Fréttablaðið - 19.08.2013, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 19. ágúst 2013 | SKOÐUN | 17
Það er nú alveg
orðið ljóst, að
ríkisstjórnin
ætlar ekki að
efna nema lít-
inn hluta af þeim
kosningaloforð-
um, sem hún
gaf öldruðum og
öryrkjum fyrir
síðustu kosning-
ar. Ekkert bólar á
efndum á stærsta
kosningaloforð-
inu, þ.e. því að
leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja
vegna kjaraskerðingar og kjaragl-
iðnunar krepputímans.
Síðastliðin fjögur ár, þ.e. 2009-
2013, hafa lágmarkslaun hækkað
talsvert miklu meira en lífeyrir
aldraðra og öryrkja. Lífeyrir hefur
mestallan þennan tíma verið fryst-
ur en kaup láglaunafólks hefur
hækkað reglulega. Þetta er nefnt
kjaragliðnun. Til þess að jafna
metin þarf að hækka lífeyri aldr-
aðra strax um a.m.k. 20%. Öryrkja-
bandalag Íslands telur, að það þurfi
að hækka lífeyri öryrkja talsvert
meira til þess að jafna metin.
Samþykkt var á landsfundum
beggja stjórnarflokkanna fyrir
kosningar, að það ætti að leiðrétta
þessa kjaragliðnun að fullu. Var því
lofað, að þetta yrði leiðrétt strax,
ef þessir flokkar kæmust til valda.
Frambjóðendur núverandi stjórn-
arflokka gáfu mjög ákveðnar yfir-
lýsingar í þessu efni og sögðu, að
þetta yrði leiðrétt tafarlaust.
Það kostar tíu milljarða á ári
að hækka lífeyri aldraðra frá
almannatryggingum um 20% en
það kostar um sjö milljarða að
hækka lífeyri öryrkja jafnmikið.
Ekkert var minnst á þessa leiðrétt-
ingu á sumarþinginu. Þetta stóra
kosningaloforð virtist gleymt.
Hækkun frítekjumarks kostar lítið
Eygló Harðardóttir félagsmálaráð-
herra lagði fram frumvarp á sum-
arþinginu um að afturkalla tvær
kjaraskerðingar frá júlí 2009, þ.e.
að leiðrétta frítekjumark vegna
atvinnutekna aldraðra og að leið-
rétta grunnlífeyri. Frumvarp
þetta var samþykkt. Samkvæmt
því hækkar frítekjumark vegna
atvinnutekna aldraðra úr 40 þús.
kr. á mánuði í tæpar 110 þús. kr.
á mánuði og hætt verður að láta
greiðslur úr lífeyrissjóði skerða
grunnlífeyri eins og gert hefur
verið frá 2009. Frítekjumark vegna
atvinnutekna öryrkja var ekki
skert 2009 og hafa öryrkjar mátt
vinna fyrir rúmlega 100 þús. kr. á
mánuði án þess að það hafi skert
tryggingabætur þeirra.
Þetta litla skref, sem ríkisstjórn-
in steig á sumarþinginu til þess að
leiðrétta kjör lífeyrisþega, kostaði
ríkissjóð sáralítið. Það kostar ríkið
lítið sem ekkert að hækka frítekju-
mark vegna atvinnutekna, þar eð
ríkið fær auknar skatttekjur, fari
aldraðir í auknum mæli út á vinnu-
markaðinn. Ríkið fær því aukin
útgjöld vegna hærra frítekjumarks
til baka í auknum sköttum.
Hins vegar er kostnaður meiri
vegna leiðréttingar á grunnlífeyr-
inum. Alls er kostnaður ríkisins
vegna þessara tveggja leiðréttinga
850 millj. kr. á þessu ári. Það eru
öll ósköpin.
