Fréttablaðið - 19.08.2013, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 19.08.2013, Blaðsíða 52
19. ágúst 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 24 Frumkvöðullinn og eigandi net- verslunarinnar Nasty Gal, Sophia Amoruso, er stödd í New York þessa dagana þar sem hún kynn- ir nýjustu „Ready to Wear“-línu Nasty Gal. Tískuveldið Nasty Gal hefur heldur betur slegið í gegn en verslunin leggur áherslu á klæðnað og fylgihluti fyrir konur á aldrinum 15-35 ára. Amoruso sagði nýlegu frá því í viðtali við Style.com að velgengni fyrirtæk- isins væri meðal annars vegna þess hversu mikla áherslu hún leggur á ljósmyndirnar. Mikil vinna fer í að mynda fötin á síðunni og hver flík er mynduð í bak og fyrir. Hún segir að myndirnar séu unnar af mik- illi ást og nákvæmni, sem er lykilatriði ef þú ætlar að vera með fataverslun á netinu. Amor- uso hélt því einnig fram að það skipti miklu máli að vera með föt sem standa upp úr og eru öðru- vísi þar sem þeim er frekar veitt eftirtekt. Árið 2012 var mjög gott hjá tískuveldinu, en það halaði inn hvorki meira né minna en 20 milljarða íslenskra króna fyrir sölu á fatnaði og fylgihlutum. Tískuveldið Nasty Gal seldi fyrir tuttugu milljarða á síðasta ári Eigandinn Sophia Amoruso segir góðar ljósmyndir vera lykilatriði. GENGUR VEL Sophia Amoruso opnaði Nasty Gal árið 2006. Söngkonan Lady Gaga er brjál- uð út í slúðurkónginn Perez Hilton ef marka má skilaboð hennar á samfélagsmiðlinum Twitter. Gaga heldur því fram að Hilton áreiti sig og er hún viss um að Hilton hafi leigt íbúð í sömu blokk og hún býr í, eingöngu til þess að njósna um sig. Gaga á að hafa brjálast yfir atvikinu og segir hún á Twitter- síðu sinni að hún vilji fá að vera látin í friði og að hegðun Hiltons sé komin út í öfgar. Það er ekki svo langt síðan Gaga og Hilton voru miklir vinir, en það vina- samband virðist ekki hafa enst lengi eins og svo mörg önnur hjá fræga fólkinu. Lady Gaga æf út í Hilton Ungstirnið og meðlimur hljóm- sveitarinnar Jonas Brothers, Nick Jonas glímir við sykursýki 1. Hann segir baráttuna oft erfiða og hann reynir að taka einn dag einu. Jonas greindist með sykur- sýki 1 fyrir átta árum og er enn að læra inn á sjúkdóminn. Í við- tali við The Huffington Post sagði hann að það hjálpaði sér mikið að stunda líkamsrækt og borða holl- an mat. „Sykursýkina þarf ég að sætta mig við, en með heilbrigð- um lífsstíl get ég lifað ágætu lífi,“ segir hinn ungi Jonas. Hann segir jafnframt að hann þurfi að fara mjög varlega í ræktinni, því það hafi áhrif á blóðsykurinn ef hann æfi of mikið, hinn gullni meðal- vegur er það sem gildir sagði hann. Jonas Brothers ferðast nú um Bandaríkin og kynnir efni á nýútkominni plötu sem nefnist einfaldlega V. Glímir við sykursýki Forsetafrú Bandaríkjanna, Mic- helle Obama, vinnur nú að gerð nýrrar rappplötu sem ber heitið „Healthier America“. Platan á að stuðla að heilbrigðara líferni og hefur frú Obama barist fyrir því að Bandaríkjamenn borði holl- ari mat og hreyfi sig meira. Á plötunni má heyra lög á borð við „Veggie Luv“, „Let´s Move“ og „U R What You Eat“. Margir frægir standa að gerð plötunnar og má þar nefna söngkonuna Ashanti, Jordin Sparks og rapparann DMC sem gerði garðinn frægan með hljómsveit sinni Run-D.M.C. Frú Obama mun því miður ekki syngja sjálf inn á plötuna, en hún mun koma fram í tónlistarmynd- böndum sem verða gerð við öll lög plötunnar. Plötunni verður dreift fyrst í New York en síðar um öll Bandaríkin. Forsetafrú ger- ir rappplötu MEÐ SYKURSÝKI 1 Nick Jonas til vinstri ásamt bræðrum sýnum í hljómsveitinin Jonas Brothers. NORDICPHOTOS/GETTY Í RAPPIÐ Michelle Obama berst fyrir heilbrigðu lífi meðal íbúa Banda- ríkjanna. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.