Fréttablaðið - 19.08.2013, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGAtvinnumiðlun MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 20132
Ráðn i nga rstofa n Vi n na.is hóf starfsemi árið 2000 og hefur sérstaða hennar
frá upphafi falist í að sérhæfa
sig í ráðningum í störf þar sem
háskólamenntunar er ekki krafist.
Um er að ræða fjölda ólíkra starfa í
ólíkum atvinnugreinum en Vinna.
is er eina íslenska ráðningar stofan
sem hefur haft slíka sérhæfingu.
Ag la Sig r íðu r Björ nsdót t i r,
ráðningarstjóri Vinna.is, hefur
starfað hjá stofunni frá stofnun.
„Ég er búin að starfa við ráðningar
síðan árið 1997 en þá starfaði ég
hjá ráðningar þjónustu Gallup.
Árið 1999 sáum við að þörf var á
ráðningarþjónustu sem lagði
áherslu á þennan markhóp og
hóf ég undirbúning að stofnun
hennar. Við opnuðum Vinna.is
árið 2000 og höfum því starfað
óslitið í þrettán ár.“
Hnitmiðaður markhópur
Vinna.is sérhæfir sig í ráðningum
starfsfólks sem starfar við verslun
og þjónustu, sölu, útkeyrslu, sölu-
og lagerstjórn, bókhald, almenn
lagerstörf, almenn skrifstofustörf,
iðnaðarstörf, verkamannastörf og
önnur störf þar sem ekki er krafist
háskólamenntunar.
Agla segir aldrei hafa hvarflað
að starfsmönnum að einblína
á önnur störf. „Þetta er mark-
hópur okkar og við viljum sinna
honum vel. Við erum í mjög góðu
sambandi við viðskiptavini okkar,
hvort sem það eru fyrirtækin
sem eru að ráða starfsfólk eða
umsækjendur um störf.“
Hún segir aðrar stofur sinna
ráðningum allt frá framlínufólki
og upp í störf forstjóra og því geti
verið erfitt að halda fókus. „Mark-
hópur okkar finnur góðan stað hjá
okkur og hefur viðskiptavinum
okkar þótt gott að vita af þessum
hópi hjá okkur. Við höfum líka
mjög góða þekkingu á þessum
markaði og vitum hvers konar fólk
þarf í hin ólíku störf. Þegar fyrir-
tæki leggja inn beiðni erum við
skjót að setja okkur í spor þeirra
og sigta út rétta fólkið.“
Eingöngu á netinu
Vinna.is var fyrsta ráðningar-
þjónustan sem starfaði eingöngu
á netinu. „Yfirleitt gat fólk komið
með ferilskrár í pappírsformi til
ráðningarstofa en við höfum alla
tíð eingöngu verið með skráningu
á netinu. Við vorum því frum-
kvöðlar í þessum vinnubrögðum.
Að öðru leyti er ráðningarferlið
hefðbundið, við sendum engan
frá okkur til fyrirtækja nema að
hafa hitt viðkomandi fyrst og tekið
í ítarlegt viðtal og gengið úr skugga
um áhuga á starfi og fyrirtæki.
Viðskiptavinir okkar geta verið
vissir um það.“
Þar sem Vinna.is er þekkt á
markaðnum og með gott orðspor
að sögn Öglu hefur þeim reynst
auðvelt að ná í umsækjendur. „Öll
störf sem við vinnum með fara
á vefinn okkar. Auk þess höfum
við póstlista sem telur um 10.000
manns. Það þýðir að ef við setjum
auglýsingu af stað er nokkuð tryggt
að stór hópur fólks sjái hana og
það skiptir fyrirtækin sem leita
heilmiklu máli. Með þessu fáum
við inn ferskar umsóknir frá fólki
sem hefur áhuga á starfinu og
getum unnið hratt og örugglega
að ráðningunni.“
Eftirspurn að aukast
Við mat á umsækjendum vinna
starfsmenn Vinna.is út f rá
starfsgreiningum fyrirtækjanna
og miða auglýsinguna út frá
henni. „Síðan tökum við viðtöl við
umsækjendur, könnum umsagnir
og annað sem tilheyrir hefð-
bundnu ráðningarferli. Einnig
stendur fyrirtækjum til boða
áreiðanleika- og áhættumat DSI
(e. dependabilit y and safet y
instrument) frá alþjóðlega prófa-
f y r ir tæk inu SHL . Mat ið er
ætlað til notkunar í forvali (e.
pre-screening) við ráðningar í
almenn störf og er sértaklega
hannað til að spá um frammi-
stöðu í framlínustörfum í þjónustu
og framleiðslu. Þetta öryggismat
var staðlað að íslenskum markaði
og byggir á íslenskum viðmiðum.
Nokkur fyrirtæki hér á landi hafa
tekið þetta í notkun og er þetta
hluti af ráðningarferli þeirra.“
Vinna.is er með trygga og trúa
viðskiptavini að sögn Öglu. „Við
leggjum mikið upp úr persónu-
legri þjónustu og erum farin að
gjörþekkja mörg fyrirtækin, þarfir
þeirra og óskir. Enda finnst þeim
gott að setja þessi mál í hendurnar
á okkur því vitum að hverju þau
leita. Þetta er skemmtilegur
hópur að vinna með og við erum
mjög bjartsýn á framtíðina. Störf
í þjónustugeiranum eru að taka
vel við sér undanfarið eftir að
eftirspurn eftir slíku fólki dróst
saman eftir hrun. Við finnum
fyrir aukinni eftirspurn og sjáum
enga ástæðu til annars en að vera
bjartsýn um framhaldið.“
Skýr sýn á ráðningar
Vinna.is var fyrsta ráðningarþjónustan til að starfa eingöngu á netinu. Stofan einblínir á störf þar sem háskólamenntunar er ekki
krafist. Eftir að hafa starfað í þrettán ár hefur stofan traust orðspor enda spilar persónuleg þjónusta stórt hlutverk í starfsemi hennar.
„Við leggjum
mikið upp úr
persónulegri
þjónustu og
erum farin að
gjörþekkja
mörg fyrirtækin,
þarfir þeirra
og óskir,“ segir
Agla Sigríður
Björnsdóttir,
ráðningarstjóri
Vinna.is.
MYND/GVA
Starfsmenn Vinna.is, Elín Friðjónsdóttir ráðgjafi og Agla Sigríður Björnsdóttir ráðningar-
stjóri. MYND/GVA