Skerðing tekjutryggingar ekki
afturkölluð
Ríkisstjórnin gerði hins vegar
ekkert í því á sumarþinginu að
afturkalla aukna skerðingu tekju-
tryggingar en skerðingarhlutfall
tekjutryggingar var hækkað úr
38,35% í 45% 1. júlí 2009. Við þessa
ráðstöfun urðu meira en 19.000 elli-
lífeyrisþegar fyrir kjaraskerðingu.
Ef stjórnarflokkarnir hefðu staðið
við kosningaloforð sitt um að aftur-
kalla þessa skerðingu strax hefðu
mjög margir, sem hafa lágar tekjur,
fengið kjarabætur.
Gallinn við leiðréttingu á grunn-
lífeyrinum er hins vegar sá, að til-
tölulega fáir njóta þeirrar leiðrétt-
ingar og einkum þeir, sem hafa
fremur góð kjör (góðan lífeyris-
sjóð). Eðlilegt hefði verið að láta
þetta hvort tveggja fylgjast að,
þ.e. leiðréttingu á tekjutryggingu
og leiðréttingu á grunnlífeyri. Þá
hefðu bæði tekjulágir og tekjuháir
lífeyrisþegar fengið leiðréttingu.
En ríkisstjórnin kaus að leið-
rétta aðeins kjör þeirra lífeyris-
þega, sem betri höfðu kjörin. Ríkis-
stjórn Samfylkingar og Vinstri
grænna lét ákvæðið um hækkun á
skerðingarhlutfalli tekjutrygging-
ar gilda til ársloka 2013, þannig að
sú skerðing mun falla úr gildi um
næstu áramót, ef núverandi ríkis-
stjórn framlengir það ekki. Í fjár-
málaráðuneytinu hefur verið barist
fyrir því, að þessi skerðing á tekju-
tryggingu verði áfram í gildi vegna
slæms ástands í ríkisfjármálum.
Gleymdist frítekjumark fjármagns-
tekna?
Í stjórnarsáttmálanum er ákvæði
um það, að frítekjumark vegna
fjármagnstekna verði leiðrétt en
það var skert 1. janúar 2009. Þá var
ákveðið að fjármagnstekjur kæmu
að fullu til frádráttar við ákvörðun
tryggingabóta almannatrygginga.
Ellilífeyrisþegum hefur fundist
mjög ósanngjarnt, að það væri verið
að skerða tryggingabætur svo til að
fullu vegna vaxtatekna af tiltölulega
litlum bankainnistæðum þeirra.
Vextir hafa verið mjög lágir og oft
neikvæðir. Eðlilegt væri að lífeyr-
isþegar gætu átt tiltölulega litlar
upphæðir í bönkum án skerðingar
tryggingabóta og án skattlagningar.
Engin skýring hefur fengist á því
hvers vegna ríkisstjórnin leiðrétti
ekki frítekjumark fjármagnstekna
á sumarþinginu eins og boðað hafði
verið í stjórnarsáttmála. Í stjórn-
arsáttmálanum segir, að færa eigi
skerðingu tryggingabóta vegna
fjármagnstekna til fyrra horfs, þ.e.
láta fjármagnstekjur vega 50% við
skerðingu tryggingabóta að frá-
dregnu frítekjumarki, sem er 8.220
kr. á mánuði.
Ríkisstjórnin verður að standa
við fyrirheit sín um leiðréttingu á
kjörum lífeyrisþega, bæði þau sem
gefin voru í kosningabaráttunni og
þau sem birtast í stjórnarsáttmál-
anum. Það er komið að því að efna
loforðin. Aldraðir og öryrkjar geta
ekki beðið.
Hækka þarf lífeyri aldraðra og öryrkja um 20% strax
VELFERÐAR-
MÁL
Björgvin
Guðmundsson
formaður kjara nefndar
Félags eldri borgara
➜ Enging skýring hefur
fengist á því hvers vegna
ríkisstjórnin leiðrétti ekki frí-
tekjumark fjármagnstekna á
sumarþinginu eins og boðað
hafði verið í stjórnarsáttmála.