Fréttablaðið - 19.08.2013, Blaðsíða 2
19. ágúst 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2
FILIPPSEYJAR, AP Að minnsta kosti 39 hafa látist og
hátt í níutíu er enn saknað eftir að farþegaferja sökk
undan ströndum Filippseyja í fyrrinótt eftir árekstur
við flutningaskip.
Sjóslys sem þessi eru algeng við Filippseyjar vegna
ýmissa samverkandi þátta; veður eru oft viðsjárverð
á þessum slóðum auk þess sem ástandi skipaflotans er
víða ábótavant og opinbert eftirlit er afar veikburða.
Alls voru 870 um borð í Thomas Aquinas, sem var
að sigla inn til borgarinnar Cebu á leiðinni til höfuð-
borgarinnar Maníla, sem er um 350 sjómílum sunnar,
þegar ósköpin dundu yfir. Aðstæður voru góðar, sjór-
inn var sléttur og ljósin frá landi sáust í fjarska þegar
skipin skullu saman með þeim afleiðingum að gat kom
á skrokk Thomas Aquinas, sem fór á hliðina og sökk
skömmu síðar.
Fylkisstjórinn í Cebu, Hilario Davide að nafni, sagði
að 751 hefði verið bjargað, en ekkert benti til þess að
fleiri myndu finnast á lífi. Hann vildi þó ekki gefa upp
alla von.
Óhappið bar að með þeim hætti að flutningaskipið
var á leið út úr höfninni í Cebu og sigldi á ferjuna.
- þj
Mannskætt sjóslys undan ströndum Filippseyja í fyrrinótt:
39 létust og tuga er enn saknað
LEITAR ÁSTVINA Roderick Mama beið frétta af konu sinni og
sonum sem voru í ferjunni Thomas Aquinas sem sökk í nótt
út af Filippseyjum. Að minnsta kosti 39 létust og rúmlega 80
er enn saknað úr slysinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SLYS Kona á áttræðisaldri lést aðfaranótt
sunnudags þegar hjólhýsi hennar brann til
kaldra kola í Þjórsárdal. Maður konunnar
náði að komast út úr hjólhýsinu og var fluttur
á slysadeild. Maðurinn brenndist í andliti og á
höndum, en er ekki talinn alvarlega slasaður.
Hann liggur enn á Landspítalanum og er
líðan hans stöðug. Vonast er til að maður-
inn verði útskrifaður á næstu dögum. Konan
var hins vegar úrskurðuð látin á staðnum og
vinnur lögreglan á Selfossi nú að rannsókn
málsins.
Ekki er enn vitað hvað olli brunanum en þau
svör bárust frá lögreglunni að búið væri að
safna gögnum af vettvangi og verið að vinna
úr þeim. „Það er einnig verið að taka skýrslur
af fólki sem varð vitni að þessu.“
Nokkrir urðu vitni að slysinu en mörg hýsi
eru á svæðinu og varð nágrönnum bilt við
þegar þeir heyrðu háværa hvelli þegar gas-
kútar sprungu.
Sveinn Enok Jóhannsson, eitt vitnanna,
reyndi að bjarga konunni án árangurs. „Í geðs-
hræringu ætlaði ég að reyna að brjóta rúðuna,
en hún var úr plasti þannig að það gekk illa,“
sagði maðurinn í samtali við Fréttablaðið.
Konan sem lést og maður hennar hafa haft
hjólhýsi á staðnum í mörg ár. - hv, le
Ekki er enn vitað hvað olli bruna í hjólhýsi sambýlisfólks í Þjórsárdal aðfaranótt sunnudags:
Lést þegar kviknaði í hjólhýsi í Þjórsárdal
RÚSTIR EINAR Hjólhýsið brann til kaldra kola, eins og
sjá má á þessari mynd.
SPURNING DAGSINS
NEYTENDUR Unnið er að því innan
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu-
neytisins hvernig því verður mætt
að IPA-styrkur Evrópusambands-
ins til verkefnisins Örugg matvæli
fellur niður.
Verkefnið snýst
um að auka enn
frekar matvæla-
öryggi á Íslandi
og talið nauðsyn-
legt til að standa
við skuldbind-
ingar sem Ísland
hefur undirgeng-
ist með samþykkt
matvælalöggjaf-
ar á Evrópska efnahagssvæðinu
(EES).
Matís og Matvælastofnun sendu
frá sér neyðarkall vegna málsins á
fimmtudag og minntu á að undan-
þágur Íslandi til handa á matvæla-
löggjöfinni myndu falla niður ef
verkefnið fengi ekki framgang.
Þar sagði jafnframt að ef íslensk
stjórnvöld brygðust ekki við væri
matvælaöryggi á Íslandi stefnt í
hættu. Um talsverða fjármuni er að
tefla; 1,9 milljónir evra eða rúmlega
300 milljónir íslenskra króna.
„Matvælaöryggi á Íslandi er eitt það
öruggasta í heimi. Mikilvægt er að
viðhalda þeirri stöðu þrátt fyrir
að vera komin inn á innri markað
ESB. Nú hefur ESB dregið til baka
IPA-styrki sem meðal annars átti
að nýta til tækjakaupa. Það kallar
á nýja nálgun í fjármögnun þess
verkefnis og verður farið yfir stöðu
þessa máls innan ráðuneytisins og
er unnið að því,“ segir Sigurður Ingi
Jóhannsson, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra, í skriflegu svari
til Fréttablaðsins við spurningunni
hvort stjórnvöld ætluðu að taka við
boltanum og fjármagna verkefnið.
