Oft vill þó gleymast að í hugtakinu felst vald til að gera samninga við önnur ríki og gerast aðili að alþjóðastofnunum. Fyrir níutíu árum, þann 17. ágúst 1923, tæpum fimm árum eftir að Ísland varð fullvalda, kvað Fasti alþjóðadóm- stóllinn, fyrirrennari Alþjóðadóm- stólsins í Haag, upp dóm í hinu svo- nefnda S.S. Wimbledon-máli. Umfjöllun dómsins um fullveldishugtakið er fyrir löngu orðin sígild og oft á tíðum vísað til hennar í fræðaskrifum sem og af alþjóðlegum dómstólum. Í málinu þurfti dómstóllinn að taka afstöðu til spurn- ingarinnar hvernig ríki gæti verið fullvalda og á sama tíma skuldbundið alþjóðalögum með samningum við önnur ríki. Í stuttu máli, komst dóm- stóllinn að þeirri niðurstöðu að ríki sem tekur á sig skuldbindingar með þjóð- réttarsamningi væri ekki að skerða fullveldi sitt, heldur að nota það. Legið fyrir í 90 ár Dómstóllinn tók skýrt fram að hann hafnaði, yfirhöfuð, að líta bæri á þjóð- réttarlegar samningskuldbindingar ríkis um ákveðnar athafnir eða athafnaleysi sem skerðingu á fullveldi þess. Vissulega legðu samningsskuld- bindingar kvaðir á framkvæmd full- veldisréttar ríkis, í þeim skilningi að þær skuldbinda ríki til að framkvæma þær með ákveðnum hætti. Aftur á móti væri rétturinn til að taka á sig alþjóð- legar skuldbindingar einn af eiginleik- um fullveldis ríkja. Nú hefur sá skilningur legið fyrir í níutíu ár að þegar ríki tekur á sig skuldbindingar af þjóðréttarlegum toga sé ríkið að nota fullveldið en ekki afsala sér því. Af einhverjum sökum virðist þessu ekki mikið flaggað þrátt fyrir vinsældir hugtaksins í íslenskri þjóðmálaumræðu. Vonandi að einhver breyting verði þar á. Ytra fullveldi FULLVELDIS- MÁL Bjarni Már Magnússon doktor í lögum ➜ Í stuttu máli, komst dómstóll- inn að þeirri niðurstöðu að ríki sem tekur á sig skuldbindingar með þjóðréttarsamningi væri ekki að skerða fullveldi sitt, heldur að nota það. N ú munu um fimm þúsund krakkar fæddir árið 2007 hefja skólagöngu í þessari og næstu viku. Þessir krakkar munu allir ljúka námi til stúd- entsprófs nítján ára en ekki tvítug, ef Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fær nokkru ráðið um framtíð þessara barna. Reyndar er það svo að nú þegar geta þau ungmenni sem það vilja klárað stúdentspróf á þremur árum í stað fjögurra í mörgum framhaldsskólum. Mikill minnihluti velur að leggja meira á sig og klára námið fyrr og flest eru fjórtán ár að ljúka námi til stúdentsprófs hér á landi. Að sögn Illuga er Ísland eina landið innan OECD (Efnahags- og framfarastofn- unar Evrópu) þar sem það tekur svo langan tíma. Formaður Félags framhalds- skólakennara, Aðalheiður Steingrímsdóttir, telur að eigi að stytta námstímann um heilt ár þurfi að lengja skóla- árið ef gæði námsins eigi ekki að skerðast verulega. Eva Brá Önnudóttir, formaður Sambands íslenskra framhalds- skólanema, tekur betur í áætlanir menntamálaráðherra og er ósammála Aðalheiði. Hún hins vegar bendir á að auka þurfi kennslu í grunnskólum og færa grunnáfanga þangað. Sem merkir auðvitað að semja þarf við grunnskólakennara og svo koll af kolli. Vissulega verður að viðurkennast að þetta er allt saman snúið og vanda þarf verulega til verka. Íslendinga útskrifast elstir allra innan OECD úr háskólum. Við erum fjórum árum lengur í námi en þær þjóðir sem við helst viljum miða okkur við. Íslendingar eru komnir yfir þrítugt þegar námi lýkur loks og fólk kemur út á vinnumarkaðinn. Ástæðurnar fyrir því að Ísland er í tossabekk