Fréttablaðið - 19.08.2013, Blaðsíða 62
19. ágúst 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 34
„Lagðið Elephant með Tame Impala
finnst mér mjög hressandi.“
Arnar Guðjónsson, söngvari Leaves.
STUÐLAGIÐ
„Þetta er bara mjög gaman. Ég hef
líka verið að spila úti í sumar og
það hefur veitt mér mikla gleði og
vonandi lífgað upp á stemninguna
í miðbænum,“ segir Þórður Mar-
teinsson harmóníkuleikari en hann
hefur undanfarin misseri spilað
fyrir kaffihúsagesti Le Bistro á
Laugaveginum.
Þórður, sem er 77 ára, segir að
hann hafi gaman af því að spila
fyrir gesti og gangandi og spili þá
helst dægurlög og gömlu dansana.
Að sögn Þórðar hefur harmón-
íkuáhuginn blundað í honum síðan
hann var unglingur og notaði hann
meðal annars fermingarpeningana
til að kaupa sína fyrstu nikku. „Ég
átti þá harmonikku í fjögur ár en
seldi hana síðar þegar ég fór í nám
í húsasmíði. Svo leið langur tími,
eða 27 ár, þangað til ég eignaðist
mína næstu.“
Þórður er að mestu sjálfmenntað-
ur í harmonikkuleik en segist hafa
farið á stutt námskeið til að læra
undirstöðuatriðin. Hann hefur þó
komið víða fram og hefur meðal
annars komið fram með Capri tríó.
„Ég byrjaði 1998 að leika fyrir
dansi hjá Félagi eldri borgara með
Capri tríói. Við spiluðum á hverjum
sunnudegi í 21 ár og komum fram í
alls 806 skipti. Ég er með þetta allt
skrifað hjá mér.“
Auk þess að spila á Le Bistro
gerir Þórður mikið af því að spila
á hinum ýmsu dagvistarstofnunum.
„Ég fer sem sjálfboðaliði og spila
fyrir aldraða og fólk með sjúkdóma
á borð við Alzheimer. Það veitir
manni ánægju að sjá hvað tónlistin
gerir mikið fyrir fólk og veitir því
mikla gleði. Það er það sem þetta
snýst allt um.“
Þórður starfaði sem húsvörður í
Öldutúnsskóla í 35 ár en lét af störf-
um eftir veikindi árið 2000. Auk
harmóníkuleiksins eru hjólreið-
ar hans aðaláhugamál og byrjar
hann hvern morgun á því að hjóla
um Hafnarfjörðinn. „Það má segja
að ég hafi verið lengi að útskrifast
úr skólanum,“ segir Þórður léttur.
„Ég hefði viljað vinna lengur en
ég greindist með krabbamein og
neyddist til að hætta að vinna. Ég
fór í aðgerð og það fór sem betur
fer, en núna rækta ég líkama og sál
með tónlistinni og hjólreiðum. Það
heldur manni gangandi.“
hanna@frettabladid.is
Fyrsta nikkan fyrir
fermingarpeninginn
Hinn 77 ára Þórður Marteinsson lífgar upp á miðbæinn með harmóníkuleik.
Hann spilar fyrir kaffi húsagesti á Le Bistro á hverjum sunnudegi.
FIMUR Á NIKKUNNI Þórður Marteinsson með harmonikkuna sína, sem er 57 ára af
ítölskum uppruna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
Einfalt en gott 42“ sjónvarp
með háskerpu 100 riða LED
skjá á ómótstæðilegu verði.
Myndgæði
Vandaður háskerpu LED
skjár með 1920x1080
punkta upplausn og 100Hz
Clear Motion Index ásamt
Pure Image 2 örgjörva.
Tengimöguleikar
Tækið er vel tengjum búið með
3 HDMI tengjum, USB tengi,
Scart, Component, VGA, CVBS,
Coaxial og Heyrnatólstengi
ásamt CI+ Rauf.