„Ég tel að skynsamlegra hefði
verið af þessum stofnunum að
leita til ráðuneytisins um hvernig
nálgast megi málið lausnamiðað,
og þróa þá vinnu sem liggur fyrir
að nú þarf að fara í, í stað þess að
vera með hræðsluáróður í fjölmiðl-
um, segir Sigurður Ingi jafnframt
í svari sínu.
Í fréttatilkynningunni segir „að
neytendur verða að geta gengið að
því vísu að matvæli hérlendis ógni
ekki heilsu þeirra og ofangreint
verkefni er liður í að tryggja það“.
Verkefnið Örugg matvæli var
sett af stað til að vinna að upp-
byggingu nauðsynlegs tækjabún-
aðar. Starfsfólk rannsóknaaðila og
eftirlitsaðila á jafnframt að þjálfa
í notkun búnaðar, löggjöf, sýnatök-
um og gæðamálum, sem tengjast
matvælaeftirliti og matvælarann-
sóknum. svavar@frettabladid.is
Segir hræðsluáróður
óskynsamlega leið
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur til skoðunar hvernig því verður
mætt að IPA-styrkur ESB til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Stofnanir
hefðu átt að leita beint til ráðuneytisins í stað hræðsluáróðurs, segir ráðherra.
SIGURÐUR INGI
JÓHANNSSON
Í KJÖTBORÐINU Verkefnið Örugg matvæli hafði fengið styrk frá ESB að andvirði
rúmlega 300 milljóna króna áður en hann var afturkallaður. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
● Samkvæmt reglugerð [matvælalöggjafar EES] er skylda að mæla að
minnsta kosti 190 varnarefni í matvælum og krafist er getu um að
mæla minnst 300 varnarefni.
● Í dag eru einungis mæld 63 varnarefni og því ekki vitað hvort önnur
varnarefni séu til staðar í matvælum hér á landi.
● Sýni af náttúrulegum eiturefnum s.s. sveppaeiturefnum og sýni til
mælinga á eiturefnum í skelfiski þarf í dag að greina erlendis.
● Árið 2011 voru átta af 276 eftirlitssýnum vegna varnarefna yfir
leyfilegum mörkum, en árið 2012 voru þrjú af 275 eftirlitssýnum yfir
leyfilegum mörkum. Það sem af er árinu hafa fimm af 140 eftirlits-
sýnum innihaldið varnarefni yfir leyfilegum mörkum.
Skylt að geta greint 300 varnarefni
BRUNI Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til þegar reykur
kom upp á veitingastaðnum Sólon í Bankastræti á sautjánda tímanum
í gær. Upptök voru í kjallara hússins þar sem kviknað hafði í djúp-
steikingarpotti í eldhúsi veitingarstaðarins.
Öllum gestum og starfsfólki var gert að yfirgefa veitingastaðinn á
meðan slökkviliðið var að störfum. Engum varð meint af.
Slökkviliðið hafið mikinn viðbúnað vegna útkallsins en betur fór en
á horfðist. - le
Kviknaði í djúpsteikingarpotti í kjallara hússins:
Sólon rýmdur vegna reykjarkófs
ELDUR Í SÓLON Gestum og starfsfólki veitingastaðarins Sólons var gert að yfirgefa
staðinn eftir að eldur kviknaði í kjallara hússins. Engum varð þó meint af.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
„Hreinn, er gálgafresturinn
liðinn.“
„Nei, það er ekki verið að hrauna yfir
neinn.“
Framkvæmdir eru hafnar við vegagerð í
gegnum Gálgahraun á Álftanesi. Hreinn
Haraldsson er vegamálastjóri. Hann segir ekki
eftir neinu að bíða, enda búið að ganga frá
verkinu; útboði og skipulagi auk þess að fara í
gegnum kæruferli oftar en einu sinni.
FRAMKVÆMDIR Framkvæmda-
sýsla ríkisins auglýsti nú um
helgina eftir tilboðum í byggingu
nýs fangelsis á Hólmsheiði fyrir
hönd Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur innanríkisráðherra. Tilboð
verða opnuð 5. desember.
Í auglýsingunni kemur fram að
verkinu skuli vera lokið eigi síðar
en 1. desember árið 2015.
Staðið hefur til að byggja nýtt
fangelsi í þó nokkurn tíma en
Ögmundur Jónsson, þáverandi
innanríkisráðherra, tók fyrstu
skóflustunguna á Hólmsheiði,
þann 4. apríl síðastliðinn. - le
Auglýst eftir tilboðum:
Bygging fang-
elsis boðin út
NÁTTÚRA Þyrla Landhelgisgæsl-
unnar flaug á föstudag með vís-
indamenn frá Veðurstofunni og
Jarðvísindastofnun í Kverkfjöll
eftir að landverðir greindu frá því
að göngubrú yfir ána Volgu hefði
tekið af í miklum vatnavöxtum.
Í ljós kom að lón sem kallað er
Gengissig var tómt og jafnframt
höfðu orðið gufusprengingar í
kjölfarið sem vegna snöggrar
þrýstiléttunar.
Ferðafólk er beðið um að gæta
fyllstu varúðar og vera í sam-
bandi við landverði á svæðinu til
að leita ráða. - shá
Lónið Gengissig tæmdist:
Göngubrú yfir
Volgu tapaðist