hvað þetta varðar eru flóknar og engin ein patentlausn í boði. Það er að mörgu að huga en auðvitað er sjálfsagt að byrja á því að stytta tímann sem við eyðum í framhaldsskólum. Á Íslandi er brottfall nemenda úr framhaldsskólum með því hæsta í Evrópu. Það er talið að um fimmtán hundruð krakkar hætti í framhaldsskóla á hverju ári. Við getum rétt ímyndað okkur hvaða áhrif það hefur á fjölskyldur þessara ungmenna og ungmennin sjálf. Það er engin eftirspurn lengur eftir þessum krökkum í vinnu. Fyrir tuttugu og þrjátíu árum var ástandið á Íslandi allt annað og mikill skortur á ungu fólki til að taka stutta en skarpa spretti á vinnumarkaði. Fram- haldsskólakerfið okkar varð til í því samfélagi og hið svo- kallaða íslenska droppát átti gott athvarf í fiskvinnslu eða byggingarvinnu. Nú bíður hins vegar útskúfun og félagsleg einangrun, sem getur haft skelfileg áhrif til framtíðar. Nám á Íslandi stendur á tímamótum og hefur gert lengi. Það er gott að heyra að kraftur er í nýjum menntamála- ráðherra og hann vill taka til hendinni. Mikilvægt er að sú vinna sé unnin í góðu samstarfi við kennara og nemendur en það er einnig mikilvægt að báðir hópar geri sér fulla grein fyrir því að núverandi staða er óverjandi. Okkar kerfi er ekki gott og skilur ekki bara fólk út undan heldur skilar þeim, sem þó lifa af brottfallið, of seint út í lífið. Þessu verðum við að breyta. Nám til stúdentsprófs taki þrjú ár: Ísland í tossabekk Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Með góðum vilja Gunnar Bragi Sveinsson hefur verið í sviðsljósinu um helgina eftir að hann lét þau orð falla að það væri nú bara alls ekkert víst að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið – aðildarviðræðna sem eru nú stopp þrátt fyrir að þær hafi verið sam- þykktar af meirihluta þings. Þetta kom þeim nokkuð á óvart sem höfðu lesið stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þar sem segir að viðræðurnar verði ekki hafnar aftur fyrr en að afstaðinni þjóðar- atkvæðagreiðslu um málið. Með góðum vilja má svo sem túlka slíka klausu þannig að ekkert loforð hafi verið gefið um atkvæðagreiðsluna– en þannig skildu hana hins vegar fæstir. Marklaust plagg Þetta leiðir hugann að ummælum Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, á framboðsfundi hjá Reykjavíkurborg í vor. Þar sagði hann þetta: „Það verður hugsanlega sett eitt- hvað mjög loðið í stjórnarsáttmálann um þetta, notað eitthvað af einhverju einhvern tímann, ef þar að kemur. Það verður bara marklaust plagg.“ Brynjar var reyndar að tala um almenna skuldaniðurfærslu, en það skyldi þó ekki vera að hann hafi haft rétt fyrir sér um gildi stjórnarsátt- mála? Harðlínu- kjarninn Össur Skarp- héðinsson tjáði sig um málið í hádegisfréttum Stöðvar 2 í gær. Í máli hans kom fram að honum virtist sem „harðlínukjarni“ í ríkisstjórninni, samsettur úr Gunnari Braga og Sigurði Inga Jóhannssyni, væri einangraður innan stjórnarinnar í afstöðu sinni til hugsanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagðist síðan sjá „glitta“ í átök í stjórnarliðinu um málið. Varla er það ofmælt hjá honum. Og það er rík ástæða til að leggja við hlustir þegar Össur ræðir um ágreining í ríkisstjórn. Þetta er nefnilega ekki í fyrsta sinn sem hann sér „glitta“ í átök um Evrópu- sambandið á þeim vettvangi. Sjálfur hefur hann, sem utanríkisráðherra, þurft að eiga við „harðlínukjarna“ í stjórnarliði. stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.