99.990
Thomson 42FU2253
VERÐ ÁÐUR 119.990
Fleiri sjónvarpstilboð á sm.is
FRÁBÆR KAUP
TILBOÐ
„Ég reyndi að fá Mel Gibson til
að leika í myndinni en hann varð
því miður af þessu frábæra tæki-
færi, “ segir Benedikt Erlingsson,
leikari og leikstjóri myndarinnar
Hross í oss.
Benedikt og Mel hittust þegar
Benedikt var beðinn um að vera
leiðsögumaður Mels sumarið 2008
þegar hann var staddur hér á landi
ásamt tveimur sonum sínum.
Að sögn Benedikts var Mel hér
í sumarfríi en notaði einnig tím-
ann til að fara á víkingaslóðir og
skoða mögulega tökustaði fyrir
kvikmynd sem hann var að vinna
að. „Ég var rétt byrjaður að segja
honum söguþráðinn þegar hann
stoppaði mig af og sagði: „No
Benni, this is horse porn,“ sem
útleggst á íslensku sem nei Benni,
þetta er hestaklám.“
Benedikt segir ekki hafa komið
að sök að Hollywood- stjarnan
hafi hafnað hlutverkinu enda hafi
hann fengið frábæran mann í
hlutverkið. „Það hefði kannski
hjálpað upp á fjármögnun að
gera að hafa Mel í myndinni en
ég fékk frábæran mann að nafni
Juan Camillo til að leika hlut-
verkið. Ég þurfti því ekki stjörnu
heldur bjó ég til stjörnu í stað-
inn.“
Hross í oss verður frumsýnd
þann 28. ágúst í Háskólabíó. „En
Mel Gibson verður fjarri góður
gamni, “ segir Benedikt. - hó
Gibson leist ekki á hestaklámið
Benedikt Erlingsson reyndi að fá Hollywood-stjörnuna til að leika í Hross í oss
STJÖRNUR
Benedikt
Erlingsson og
Mel Giibson
bregða á leik
en Mel var
staddur hér á
landi sumarið
2008.
„Hauskúpurnar hafa mismunandi kar-
akter og kalla til sín mismunandi eig-
endur. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
að blanda saman andstæðum þannig að
gleði og dauði virtust henta vel í þetta
verk. Út komu þessar „sugar skull“-höf-
uðkúpur sem hafa fylgt mér síðan,“ segir
móðirin, myndlistarkonan og kennarinn
Harpa Rún Ólafsdóttir. Hún hefur vakið
mikla lukku með litríkum höfuðkúpum
sem hún byrjaði að gera árið 2010.
Harpa útskrifaðist úr myndlist frá
Listaháskólanum árið 2005 og hefur farið
víða í listinni síðan þá. „Ég hef haldið
sýningar hér og þar og selt verkin mín
í Crymo Gallerí og á Muses.is. Snemma
árs 2012 komu hauskúpurnar fyrir í
myndatöku fyrir skóhönnuðinn MIISTA,
sem Saga Sigurðardóttir myndaði. Í kjöl-
farið pantaði fyrirtækið fimm stykki
sem fylgdu eftir haustlínu MIISTA og
voru til sýnis á Las Vegas Magic Show,
Capsule New York Show og Milan Micam
Show,“ segir Harpa. Aðspurð segir hún
nóg að gera þar sem undirbúningur er
nú hafinn fyrir einkasýningu á verkum
hennar. „Ég er líka með lítið barn og er
að kenna við barnaskóla Hjallastefnunn-
ar. Það má því segja að ég sé á fullu.“
-áo
Litríkar höfuðkúpur njóta vinsælda
Listakonan Harpa Rún Ólafsdóttir blandar saman dauða og gleði. „Sugar skull“ hauskúpurnar eru vinsælar.
LISTAKONA Harpa Rún Ólafsdóttir ásamt dóttur sinni.
Harmóníkan sem
Þórður spilar á er
57 ára gömul af ítölskum
uppruna.
57