Fréttablaðið - 19.08.2013, Blaðsíða 21
Kynningarblað Starfsmannaráðgjöf og
heildarlausnir, ferilskrá, ráðningar og þjónusta.
ATVINNUMIÐLUN
MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 2013
& RÁÐGJÖF
Fyrirtækið hefur náð góðri fótfestu og byggir starfsemina upp á orðsporinu og árangri
þeirra verka sem við vinnum með
viðskiptavinum okkar. Verkefnin
hafa mörg hver verið mjög
umfangsmikil og skilað miklum
virðisauka f yrir f yrirtæki og
stofnanir,“ segir framkvæmdastjóri
Intellecta, Þórður S. Óskarsson, sem
jafnframt leiðir mannauðsráðgjöf
fyrirtækisins.
Umbótadrifin ráðgjöf
Ráðgjafaþjónusta Intellecta er
f jölþætt og snertir á f lestum
málefnum sem tengjast rekstri
fyrir tækja og stofnana. Meðal þess
helsta má nefna stefnumótun,
stjórnskipulag, breytingastjórnun,
mannauðsstjórnun, launaráðgjöf,
árangurslaunakerfi og verkefna-
stjórn. Til að sinna svo breiðum
málaf lokki hefur Intellecta á
að skipa öflugum hópi ráðgjafa
en það er forsenda þess að geta
aðstoðað viðskiptavini sem vilja ná
enn meiri árangri í sínum rekstri.
„Til þess að geta veitt góða ráðgjöf
þurfum við að búa yfir þekkingu og
reynslu sem nýtist okkar viðskipta-
vinum. Metnaður okkar liggur í því
að skilja aðstæður og vandamál
viðskiptavinarins og geta beitt
þekkingunni og reynslunni þannig
að lausnin skapi raunverulegt virði
fyrir viðskiptavininn. Eins einfalt
og þetta hljómar, þá er þetta okkar
kjarnastyrkur sem viðskiptavinir
okkar segja að aðgreini okkur frá
öðrum,“ segir Einar Þór Bjarnason,
einn eigenda Intellecta og ráðgjafi.
Ráðningar stjórnenda
Intellecta býður heildstæða ráð-
gjöf á sviði mannauðsmála. Þar
mætti nefna uppbyggingu starfs-
mannasamtala, innleiðingu og
framkvæmd frammistöðumats,
uppbyggingu árangurslaunakerfa,
aðstoð við úrlausn ágreinings-
mála og aðstoð við stjórnendur
vegna uppsagna. Áherslusviðið
í ráðningum er lykilstarfsmenn,
stjórnendur, háskólamenntaðir
sérfræðingar og upplýsingatækni-
geirinn í heild sinni. Auk þess
hefur viðskipta vinum boðist að
Intellecta sjái um ráðningar í öll
almenn skrifstofustörf fyrir þá.
„Mikil reynsla er innan Intellecta
sem nýtist viðskiptavinum í öllum
málum sem snúa að ráðningum og
öðrum þáttum er tengjast mannauði
fyrirtækja. Mikil áhersla er lögð á
faglegt hæfnismat á einstaklingum.
Við erum valkostur þeirra sem kjósa
að vanda til verka við ráðningar og
ráðningarferlið í heild. Það er aukin
og vaxandi krafa um að fagmennska
í valferli sé tryggð. Allt okkar starf
miðast við að uppfylla ströngustu
kröfur í þeim efnum,“ segir Ari
Eyberg ráðgjafi. „ Flestir eru sammála
um að mannauður sé ein mikilvæg-
asta auðlind fyrirtækja. Hann er
uppspretta vaxtar og samkeppnis-
yfirburða. Árangurs ríkar ráðningar
byggjast á faglegum vinnubrögðum,
skilningi á mannlegri hegðun og
notkun viðurkenndra aðferða,“ bætir
Helga Rún Runólfsdóttir ráðgjafi við.
Markvissar rannsóknir
Rannsóknir Intellecta byggja
á markvissri nálgun, allt frá
mótun rannsóknar til úrvinnslu
o g f r a m s e t n i n g a r g a g n a .
Þannig er höfuðáhersla lögð
á að niðurstöður nar séu skýrt
framsettar og leiði viðskiptavininn
í átt að umbótum. Rannsóknirnar
er u ý m ist sérsn iðna r eða
staðlaðar en meðal helstu lausna
e r u v i n nu s t að a g r e i n i n g a r,
þjónustukannanir, kjarakannanir
og stjórnendamat.
„Það birtast reglulega nýjar lausnir
hjá okkur og sú sem hefur komið
sterk inn er Stjórnendamælirinn.
Stjórnendamælirinn er ný leið við
stjórnendamat þar sem áhersla er
lögð á þátttöku allra starfsmanna
í að meta allan stjórnendahópinn.
Um er að ræða hnitmiðaða lausn
sem þó gefur glögga yfirsýn yfir
stjórnenda hópinn og þarfir til
umbóta. Þessi lausn varð til í
framhaldi af því að viðskiptavinir
vildu síður nota hefðbundna 360
gráðu matið og því varð til þessi
sérsniðna lausn, sem bætir upp
veikleika forverans og hefur því náð
góðri fótfestu hjá okkur,“ segir Gísli
Árni Gíslason, ráðgjafi.
Fagmennska í ráðgjöf,
ráðningum og rannsóknum
Intellecta er 12 ára gamalt sjálfstætt þekkingarfyrirtæki með áherslu á þróun og innleiðslu lausna sem skila árangri fyrir
viðskiptavini. Fyrirtækið starfar á þremur meginsviðum; rannsóknum, ráðningum og rekstrarráðgjöf. Nú starfa níu einstaklingar
sem ráðgjafar hjá fyrirtækinu og búa yfir umfangsmikilli reynslu í ráðgjöf og rekstri.
Starfsfólk Intellecta býður heildstæða ráðgjöf á sviði mannauðsmála.